Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 11
að greina og gagnrýna með því að segj- ast vera að tryggja dreifða byggð í land- inu og öruggt og gott framboð á hefð- bundnum landbúnaðarafurðum. Ekkert bendir þó til að flutningsleiðum til lands- ins sé ógnað með einhverjum hætti, þær verða þvert á móti greiðari með hverju ári sem líður. Og fyrir löngu ætti að vera Ijóst að ríkisstyrkir til vissrar landbún- aðarframleiðslu viðhalda ekki dreifðri byggð. Þeim sem vilja sjá og skilja ætti að vera orðið Ijóst að sveitir landsins eru komnar á nýjan efnahagslegan grundvöll sem byggist m. a. á því að leigja og selja félögum, fyrirtækjum og einstaklingum land undir sumarhús, hesta, ræktun og útivist; selja eftirsótt veiðileyfi, og bjóða þeim sem eiga leið um landið vistir, gist- ingu og afþreyingu. Sveitarfélögum sem hafa verulegar tekjur af fasteignagjöldum á sumarbústaði, fjölgar jafnt og þétt og háskólanám og þá þjónustu sem því fylg- ir er farið að bjóða í sveitum. Úr álögum Svo kann að virðast sem ég sé að reifa hagsmuni skattgreiðenda á kostnað neyt- enda. Svo einfalt er málið ekki. Skatt- greiðendur eiga rétt á því að almannafé sé notað í almannaþágu og þjóni í raun yfirlýstum tilgangi. Sé raunin ekki sú eiga þeir kröfu á skýringu eða breyttri stefnu. Það sama gildir um neytendur. Ef haldið er í gildi lögum og reglugerðum, sem óljóst er að þjóni þeim yfirlýsta tilgangi að lækka vöruverð og auka gæði, eiga þeir rétt á skýringu eða stefnubreytingu. Ég leyfi mér að vona að við eigum von á betri skýringum en fyrir liggja - eða breyttri stefnu. Takist talsmönnum stjórn- málaaflanna í landinu ekki að losa sig úr álögum hefðarinnar og sýna okkur lýð- ræðislega, siðlega og hagkvæma stefnu í því máli sem hér hefur verið rætt eiga þeir traust okkar ekki skilið. Neytendur geta lagt sitt til þess að rjúfa þann vanhugsaða vítahring sem hér hef- ur verið lýst með því að bjóðast til að borga sanngjarnt verð fyrir hefðbundnar landbúnaðarafurðir verði styrkjakerfið afnumið. Ef útgjöld ríkisins lækka um sjö til átta milljarða á ári skapast möguleik- ar á stórbættu, almennu velferðarkerfi. Landsmenn hætta að tvíborga umrædd- ar vörur, þ. e. bæði úr ríkissjóði og úr eig- in buddu. Það er raunar óvíst að þar með hækki verðið að ráði. Til dæmis sparast mikið ef mjólkuriðnaðurinn yrði neyddur til að hætta að keppa á þeim grundvelli að bjóða hundruð mismunandi bragð- tegunda með síauknu sykurmagni í dýr- keyptri samkeppni um hillupláss! Ég hef reynt að víkka hér hefðbundið sjónarhorn á gamalgróið álita- og hags- munamál og benda á hvernig vanhugsuð vanahugsun leiðir til torskilinnar sóunar. En fleira kemur samt til álita og því vona ég að upplýsandi umræða um málið eflist og að lokum muni eitthvað breytast til batnaðar. Skattgreiðendur, neytendur og bændur losni um síðir úr álögum þeirra sem ganga fram á sviði stjórnmál- anna með bundið fyrir augu. Hörður Bergmann Verslunin Líf og List húsgögn: Úvenju góð þjónusta Hjón keyptu leðursófasett í verslun- inni IHP húsgögn í október 2002. Fljótlega tóku þau eftir að það sá á leðrinu og höfðu samband við versl- unina og kvörtuðu. Voru hjónunum gefin góð ráð sem duga áttu til að laga sófasettið en það gekk ekki eftir. Málið dróst nokkuð þar sem hjónin búa úti á landi og ekki hlaupið að því að senda sófasettið á milli landshluta. Síðastliðið sumar höfðu hjónin aftur samband við verslunina þar sem ekki hafði tekist að lagfæra gallann en þá voru aðrir eigendur teknir við og verslunin komin með nýtt nat'n Líf og List húsgögn. Að sögn hjónanna buðust nýjir eigendur verslunarinnar til að taka sófann og láta lagfæra hann og var sófinn sendur í verslun- ina til viðgerðar. Þar kom í Ijós að sófinn yrði aldrei fullkomlega góður. Ákváðu eigendur verslunarinnar Líf og List að greiða hjónunum sófann að fullu og hefur það verið gert. Neytendasamtökin telja viðbrögð verslunarinnar til fyrirmyndar. NEYTENDABLAÐIÐ 3. TBL. 2004 11

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.