Neytendablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 8
Neytendastarf er í
allra þágu
10- 11 verslanirnar
11- 11 verslanirnar
66°Noröur - um allt land
Actavis
Akron
Apótekarinn
Álfaborg
Bílabúð Benna
Blómaval
Bónus
Brúnás-lnnréttingar
Bændasamtök íslands
Dreifing ehf.
EGÓ
Einar Farestveit & co. hf.
Endurvinnslan
ESSO - Olíufélagið ehf.
Europris
Félag íslenskra stórkaupmanna
Frón, kexverksmiðja
Frumherji hf.
Gilbert úrsmiður
Hagar hf.
Hagi ehf. - Hilti
Hagkaup
Halldór Jónsson ehf.
Harpa Sjöfn
Húsasmiðjan hf.
íslandsbanki hf.
íslandspóstur hf.
íslandstrygging hf.
íspan, speglar og gler
Kaskó
KB Banki
Kjarval
Krónan
Lyf og heilsa
Lýsi hf.
Mjólkurbú Flóamanna
Mjólkursamsalan
Nettó
Nóatún
Og Vodafone
Optíma
ORA ehf., niðursuðuverksmiðja
Osta- og smjörsalan
Rolf Johansen & co. ehf.
Samband íslenskra sparisjóða
Samband ísl. tryggingafélaga
Samkaup
Samskip
SHELL - Skeljungur hf.
Síminn
Sjóvá-Almennar
Sparkaup
Sparverslun Bæjarlind
Tryggingamiðstöðin hf.
Úrval .
Úrval-Útsýn
VÍS - Vátryggingafélag íslands
„Smoothies"-drykkirnir eru upprunn-
ir í Bandaríkjunum eins og svo margt
annað en hafa heldur betur slegið í
gegn í Evrópu. Drykkurinn er þykkari
en venjulegur ávaxtadjús og er yfirleitt
blanda úr djús og ávaxtakjöti. Sumir
þeirra innihalda jógúrt. í Bretlandi er
hægt að fá „smoothies" í öllum helstu
verslunum og í júlítölublaði Which?,
breska neytendablaðisins, er gæðakönn-
un á „smoothies"-drykkjum. Samkvæmt
sérfræðingum á drykkurinn að vera nátt-
úrulega fallegur á litinn, bragðið ferskt og
af ávöxtum, þó ekki of sætt. Drykkurinn
ætti að vera fekar þykkur eða einhvers
staðar á milli djúss og íss.
Drykkirnir sem innihéldu jógúrt fengu
mun betri einkunn en þeir sem innihéldu
einungis ávaxtasafa og ávexti. Heima-
gerðu „smoothies"-drykkirnir fengu verri
einkunn hjá sérfræðingunum en þeir
sem keyptir voru tilbúnir í verslunum,
fyrir utan að vera einnig dýrari.
Sérfræðingarnir gáfu þeim sem vilja gera
smoothies heima hjá sér nokkrar ráðlegg-
ingar.
• Veljið fullþroskaða og góða ávexti
• Hægt er að nota frosna ávexti eða nið-
ursoðna
• Þvoið ávextina vel fyrir notkun
• Fjarlægið hýði, steina og kjarna áður
en sett er í blandarann
• Notið frosna banana sem hafa verið
teknir úr hýðinu og frystir þannig
• Appelsínusafi passar vel með flestum
ávöxtum
Smoothies eiga eflaust eftir að slá í gegn
á íslandi og þá er bara að finna gott ís-
lenskt heiti á drykkinn.
Hættulegt keramík
I norska neytendablaðinu Forbrukerrapporten er sagt frá hættulegum keramíkskál-
um.
Sænskir ferðamenn sem keypt höfðu keramíkskálar í sumarfríi á suðlægum slóðum
urðu veikir eftir að hafa drukkið djús úr skálunum. Skálarnar gáfu frá sér 500 mg
af blýi á hvern lítra en leyfilegt magn er 4 mg á hvern lítra. Blýeitrun getur leitt til
blóðleysis og skemmda á taugakerfi. Fólki er því ráðlagt að forðast að nota keramík
sem keypt er á ferðalögum undir matvæli nema að framleiðslan sé beinlínis ætluð til
geymslu matvæla.
Börn of þung
Danir hafa áhyggjur af því hvað íbúarnir eru orðnir feitir og þá sérstaklega
börnin. í danska neytendablaðinu Tænk+Test eru dönsk stjórnvöld gagn-
rýnd fyrir að sýna þessu málefni lítinn skilning og veita ekki nægilegu
fjámagni til fræðslu og forvarna. Danir eru langt í frá eina þjóðin
sem á við þennan vanda að stríða og hafa Finnar fitnað meira en
Danir. Þeir hafa þó tekið mun fastar á málunum og eru öll skóla-
börn í Finnlandi vigtuð og mæld á hverju ári. Ef barn er of þungt
er heimilislæknirinn settur í málið.
Viðmælendur Tænk +Test telja að danskir læknar ættu að ávísa
hreyfingu eins og gert er í Svíþjóð og senda fólk til næringarfræð-
ings ef það á við offituvandamál að stríða. Eins eigi hiklaust að grípa
inn í ef börn eru farin að fitna um of. Offita kostar þjóðfélagið mikið svo
ekki sé talað um líkamlega og sálræna fylgikvilla offitu. í blaðinu eru einnig viðtöl við
unglinga sem hafa átt við offituvandamál að stríða. Þeir sögðust allir hafa átt þá ósk
heitasta að einhver hefði gripið inn í og hjálpað þeim þegar þeir voru börn. Úrræðin
nútildags eru hins vegar fá og pólitískur vilji ekki fyrir hendi.