Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2006, Side 19

Neytendablaðið - 01.09.2006, Side 19
Litill hópur útvalinna bœnda hefur nú fundið smjörþefinn afsjálfstœði og notiö aukinna tekna vegna þess að neytendur á Vesturlöndum eru tilbúnir að borga aukatega fyrir sykurinn þeirra. Exford Dimo stendur hér ásamt fjölskyldu sinni fyrir framan nýja húsið sitt en áður bjuggu þau i litlum leirkofa. að lánið var tekið féll gjaldmiðill Malaví, kwacha, mjög mikið og því hefur reynst erfitt fyrir samvinnufélagið aö greiða lánið til baka. Þá hefur samvinnufélagið þurft að greiða sérfræðiráðgjöfum fyrir aö kenna bændunum að rækta sykur og sjá um allar hliðar framleiðslunnar. Fæstir bændurnir höfðu komið nálægt sykurreyrræktun þegar þeir hófust handa og því þurfti að kenna þeim réttu handtökin. 11% af veltunni hafa farið í sérfræðiaðstoð en nú munu bændurnir sjálfir taka við stjórninni enda telja þeir sig hafa lært eitt og annað og líta björtum augum til framtíðar, þrátt fyrir að aö lífið sé enginn dans á rósum hjá sykur- bændunum í Nchalo. Bændurnir í samvinnu- félaginu búa þó við mun betri kjör en þeir sem rækta bómull og hrísgrjón og eftir þvi sem stærri hluti framleiöslunnar er seldur með sanngirnismerki því meira sjálfstæði öðlast sykurbændurnir í Nchalo. Aukin krafa frá neytendum Judith Kyst er formaöur dönsku Max Flavelaar samtakanna í Danmörku en þau sjá um fyrirkomulagið þar. „í mörg ár hefur verið lítill áhugi á vörum framleiddum á sjálfbæran hátt en nú er aukinn þrýstingur frá neytendum og meiri áhersla á málefnið af hálfu fjölmiðla," segir Judith sem telur einnig að fleiri stórfyrirtæki muni í framtíðinni auka úrvalið af sanngirn- ismerktum vörum. Sala á sanngirnismerktum vörum hefur aukist mikið í Evrópu og nú er m.a. hægt að kaupa kaffi, te, banana, fótbolta, afskorin blóm, súkkulaði, kakó, hrísgrjón, vín og nú síðast bómull. Úrvalið af sanngirnismerktum vörum hér á landi er ekki mikið en þó má finna einstaka vörur í hillum verslana og í heilsubúðum - aðallega kaffi, te, sykur og banana. I haust verður sanngirnismerktur sykur frá Malaví settur í hillur verslana á Norðurlöndunum og samkvæmt talsmanni Danisco verður þessi sykur einnig seldur hér á íslandi. BP FHeimild: Marianne Sondergaard Myndir: Kennet Flavgaard Áðurþurftu íbúarniraðsækja vatn um langan veg. Nú hafa verið byggðir tveir brunnar i þorpinu fyrir ágóðann afsykursölunni. 19NEYTENDABLABIfl3.TBL.2DDB

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.