Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 22
sé rétt eða ekki og að í þessu tilviki hafi auglýsingin í viðkomandi blaði verið í ósamræmi við skýrt lagaboð í a.m.k. rúman mánuð. Martraðir og svefnvandamál Sigurður Snæberg Jónsson, forstöðumað- ur Kvikmyndaskoðunar, segir að myndin Spider-man 2 sé bönnuð yngri börnum en 12 ára vegna ýmissa ógna og átaka sem ekki séu talin hæfa þessum aldurs- hópi barna. Neytendablaðinu lék forvitni á að vita hvaða áhrif það getur haft á börn að sjá kvikmynd sem það hefur ekki enn fullan þroska til að sjá og ræddi af þeim sökum við Örnu Skúladóttur, sérfræðing í svefni og svefnvandamálum barna hjá Land- spítalanum - háskólasjúkrahúsi. Arna segir það ákaflega misjafnt hve börn séu viðkvæm fyrir að fá fá martraðir og fari það mikið eftir aldri og þroska barnsins, en einnig skapferli. Hafa þarf í huga að börn skilji hluti öðruvísi en fullorðið fólk og oft sé það annað sem veldur martröð- um barns en fullorðna fólkið hefði talið að óreyndu. Teiknimyndir geti sumar verið nokkuð skelfilegar í augum barna og sem dæmi hafi teiknimynd um Gosa valdið martröð- um. Börn geti einnig fengið martraðir vegna einhvers sem þau sjá í fréttum eða vegna frásagna sem þau heyra. Sjónvarpsstöðvar ættu einnig að athuga að sýna ekki hvaða auglýsingar sem er á þeim tíma sem ung börn eru venjulega vakandi. Það á við um sumar kvikmynda- auglýsingar og einnig sumar auglýsingar frá tryggingafélögum og Umferðaráði sem sýna slæm slys og annað sem getur valdið skelfingu hjá börnum, þótt skila- boðin eigi fullt erindi til fullorðinna. Arna segir mikilvægt að gefa sér tíma til að hlusta á barnið og vera þannig vel vakandi fyrir því hvað það sé að velta fyrir sér. I samræðum við börn um hluti sem valda hræðslu eða áhyggjum þurfa fullorðnir að passa að koma ekki inn hræðslu hjá börnum með því að spyrja þau sífellt hvort þau séu hrædd við hitt og þetta. Ekki ætti heldur að láta börn horfa eftirlitslaus á sjónvarpið. Reglur virtar Mikið hefur verið rætt um önnur áhrif of- beldisfullra kvikmynda og sjónvarpsefn- is, t.d. hvort mikið áhorf barna á slíkt efni geti leitt til ofbeldisfullrar hegðunar. Slík tengsl verða sjálfsagt seint fullsönnuð. Það er þó a.m.k. Ijóst að menn fram- leiða kvikmyndir og sjónvarpsefni fyrir mismunandi aldurshópa. Það er ekki að ástæðulausu að sumar kvikmyndir eru bannaðar börnum. Neytendablaðið telur afar mikilvægt að dreifingaraðilar og sýnendur kvikmynda hér á landi fylgi settum lögum og reglum og láti aldurstak- mark kvikmynda koma fram í auglýsing- um, séu þær bannaðar börnum. f Hugsaðu vel um heimili þitt. Þú ert öðrum fyrirmynd. VINPÝ’BUÐ www.vinbud.is Endurvinnslustöðvar Sorpu á 8 stöðum á höfuðborgar svæðinu taka við flöskum og dósum til flokkunar og endurnýtingar.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.