Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2004, Qupperneq 19

Neytendablaðið - 01.10.2004, Qupperneq 19
 « ▼ * /■- á innihaldslýsingunni / bókinni fjallar Felicity Lawrence m.a. um baunir frá Kenýa en stór hluti þess grænmetis og ávaxta sem stórmarkaöir selja kemur frá fjar- lægum löndum. skilja hvernig það væri mögulegt. Ný DNA tækni leiddi síðan í Ijós að um var að ræða nýja og tilltölulega óþekkta aðferð. Kjötið innihélt prótín sem hafði verið umbreytt með vatnsrofi, og þessi prótein voru úr öðrum dýrum. Við nánari athugun fund- ust kjúklingar í Bretlandi og á írlandi sem innihéldu prótín úr nautgripum og svínum. Kjúklingurinn kom aðallega frá Taílandi og Brasilíu með viðkomu í Hollandi. Bresk stjórnvöld berjast nú fyrir þvf að reglum Evrópusambandsins verði breytt og að það verði bannað að nota prótín úr öðrum dýrum í kjúklinga, auk þess sem vatnsinni- hald kjúklingakjöts megi ekki vera hærra en 15%. Salat Einn kaflinn fjallar um salat en blandað salat í pokum nýtur vaxandi vinsælda í Bretlandi sem og annars staðar. Með svo- kallaðri MAP-pökkunartækni (Modified Atmosphere Packaging) er hægt að lengja líftíma salatsins verulega. Rannsóknir sem birtar voru í blaðinu British Journal of Nutrition bentu þó til þess að þessi nýja aðferð gerði það að verkum að mikilvæg vítamín eyðileggðust. Forstjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í aðferðum við að pakka salatblöðum brást ókvæða við og benti á það í grein í viðskiptablaðinu the Grocer að það væri ekki MAP-pökkunaraðferðin sem eyðileggði vítamín heldur klórinn sem flestir salatpökkunarframleiðendur nota til að hreinsa salatið. Þetta var ágætis ábend- ing hjá forstjóranum enda vissu fæstir að klór kæmi þarna við sögu. Vandamálið við niðurskorið salat í pokum er það að mjög margir snerta salatið áður en það endar á borðum neytenda. Því lengri sem sú keðja er, því meiri hætta er á að óæskilegar bakteríur endi á salatblöðunum. 1995 var gerð rannsókn á bakteríum í salati og káli og þá fannst bakterían listería í 6,5% sýna og E-coli baktería f 13% sýna. í rannsókn frá 2001 fannst bæði salmonella og E-coli baktería í salati. Verslunarkeðjur of valdamiklar Felicity bendir á það ógnarvald sem versl- unarkeðjur hafa í dag og hversu langt þær ganga í nafni hagræðingar. Wal Mart versl- unarkeðjan í Bandaríkjunum (eigandi Asda keðjunnar í Bretlandi) er þekkt fyrir beita öllum brögðum til að halda niðri kostnaði. í því felst m.a. að borga starfsfólki mjög léleg laun og meina starfsfólki aðild að verkalýðsfélögum. í Bretlandi eru vinnulög- gjöfin strangari og takmarkað hvað hægt er að níðast á starfsfólki stórmarkaða en heildsalarnir búa við meiri pressu enda hefur viðskiptaáhættan að miklu leyti færst yfir á þá. Verslanirnar krefjast sífellt lægra verðs og hóta því að leita annað verði ekki orðið við kröfum þeirra. Heildsalarn- ir þrýsta verði m.a. niður með því að nota ólöglegt vinnuafl en það er mjög algengt í Bretlandi og yfirvöld virðast lítið ráða við vandann. Felicity segir að margir framleið- endur og heildsalar hafi kvartað undan ofríki stórmarkaðanna en fæstir þora að koma fram opinberlega af hræðslu við að missa samningana. Af nógu að taka í bókinni er komið inn á ýmis fleiri málefni sem tengjast nútíma matvælaframleiðslu sem ekki verða gerð skil hér. Þar má nefna kaffiframleiðslu, risarækjueldi, brauð, ávexti, grænmeti, ólöglegt vinnuafl, flutn- ing á matvælum og tilbúna rétti. Bókin er mjög skemmtileg aflestrar og vel skrifuð og sumar uppljóstranirnar eru þess eðlis að það er engu líkara en maður sé með hinn æsilegsta reifara við höndina. Neytenda- blaðið mælir með bókinni fyrir alla þá sem hafa áhuga á að vita meira um matvæla- framleiðslu nútímans. NEYTENDABLAÐIÐ 3, TBL. 2004 19

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.