Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 5
Nótulaus viðskipti - ólögleg og óráðleg Nótulaus viöskipti eru ekki eingöngu ólögleg heldur einnig óráðleg. Greitt er minna fyrir verkið en á móti kemur að enginn reikn- ingur er gefinn út og staðan því aö flestu leyti verri ef galli kemur upp í verkinu. Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustan hef- ur vísað málum frá sem varöa nótulaus viðskipti þar sem sönnunarstaðan er mjög slæm í flestum tilvikum, t.d. varðandi það hvað hefur verið greitt mikið inn á verkið. Leiðbeiningaskylda iðnaðarmanna Iðnaðarmenn eiga að gefa kaupandanum upplýsingar um það hvort verkið borgi sig, t.d. með tilliti til verðgildis hlutarins og kostnaðar við verkið. Ber að standa við tilboð Iðnaðarmönnum ber að standa við það tilboð sem þeir gefa. Hafi þeir aðeins gefið upp áætlað verð mega þeir ekki fara veru- lega fram úr áætluninni. Um flesta þjónustu iðnaðarmanna gilda lög um þjónustukaup. Samkvæmt lögunum á iðnaöarmaöurinn rétt á að krefjast hærri greiðslu en kemur fram í tilboði eða verðáætlun ef verðið hefur hækkað vegna einhvers sem hann gat ekki séð fyrir. Þetta á ekki við ef verðhækkunin varðar iðnaðarmanninn sjálfan, t.d. vegna skorts á vinnuafli, heldur aðeins ef eitthvað óvænt kemur upp við framkvæmd verksins sem iðnaðarmaðurinn gat ekki séð fyrir. Ef Ijóst er að verðið muni hækka verður iðnaðarmaðurinn að tilkynna kaupandum það án tafar og óska eftir fyrirmælum frá honum um hvað gera skuli. Tröppumálið (kærunefnd lausafjár - og þjónustukaupa) Maður nokkur fékk tilboð í verk frá iðnaðarmanni vegna smíði á tröppum í garði og við inngang húss.Tilboðið hljóöaði upp á tæpar 730.000 kr. en reikningurinn sem maðurinn fékk var upp á 930.000 kr. Iðnaöarmaðurinn sagði að ástæðan fyrir hækkuninni væri m.a. sú aö það hefði þurft að smíöa fleiri þrep í báðar tröppurnar en gert var ráð fyrir í tilboöi. Nefndin taldi að iðnaöarmaðurinn hefði átt að geta séð fyrir fjölda þrepa við tilboðsgerðina. Auk þess hafi hann ekki tilkynnt um hugsan- legar viðbótargreiðslur sem er skilyrði þess að hægt sé að víkja frá tilboði. Verkið dregst á langinn Verkinu á aö Ijúka á umsömdum tíma. Hafi ekki verið samið um verklok á iðnaðarmaðurinn að Ijúka viö verkið innan sanngjarns frest eftir að kaupandinn gerir kröfu um það. Óviðráðanleg atvik geta þó orðið til þess að iðnaðarmaðurinn á rétt á fresti. Þegar seljandi dregur að Ijúka við verk getur kaupandi í flestum tilvikum riftsamningnum. Riftun hefur þá þýðingu að verkið stöðvast og ekki kemur til frekari vinnu af hálfu iðnaöarmannsins eða greiðslna af hálfu kaupanda. Kaupandinn verður þó almennt að greiða fyrir það sem iðnaðarmaðurinn hefur þegar unnið. Ef kaupandinn verður fyrir tjóni vegna tafa iðnaðarmannsins getur hann farið fram á skaðabætur. Ef iðnaðarmaðurinn sýnir fram á að tafirnar séu ekki honum að kenna þarf hann ekki aö greiða bætur fyrir þær. Galli kemur upp Ef galli kemur upp getur kaupandi farið fram á að iðnaðarmaðurinn lagfæri gallana nema það valdi iðnaðarmanninum ósann- gjörnum kostnaði eða verulegu óhagræði. Yfirleitt eru það hagsmunir beggja aðila að iðnaðarmaðurinn bæti úr gallanum. Ef iðnaðarmaðurinn býður fram úrbætur og framkvæmir þær innan sanngjarns frests er kaupandinn bundinn af því að þiggja þær nema hann hafi sérstakar ástæður til að hafna þeim. Iðnaðarmaðurinn verður þá að framkvæma úrbæturnar án kostnaðar og verulegs óhagræðis fyrir kaupandann. Ef iönaðarmaðurinn bætir hins vegar ekki úr gallanum innan sanngjarns frests getur kaupandinn farið fram á afslátt eða jafnvel riftun í ákveðnum tilvikum. Við þessar aðstæður er kaupandanum líka heimilt að leita til annars aðila til að laga gallann á kostnað iðnaðarmannsins. Sólskálamálið (kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa) Maður nokkur fékk tilboð frá fyrirtæki um smíði á sólskála á svalir íbúðar sinnar. Einingarnar voru sniðnar eftir máli sem maðurinn hafði látið smið mæla fyrir sig og teikningu sem smiðurinn rissaði upp. Þegar á reyndi kom í Ijós að einingarnar pössuðu ekki og greindi kaupanda og seljanda á um í hverju vandinn lægi. Kaupandinn leit svo á að einingarnar hefðu ekki verið smíðaðar í samræmi við teikninguna en seljandinn þvertók fyrir það, engin leið heföi verið að skilja teikninguna öðruvísi. Seljandinn bauð kaupanda að smíða nýjar einingar fyrir hann og taka um 1/3 af upphaflegu verði fyrir það. Smíðaði seljandi nýjar einingar sem pössuðu að þessu sinni. Kaupandinn leitaði til Neytendasamtakanna sem sendu bréf til seljanda. Var þar gerð krafa um endurgreiðslu á þvi sem kaupandi hafði greitt fyrir seinni einingarnar en þeirri kröfu var hafnað. Var málið lagt fyrir kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa sem leitaði eftir áliti sérfræðings á teikningunum. Sérfræöingurinn komst að þeirri niðurstöðu að seljandinn heföi átt að óska eftir betri teikningu og nákvæmari málsetningu áður en hafist var handa við smíðarnar. Var niðurstaða nefndarinnar því sú að kaup- andinn hefði átt rétt á að krefjast nýrrar afhendingar vegna galla fyrri eininganna og að ekki heföi verið réttmætt af hálfu seljanda að krefjast greiðslu vegna þeirrar afhendingar. 5 NEYTENDABLAÐIÐ 3. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.