Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 18
Neytendur krefjast sanngjarnra viöskipta Aukin krafa neytenda um sjálfbæra framleiðslu hefur gert það að verkum að sífellt fleiri fyrirtæki selja svokallaðar „Fairtrade" vörur. Eitt stærsta fyrirtæki á Norðurlöndunum, Danisco, mun fljót- lega setja á markað sykur frá Malaví sem ber sérstakt sanngirnismerki (Fairtrade Certification Mark). Sykurbændur hafa stofnað samvinnufélag í suðurhluta Malaví og hafa fengið vottun og þar með leyfi til að merkja framleiðsluna meö sanngirnismerki. Malaví Malaví er eitt fátækasta land heims. Það er aöeins stærra en ísland að flatarmáli og þar búa 10,6 milljónir manna. Eyðni er mjög útbreidd og ævilíkur er einungis um 42 ár. Landið er mjög þéttbýlt og 90% íbúanna búa í dreifbýli. Landbúnaður er helsta atvinnugreinin og 80% af úfiutningstekjum landsins. Mikilvægustu landbúnaðarafurðir eru tóbak, sykurreyr, bómull og te. Malaví hefur verið í fréttum hér á landi undanfarið en ísland styöur margvísleg þróunarverkefni í Malaví. Sykurreyrræktun Nchalo er þurrt, flatt og ófrjósamt hérað í Chikwawa-héraðinu í suðurhluta Malaví. Þar er ræktaður sykkurreyr og margir hafa atvinnu sína af þvi að vinna á sykurreyr- akrinum eða í sykurverksmiðjunni sem er í eigu fyrirtækisins lllovo. Fólkið á svæð- inu býr í litlum leirhúsum og gengur til vinnu sinnar. Þótt launin séu einungis einn og hálfur bandaríkjadalur á dag hafa starfsmenn aðgang að læknisaðstoð og ókeypis hádegismat. Störf hjá lllovo eru því eftirsóknarverður kostur fyrir fólk á svæðinu Samvinnufélag sykurbænda Möguleikar íbúanna voru lengi vel takmarkaöir og margir voru atvinnulausir. Sumir höfðu náð að koma sér upp litlu býli og ræktuðu bómull, hrísgrjón eða maís við frumstæð skilyrði. Árið 1996 var ráðist í að breyta hrísgrjónaökrum í Nchalo í rækt- unarland fyrir sykurreyr en það var ríkis- stjórnin í Malaví og sykurverksmiðjan í Nchalo sem átti frumkvæðiö og fékk til þess lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Stofnað var samvinnufélag sykurbænda og árið 2003 fengu bændurnir 312 sem mynda samvinnufélagið vottun frá FLO (Fairtrade Labour Organisation) og þar með leyfi til að merkja sykurinn með sanngirnismerki. Sykurinn hefur hingað til einungis verið seldur til Bretlands. Fyrir hvert tonn af sykri fá bændurnir 60 bandaríkjadali í bónus. Þessi bónus er nýtt- ur í samfélagsleg verkefni. Fram til þessa hafa verið byggðir tveir brunnar þannig að konurnar í þorpinu þurfa ekki lengur að ganga 3 kílómetra til að sækja vatn. Bónusinn hefur líka verið notaður til að kaupa lyf. Ekki dans á rósum Humphery Nyapigoti gekk i samvinnufélagiö 1999 eftir að hafa unnið við bómullar- ræktun. Hann man greinilega hvernig það var að fá minna borgað fyrir uppskeruna en hann lagði til. „Þegar ég vann við bómullarræktun gat ég tekið eigin ákvarðanir en hafði ekki nóg fyrir mat. í dag höfum við mat en erum enn ósjálfstæð vegna skuldarinnar," segir Nyap- igoti og vísar þar til lánsins sem var tekið 1996 til að koma verkefninu af stað. Eftir 18 NEYTENDABLAÐIÐ 3. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.