Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2006, Side 13

Neytendablaðið - 01.06.2006, Side 13
Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna Þörf er á lögum um hópmálsókn Víöa í nágrannalöndum okkar eru nú þegar fyrir hendi eöa í undirbúningi lög um hópmálsókn (class action). Slík löggjöf hefur verið viö lýði í Bandaríkjunum um árabil. Svíar og Norð- menn hafa sett slík lög og slíkt er einnig í undirbúningi bæöi í Danmörku og Finnlandi. Neytendasamtökin hafa skrifað Birni Bjarnasyni dómsmálaráöherra bréf þar sem hann er hvattur til aö beita sér fyrir að slík lög verði sett hér, enda sé slíkt réttarúrræöi nauðsynlegt. Lögum um hópmálsókn er ekki síst beitt þegar fyrirtæki skaöa hagsmuni neytenda meö samráöi sín á milli og brjóta á þann hátt gegn samkeppnislögum. Þegar úrskurður samkeppnisyfirvalda vegna samráös olíufélaganna lá fyrir tilkynntu Neytendasamtökin aö þau myndu láta reyna á skaöabótaskyldu olíufélaganna gagnvart neytendum. Þess vegna óskuöu samtökin eftir því aö neytendur sem ættu reikninga vegna viðskipta viö olíufélögin kæmu þeim til samtakanna. Rúmlega hundraö neytendur komu í kjölfarið meö gögn vegna slíkra viðskipta. Lögfræöingar Neytendasamtakanna yfirfóru öll gögnin og var síðan tekin ákvöröun um aö höföa prófmál vegna viðskipta eins neytanda. Þetta var ákveöið þar sem ekki er hægt að höföa mál fyrir tiltekinn hóp vegna skorts á lögum um hópmálsókn. Þetta mál var þingfest sl. sumar og síöan hefur það legið í biöstööu og Ijóst að svo verður um einhvern tima þar sem ætla má að héraðsdómur Reykjavíkur muni ekki fjalla um þaö fyrr en dómur liggur fyrir í áfrýjun olíufélaganna vegna ákvörðunnar samkeppnisyfirvalda um ólögmætt samráð olífélaganna og sektargreiðslur sem félög- unum var gert að greiða til ríkisins. Neytendasamtökin hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til höfða mál fyrir hönd allra þeirra sem komu gögnum til samtakanna. Því hafa samtökin sent bréf til þeirra neytenda sem komu meö gögn til samtakanna vegna viðskipta sinna viö olíufélögin. Þar er þeim leiðbeint hvað þeir geta gert ef þeir vilja láta reyna á rétt sinn gagnvart olíufélögunum. Neytendasamtökin hafa í öllum tilvikum farið yfir þau gögn sem neytendur hafa komið með til samtakanna og jafnframt hafa Neytendasamtökin unnið ákveðna forvinnu sem nýtist þessum neytendum. Ólögmætt samráð olíufélaganna stóð að minnsta kosti frá mars 1993 og þangað til í desember 2001. Skaöabótakröfur fyrnast á tíu árum og því er langt þangað til aö kröfur á hendur olíufélögunum fyrnast. En vissulega getur rétturinn til að krefjast bóta glatast ef langur tími líöur þar sem dómstólar myndu meta slíkt sem tómlæti. Því er mikilvægt að þeir neytendur sem vilja höfða mál geri það hið fyrsta. Vegna skorts á lögum um hópmálsókn ákváðu Neytendasamtökin aö höfða prófmál til að láta reyna á skaðabótaskyldu olíufélaganna. Neytendasamtökin töldu þetta mikilvægt til að fá skorið úr um bótaskyldu olíufélaganna gagnvart neytendum. Það er hins vegar bagalegt hve langan tíma prófmáliö tekur og því hefur það ekki þau áhrif sem Neyt- endasamtökin höfðu vænst, enda Ijóst að stór hluti þeirra krafna sem neytendur geta gert verða fyrndar þegar niðurstöður prófmálsins liggja fyrir. Þetta er að mati Neytendasamtakanna óásættanleg staða. Ólöglegt samráð olíufélaganna sýnir ótvírætt nauösyn þess að sett veröi lög hið fyrsta um hópmálsókn. Neytendasamtökin beina því þeim tilmælum til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra aö hann beiti sér fyrir því að frumvarp til laga um hópmálsókn aö fyrirmynd annarra Norðurlanda verði samið og lagt fram á Alþingi. Neytendasamtökin lýsa sig jafnframt reiöubúin til samstarfs um samningu slíks lagafrumvarps óski ráðu- neytið þess. | 1 Þing Neytendasamtakanna 2006 NEYTENDASAMTÖKIN Þing Neytendasamtakanna er haldið annað hvert ár og verður næsta þing haldið dagana 29.-30. september nk. Þingið veröur sett föstudaginn 29. september kl. 14. Þing Neytendasamtakanna er æðsta vald í málefnum Neytendasamtakanna. Þar er m.a. mótuð stefna í starfi samtakanna fyrir næstu tvö starfsár auk þess sem ný stjórn er kjörin á þinginu. Rétt til setu á þinginu hafa allir skuldlausir félagsmenn sem og tilkynna um þátttöku sína í síðasta lagi viku fyrir þing. Þeir félagsmenn sem áhuga hafa á að sitja þingið er bent á að tilkynna þar um til Neytendasamtakanna og hafa samband í síma 545 1200 eöa meö tölvupósti á netfangiö ns@ns.is. Félagsmenn eru hvattir til að sitja þingið og hafa þannig áhrif á starf og stefnu Neytendasamtakanna. 13 NEYTENDABLAÐIB 2. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.