Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 7
hann fékk þau skilaboð að starfið stæði honum ekki lengur til boða. Var því borið við að Healy hefði óvísindalegar skoðanir á sumum lyfjum og það gæti skaðað sjúklinga. Margir telja þó að þessi ákvörðun hafi ekkert með vísindi að gera heldur ráði peningar för. Lyfjafram- leiðendur stórgræða á sölu geðlyfja og allt tal um að geðlyf henti ekki öllum og fara eigi varlega í að ávísa slíkum lyfjum lætur þeim illa í eyrum. Varhugaverðar aukaverkanir Blaðamenn Tænk+Test hittu David Healy á ráðstefnu í Stokkhólmi og tóku hann tali. „Þrenns konar vandamál eru tengd SSRI lyfjum," segir Healy. „Fyrir það fyrsta geta lyfin orðið til þess að fólk fer að fá sjálfsvígshugsanir og það á líka við um fólk sem ekki hefur átt við það að stríða áður. í öðru lagi geta lyfin valdið því að fólk verður fjandsamlegt í hugsun og reynir að skaða sjálft sig og aðra. Og loks í þriðja lagi getur fólk orðið líkam- lega háð lyfjunum þannig að erfitt getur verið að hætta á þeim, og það Iftur útfyr- ir að þetta eigi við um öll SSRI lyfin." Að sögn Healy geta SSRI lyfin haft misjöfn áhrif á fólk. Sumir verða mjög syfjaðir af lyfjunum en aðrir eiga erfitt með svefn. Sumir verða mjög svangir en aðrir missa matarlystina. Sumir verða rólegri og minna æstir og það eru þau áhrif sem leitað er eftir, en svo eru þeir sem verða enn angistarfyllri og æstari við töku lyfj- anna. Málaferli í Bandaríkjunum Healy hefur skrifað bækur um SSRI lyfin og haldið fyrirlestra um allan heim. Hann hefur líka borið vitni í dómsmálum í Bandaríkjunum þar sem fólk hefur stefnt lyfjaframleiðendum vegna óæskilegra áhrifa lyfjanna. Árið 1997 var Healy kall- aðurfyrir réttsem sérfræðivitni í máli þar sem framleiðanda lyfsins Fontex hafði verið stefnt. Lyfjaframleiðandinn vann málaferlin en málið átti eftir að hafa tölu- verða þýðingu fyrir David. Þá fyrst gerði hann sér grein fyrir því að heilmikið af gögnum frá fyrirtækinu benti til þess að menn hefðu lengi vitað að lyfin gætu haft alvarlegar aukaverkanir. Árið 2001 bar Healy vitni í svokölluðu Tobin-máli í Wyoming þar sem lyfjaframleiðand- inn GlaxoSmithKline var dæmdur til að greiða háar bætur eftir að Donald Shell hafði skotið konu sína, dóttur og tvö barnabörn og sfðan framið sjálfsmorð. Þetta gerðist tveimur dögum eftir að Donald Shell byrjaði á Seroxat. Meðan á réttarhöldunum stóð fékk Healy aðgang að ýmsum gögnum GlaxoSmithKline og komst að því að uplýsingum sem skiptu máli fyrir lækna og sjúklinga hafði verið haldið leyndum. Lyfin ekki örugg fyrir börn Árið 2001 birti fyrirtækið GlaxoSmith- Kline grein um rannsóknir á SSRI lyfinu Seroxat á börn og unglinga. Þar var því haldið fram að lyfið væri öruggt börn- um. En þrátt fyrir að greinin hafi eflaust verið lesin af þúsundum barnageðlækna uppgötvaði enginn neitt fyrr en BBC tók málið upp í sjónvarpsþætti. Healy bend- ir á að geðlyfin hafi í flestum tilfellum góð áhrif og fæstir muni upplifa alvar- legar aukaverkanir. En ef fólk finnur fyrir einhverjum einkennum ætti það strax að leita til læknis og að öllum líkindum er hægt að leysa málið. Sjúklingar eigi hins vegar tvímælalaust rétt á að vita að þess- um lyfjum fylgir viss áhætta. LET THEM EAT PROZAC m- llnlicalthy Kcl.itionsbip bítwrcu tbc IMi.trin.Kcutic.il Iiuliistrv anti Dcprcssion % DAVID HEÁLY Atilboi' ol //>. Antiihi'ti 'uint I iii David Healy hefur skrifað fjöldann allan af greinum og bókum um sérsvið sitt, geðlækningar. Nýjasta bókin hans heit- ir „Let them eat Prozac - The Unhealty Relationship between the Pharmaceut- ical Industry and Depression" eða „Látið þau bryðja Prozac - Óheilbrigt samband lyfjaiðnaðarins og þunglyndis". Tölvuþrjótar svífast einskis: Neytendur gabbaðir í tölvupósti Neytendasamtökin vilja benda á aðvör- un sem er að finna á vef VISA Island um tölvupóst sem biður viðkomandi um að senda inn kortanúmer og PIN-númer, en pósturinn virðist við fyrstu sýn vera frá VISA. Aðvörun VISA er eftirfarandi: „Alls ekki svara þessu! Þessi tölvupóstur kemur ekki frá neinum aðila sem tengist VISA, þótt það geti litið svo út. Ekki láta blekkjast þótt orðið „visa" standi ein- hvers staðar í netfanginu. Einnig hefur. orðið vart við lævísa tilraun á netinu til að blekkja einstaklinga til að gefa upp kortanúmer sitt, gildistíma og PIN-númer á heimasíðu sem líkist heimasíðu VISA. PIN-númer á aðeins að nota í hraðbönk- um eða öðrum sjálfsafgreiðslubúnaði og er óheimilt að senda í tölvupósti eða láta öðrum í té." Færri þjófar - en fleiri þjófavarnakerfi í sænska neytendablaðinu Rád og Rön er fjallað um stóraukná sölu á þjófavarn- arkerfum. Fyrir fimmtán árum keyptu einungis örfáir slíka þjónustu en í fyrra voru seld 23.000 þjófavarnarkerfi í Sví- þjóð, og það þrátt fyrir að innbrotum hafi fækkað um 23% á sama tíma. í blaðinu er fjallað um kröftuga markaðssetningu sem gengur út á að hræða fólk og telja því trú um að ástandið sé mun verra en raunin er. Glæpatíðni í Svíþjóð hefur farið minnkandi en samt virðast Svíar halda að glæpum hafi fjölgað. í blaðinu er bent á að það geti verið mun ódýrara og árangursríkara að vingast við nágrann- ana en að kaupa þjófavarnarkerfi fyrir háar upphæðir. NEVTENDABLAÐIB 3.TBL. 2004 7

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.