Neytendablaðið - 01.06.2006, Page 5
Li$tin aá leita d vefnum
írska neytendablaöið Choice (júlí 2005)
segir frá könnun sem gerö var á netnotkun
þar i landi. Samkvæmt könnuninni hefjast
um 80% af öllum heimsóknum á Netið á
því að tölvunotandinn opnar leitarvél til
að finna einhverjar upplýsingar. Leitin
skilar þó ákaflega misjöfnum árangri hjá
notendum og aðeins um 42% notenda
eru ánægð með árangurinn.
En af hverju er árangurinn ekki betri en
þetta?Tölvunotendurvita að upplýsingarnar
liggja þarna á vefnum en kunna þeir að leita
rétt? Hér á eftir eru nokkur ráð um hvernig
ná megi sem bestum árangri þegar leitað er
á netinu og er miðaö við notkun Google.is,
sem er ein af vinsælustu leitarvélunum og
er með íslensku viðmóti. Gera má ráð fyrir
að aðrar leitarvélar noti sömu leitarreglur
og Google, en þetta eru alls ekki tæmandi
leiðbeiningar. Leitarvélar búa oftast yfir
fleiri leiðum til að þrengja leit aö því sem
er leitað eftir.
Leitarvélar
Hlutverk leitarvéla er að finna vefsíður þar
sem leitarorðin koma fyrir. Alta-Vista var
ein af fyrstu alþjóðlegu leitarvélunum á
Netinu. Aðrar leitarvélar eins og Google,
Yahoo og MSN eru vinsælar og á íslandi eru
til leitarvélar eins og Leit, Finna og Embla
á Mbl. Leitarvélarnar virka í grunninn allar
eins og tæknin á bak við þær eru samskonar.
Leitarvélarnar nota sjálfvirk forrit sem
kölluð eru köngulær. Þær rekja sig í sífellu
eftir vefnum og safna öllum upplýsingum í
gagnagrunn. Þannig er upplýsingum stöðugt
bætt inn í atriöaskrár leitarvélanna. Þegar
fyrirspurn er slegin inn í leitarvél er hún
borin saman við atriðaskrárnar. Síðunum
er síðan skilað sem niðurstöðum í röð eftir
því hver er liklegust til að bera árangur,
samkvæmt ákveönu kerfi sem leitarvélarnar
byggja á. Mismunandi efni tengjast
leitarsíðum og til þess að þjónustan sé
ókeypis birtast oft auglýsingar á siðunum.
Niðurstaða leitarinnar getur líka tengst
því og sumar leitarvélar stýra því hvaða
vefir birtast efst. Til að tryggja sem bestan
árangur getur verið gott að notast við fleiri
en eina leitarvél.
Nákvæmni
Því nákvæmari sem fyrirspurnin er, því meiri
árangurs má vænta. Nákvæmnin gerir það
að verkum aö fleiri síður verða útilokaöar í
leitinni. Á Google.is skilar t.d. fyrirspurnin
veðuralls 1.110.000 niðurstöðum. En veðurá
íslandi skilar 221.000 niðurstöðum og veður
á íslandi ísafjöröur skilar 507 niðurstöðum,
þar sem efsta niðurstaðan ætti aö duga til
að sjá hvernig veðrið er á Isafirði hverju
sinni. Á flestum leitarvélum skiptir ekki
máli hvort notaöir séu stórir eða litlir stafir
við leit. Allar helstu leitarvélarnar eru með
sérstakan flokk fyrir myndir (images). Til að
finna kort af Ástralíu skilar t.d. fyrirspurnin
map of australia um 199.000 niðurstöðum
í flokknum myndir á Google.is. Fyrir enn
meiri nákvæmni skilar fyrirspurnin map
of australia new south wales um 5.670
niðurstöðum.
Rittákn geta hjálpað
Flestar leitarvélar útiloka algeng smáorð,
eins og the, a, and, or, og, eða, ekki, því
þau hægja á leitinni vegna þess hversu oft
þau koma fyrir. Til að tryggja að orð sé
tekið með í fyrirspurn er hægt að bæta +
fyrir framan (án bils). Fyrirspurnir hafa oft
margar merkingar og þannig er hægt að
útiloka ákveðna flokka með því að setja -
fyrir framan annað orð. Ef fyrirspurnin er
snorri +idol birtast um 41.000 niðurstöður
um Snorra Snorrason sem var Idol-stjarna
íslands árið 2006. En ef fyrirspurnin er
snorri -idol birtast um 800.000 niðurstöður
með Snorra Sturluson í efstu sætum.
Fyrirspurn getur líka skilað góðum árangri
ef leitað er að heilli setningu. Þegar spurt
er hver er skuldugasta þjóð í heimi? eru
helstu niðurstöður (af 19) að ísland sé ein
af skuldugustu þjóðum í heimi. Ef notaðar
eru gæsalappir fæst niðurstaða þar sem
nákvæm setningin kemurfram í leitinni, t.d.
ef leitað er að "ísland er land þitt" kemur
söngtextinn viö þetta fallega ættjarðarljóð
efstur á lista.
Flestar leitarvélar gefa upplýsingar um
hvernig sé best að beita leitaraðferðum. Á
heimasíðunni SearchEngineWatch.com eru
áhugaverðar upplýsingar um mismunandi
leitarvélar fyrir þá sem vilja lesa meira.
ÞH
5 NEYTENDABLAÐIÐ 2. TBL. 2006