Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 20
Með nýrri tækni hefur kostnaður við af- söltun á sjó minnkað til muna. Margar þjóðir nota nýja tækni til að framleiða drykkjarvatn í stórum stíl. Sjór sem drykkjarvatn Fyrir flesta er þetta fjarlæg hugmynd. FHún er þó ekki fjarlægri en svo að um 150,000 manns drekka sjó daglega í Al- geirsborg, höfuðstað Alsírs. Danska fyrirtækið Grundfoss setti upp dælurnar í afsöltunarstöðinni en þær eru þannig gerðar að kostnaður við afsöltun á sjó hefur snarminnkað síðustu árin. Öfug ósmósa (gegnflæði) nefnist tækn- in sem er notuð og verður meðalverð á 1000 lítrum af afsöltuðum sjó frá hálfum að einum dollara þegar þessi tækni er nýtt. Það er orkuverðið í hverju landi fyrir sig sem stjórnar því hvað neytendur þurfa að borga fyrir lítrann þar sem orkunotk- unin er í raun um 75% af kostnaði við afsöltunina. Drykkjarvatn framleitt með öfugri ósmósu er alveg hreint frá náttúruleg- um og efnafræðilegum sjónarhóli og laust við bakteríur. Þó inniheldur það örlítið salt en ekki meira en 500 ppm sem þýðir að það er innan alþjóðlegra heilbrigðismarka sem WHO, Alþjóða- heilbrigðisstofnunin, setur sem skilyrði fyrir drykkjarvatn. Ameríkanar stefna á afsöltun Verðlækkunin á afsöltuðu drykkjarvatni hefur þau áhrif að þetta er ekki eingöngu valkostur fyrir olíuríkin í Austurlöndum nær og nú eru um 20 afsöltunarstöðvar í bígerð í Kaliforníu, fyrir utan þær 12 sem eru þegar í fylkinu. Auk þess munu Texas og Flórída ætla að taka upp þessa tækni. Bandarísk rannsókn hefur sýnt fram á að lækkun kostnaðar við framleiðslu drykkjarvatns með afsöltun muni auka árlega eftirspurn eftir afsöltuðu vatni í magn sem samsvarar virði 2 milljarða dollara árið 2007, sem þýðir í grófum dráttum um 200 afsöltunarkerfi af sömu stærðargráðu og það alsírska. Ennþá er samt þörf fyrir áframhaldandi tækniþró- un ef afsöltun á að vera valkostur í allra fátækustu löndum heims. Það vantar einföld og lítil kerfi á viðráðanlegu verði sem geta þjónað dreifðari byggðum og eyjaþjóðum. En að því er stefnt og meðal annarsveitirEvrópusambandiðrannsókn- arstyrki á þessu sviði. Þýtt og endursagt úr MiljöDanmark (tbl. 2, 2004) Pakkasósur: Fáum svo sannarlega mikið af aukaefnum fyrir peningana Danska neytendablaðið Tænk+Test gerði gæðakönnun á pakkasósum og niðurstöðurnar voru áhugaverðar. 19 bearnaisesósutegundir voru skoðaðar og innihéldu þær samtals 124 mismun- andi efni. Hefðbundin bearnaisesósa er þó aðeins búin til úr eggjum, estragoni og smjöri. Af þessum 124 efnum áttu einungis 19 eitthvað sameiginlegt með hráefnunum í upprunalegu uppskrift- inni. í bearnaisesósunni sem átti metið hvað varðar fjölda efna voru 26 mismun- andi efni. Meira en helmingur allra be- arnaisesósanna í könnuninni innihéldu ekki einu sinni þau þrjú hráefni sem eru í upprunalegu uppskriftinni. Sanne Lund hjá dönsku neytendastofn- uninni sem vann að könnuninni segir að í flestum tilfellum sé ekki hægt að tala um að verið sé að kaupa bearnaisesósu út úr búð heldur öllu heldur sósu með bearnaisesósubragði. Og allur sá fjöldi aukaefna sem finna má í tilbúnum sósum getur valdið ofnæmissjúklingum vand- ræðum. Ekki er heldur hlaupið að því að sjá á innihaldslýsingu hvaða aukaefni eru í sósunni þar sem þau ganga undir ýms- um nöfnum. Þegar sósurnar voru lagðar í dóm varð- andi bragðgæði kom í Ijós að Danir eru tiltölulega ánægðir með pakkasósur og sú bearnaisesósa sem komst næst upp- runalegu uppskriftinni fékk lægstu ein- kunnina. Það var þó tekið fram að þeir sem tóku þátt í bragðkönnuninni væru vanir að borða pakkasósur og hefðu niðurstöðurnar getað orðið öðruvísi ef þátttakendurnir borðuðu oft heimatilbún- ar sósur. Bearnaise-sósa Úr uppskriftabæklingi Osta- og smjörsöl- unnar „Smjör er lykillinn". 4 eggjarauður 2 msk bearnaisedropar 1/4 tsk súpukraftur 1/2 tsk salt 1/4 tsk pipar 250 g smjör steinselja, söxuð smátt Þeytið saman eggjarauður, súpukraft, bearnaisedropa, salt og pipar. Bræðið smjörið og hellið því í mjórri bunu út í eggjahræruna. Þeytið á meðan. Hættið að þeyta um leið og sósan verður slétt og kremuð. Verði sósan of þykk má |aynna hana meðörlitlu kjötsoði. Ef hita þarf sós- una er best að gera það yfir vatnsbaði. 20 NEYTENDABLAÐID 3. TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.