Neytendablaðið - 01.06.2006, Síða 15
aö fjóröi hver sjúklingur upplifir einhver
fráhvarfseinkenni þegar hætt er á lyfjunum.
Upplýsingar um aukaverkanir
Sjúklingar eiga rétt á aö fá upplýsingar
um aukaverkanir lyfja þegar þeir fá ávísað
lyfjum, sérstaklega ef aukaverkanirnar geta
verið alvarlegar. En læknar sinna þessari
upplýsingaskyldu ekki sem skyldi. Könnun
sem gerð var í Kaupmannahafnarháskóla
áriö 2004 sýndi að aðeins einn af hverjum
þremur heimilislæknum upplýsti sjúklingana
um aukaverkanir sem töldust algengar og
alvarlegar. í rannsókn Tænk fengu aðeins
34 af 70 sjúklingum upplýsingar um mögu-
legar aukaverkanir þegar þeir fengu ávísaö
þunglyndislyfjum.
Margrethe Nielsen sem sér um heilbrigðis-
mál hjá danska neytendaráðinu segir að
sjúklingar eigi rétt á að fá allar helstu
upplýsingar um aukaverkanir. Hún hef-
ur skoöað þær upplýsingar sem eru
aðgengilegar sjúklingum og telur að þær
gefi mun jákvæðari mynd af lyfjunum en
þær faglegu upplýsingar sem læknar og
heilbrigöisstéttin hafa aðgang aö. „Ef læknar
upplýsa fólk ekki um aukaverkanir lyfja og
upplýsingarnar á pakkanum eru ófullnægj-
andi er sjúklingurinn ekki í aðstöðu til aö
meta kosti og galla lyfjameðferðar og það
er ólíðandi", segir Margrethe Nielsen.
Umfjöllun Tœnk um þunglyndislyfvarsamvinnu-
verkefni Tœnk og Dansk Radio - DR I sem gerði
heimildaþátt um efnið. Neytendabiaðið hvetur
Rikissjónvarpið til að taka þennan þátt til sýningar.
Skýrsla frá dönsku Lyfjastofnuninni sýnir að sjúklingar fá sífellt stærri skammta
og eru lengur á lyfjum. Fimmti hver sjúklingur í Danmörku hefur tekið lyfin í
meira en fimm ár og einn af hverjum 20 hefur verið á lyfjum í meira en tíu ár.
Þá benda rannsóknir til þess að margir sjúklingar séu ofgreindir, þ.e.a.s margir
fá ávísað þunglyndislyfjum án þess aö þurfa þeirra við. En að sama skapi eru
margirsjúklingarvangreindir og sjúklingarsem eru þunglyndirfá ekki viðhlítandi
meðferð og lyfjagjöf.
SSRI-lyf (sérhæfðra serótónín endurupptökuhemlar)
eru algeng þunglyndislyf og hafa verið á markaði
í nærri tvo áratugi. Algengustu lyfin eru fluox-
etin (Fontex, Prozae, Seról), citalopram (Cipramil,
Oropram), paroxetin (Paroxat, Paxetin, Seroxat),
sertralin (Sertral, Zoloft) og escitalopram (Cipr-
alex).
Risvandamál markaðssett
málaráðuneytið leggi
blessun sína yfir markaðs-
setningu af þessu tagi.
í byrjun apríl sendu Neytendasamtökin frá
sér frétt um heimasíðuna ristruflanir.is og
gagnrýndu þá markaðssetningu sem þar á
sér stað. Fréttin vakti nokkra athygli enda
ekki á hverjum degi sem Neytendasamtökin
vekja máls á ristruflunum. Það var hins
vegarekki sjúkdómurinn sem slíkursem vakti
athygli samtakanna heldur þær aðferðir sem
lyfjafyrirtæki beita til að vekja athygli á
þessum og ýmsum öðrum sjúkdómum.
Hver ber ábyrgð á síðunni?
Heimasíðan www.ristruflanir.is er eftir-
mynd danskrar heimasiðu, www.rejsnings-
problemer.dk sem lyfjafyrirtækiö Pfizer
hefur haldið úti síðan 2002. Þó skilur
eitt mikilvægt atriði á milli. Á dönsku
síðunni er þess getið á upphafssíðu að
lyfjafyrirtækið Pfizer beri ábyrgð á siðunni
og einnig er lógó Pfizer mjög greinilegt.
Ekki er hægt að sjá við fyrstu sýn hver
heldur íslensku heimasíðunni úti. Þó má
sjá nafn Vistor neðst á síðunni en hvergi
er minnst á að Vistor er dreifingaraðili
fyrir lyfjaframleiðandann Pfizer sem
framleiðir m.a. stinningarlyfið Viagra.
Neytendasamtökin gagnrýna að fyrirtæki
geti sett upp heimasíöu til að markaðssetja
vöru sína, sérstaklega ef um er að ræöa
lyfseðilsskyld lyf, án þess að það komi skýrt
fram hver haldi síðunni úti. Ekkert á síðunni
bendir til þess aö lyfjaframleiðandi eigi
þar hlut að máli. Heimasíðan gæti allt eins
verið á vegum aðstandenda sjúklinga með
ristruflanir.
Heimasíða á gráu svæði
Lyfjastofnun gerði ekki athugasemdir viö
heimasíðuna www.ristruflanir.is en vildi
ekki heimila sjónvarpsauglýsinguna sem
er hluti af sömu markaðsherferð. Vistor
vísaði málinu til heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins sem heimilaði sjónvarps-
auglýsinguna.
Neytendasamtökin furða sig á þvi að
Lyfjastofnun leggi blessun sína yfir heimasíðu
sem miöar að því að auka lyfjanotkun auk þess
sem mjög erfitt er að átta sig á því hver beri
ábyrgð á síðunni. Það er þó grundvallaratriði
að það komi skýrt fram enda má búast við
að fólk skoði síðuna með gagnrýnni augum
ef það veit að upplýsingarnar eru frá fram-
leiðanda stinningarlyfsins Viagra. Þá er enn
furðulegra að heilbrigðis- og trygginga-
Önnur síða ólögleg
Nú hefur verið opnuð önnur heimasíða sem
ertileinkuð ristruflunum, www.36.is.
Lengi vel kom ekki fram hver bar ábyrgð á
síðunni en það er fyrirtækið Lilly á íslandi
sem sér m.a. um markaðssetningu á lyfinu
Cialis en það er stinningarlyf likt og Viagra.
Á þessari síðu er ekki farið í grafgötur með
að þarna er verið að auglýsa lausn við
ristruflunum í töflu- og sprautuformi eða
með hormónaplástrum. Þó að lyfjaheitin
komi ekki fram nema á sérstökum síðum
ætluðum heilbrigðisstarfsfólki (þó aðgengi-
legar öllum) þá er þessi síða auglýst og
markaðssett í dagblöðum og því beint til
almennings.
Þessi markaðssetning er klárlega brot á lögum.
Hún var þó enn opin og öllum aðgengileg
þegar þetta blað fór I prentun.
15 NEYTENDABLAOIÐ 2. TBL. 2006