Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 22
Það sem aðrir tryggja ekki - eóa hvaó? Þig hefur lengi langaö í stafrœna myndavél, þú þekkir marga sem eiga eina slika. Það gœti verið gaman lœra á svona tœki, svo ekki sé talað allt það sem hœgt er að gera við stafrœnar myndir I tölvunni. Eftir að hafa athugað markaðinn, skoðað gœðakannanir og fengið tœknilega ráðgjöf hefur þú loksins fundið út hvaða vél hentar þér best. Þú ert í versluninni og biður eftir að röðin komi að þér, þú hefur ákveðið hvað þú œtlar að kaupa. „Ég œtla að fá Sony Silver Powershot myndavél, er hún ekki 6 megapixlar?" spyrð þú þegar afgreiðslumaðurinn snýr sér að þér og býður þjónustu sina. „Jú einmitt. Gott val, hún á eftir oð reynast þér vel," segir afgreiðslumaðurinn um leið og hann bregöur sér frá til að ná i eina pakkningu. Þú hefur þegargert verðsamanburð og veist nákvœm- lega hvað myndavélin kostar. Þess vegna ert þú hér þvi tilboðið var eitt það hagstœðasta sem þú fannst á markaðinum. En spyrð samt til öryggis þegar hann kemur til baka með nýju myndavélina: „Er hún ekki á 18.990?" „Jú passar, bestu kaupin á markaðinum í dag," staöhœfir afgreiðslumaðurinn, „var það eitthvað fleira?" spyr hann. „Nei takk, þetta dugar" segir þú. „Má kannski bjóða þér tryggingu á vélina?" spyr þá afgreiðslumaðurinn. „Haí" segir þú, þetta var óvœnt hliðarspor i fyrir fram gefnu kaupferli. Það átti bara eftir að taka upp veskið, greiða 18.990 kr. og þakka fyrir viðskiptin. „Tryggingu á vélina, til hvers?" Afgreiðslumaðurinn hallar sér fram á borðið og horfir djúpt í augun á þér. „Það er viöbótartrygging sem bœtir tjónið ef þú missir vélina t.d. í gólfið eða i sundlaugina. Líka ef hún bilar eða henni er stolið, þá fœrðu hana bœtta að fullu." Aahh ... nú þarf að hugsa hratt. Er þetta ekki mikilvœgt? Ekki viltu henda tœpum 19.000 krónum út um gluggann ef þú t.d. missir nýju mynda- vélina i kvöld ofan í baðkarið þegar þú ætlar mynda litla snáðann þinn að leika sér með bátinn sinn í freyðibaði. Þú spyrð hvað það kostar. „Trygging til þriggja ára kostar 6.000 krónur og til fjögurra ára kostar hún 7.500 kr." útskýrir afgreiðslumaðurinn, „en ef þú þarft að taka út trygginguna þá veistu að hún gildir bara fyrir þessa einu vél. Þú kaupir myndavél og eyðileggur hana eftir einn dag, þá fœrðu nýja vél. En þá gildir ekki gamla tryggingin lengur heldur þarftu að kaupa nýja tryggingu, ef þú velur það. En samt þú ert að fá nýja vél fyrir þessa ónýtu á 6.000 kallsem annars myndi kosta 18.990 kr." Margar spurningar vakna og adrenalínið er farið að flœða. Þarf ég þessa tryggingu, er ekki ábyrgð á vélinni ef hún reynist gölluð? Jah, samkvœmt kaupalögum er kvörtun- arfrestur vegna galla tvö ár og fimm ár á hlutum sem œtlaður er lengri endingar- timi, svo ekki er það vandamálið. Nú svo er ég með fjölskyldutryggingu sem bœtir alls konar tjón og þjófnað en kannski ekki allt, ég er heldur ekki með skilmálana i kollinum og svo er það sjálfsábyrgðin. Þegar ég ferðast er ég með farangurstryggingu, hún dekkar örugglega myndavélina, en samt ekki ef ég er á sundlaugarbakkanum og hef innbyrt aðeins ofmargar margarítur og missi vélina ofan i laugina! Ef einhver annar skemmir hana fyrir mér hlýtur hann að bœta tjónið, ef hann erþá borgunarmaður fyrir þvi. En hvað ef... þetta eralltofflókið!Svo erþetta ekkert svo há upphœð. Ég tek ekki sénsinn, ég vil geta slappað afþegar ég er að nota mynda- vélina, ekkert vesen. Einhver annar verður að hafa áhyggjurnar. „Já takk, best að fá svona tryggingu."... „Það gera 26.490 kr." og kortið erstraujað! Norræn skýrsla um viðbótartryggingar Einhverjir kannast kannski við þessar kringumstæður því viðbótartryggingar eru að verða algengar þegar keyptir eru dýrir hlutir sem ætlað er að endast. Sala á viðbótartryggingum er algengari á hinum Norðurlöndunum og í nýrri norrænni skýrslu um viðbótartryggingar kemur fram að 33% þeirra neytenda sem boðin er viðbótartrygging þiggja hana. Það þýðir að á hverju ári eru teknar um 3-3,5 millj- ónir viðbótartrygginga á Norðurlöndum. Markaðurinn er stór og má ætla að heildar- velta viðbótartrygginga sé ekki undir 12 milljörðum á ári á Norðurlöndunum öllum. Tillœgsforsikringeri Norden er ný skýrsla sem unnin var fyrir Norrænu ráðherranefndina. Þar er markaðurinn fyrir viðbótartryggingar kortlagður en einnig var athugað hver þekking neytandans er og hver sé þörf hans fyrir viðbótartryggingu. í skýrslunni kemur fram að viðbótartryggingar eru einkum seldar í tengslum við heimilistæki og margar tegundir raftækja. Viðbótartryggingar eru einnig seldar með ýmsum öðrum vörum eins og farsímum og gleraugum. Venjulegar innbústryggingar eða fjarsala á tryggingum eru ekki skoðaðar í skýrslu þessari heldur eingöngu tryggingar sem snerta vörukaup sem stofnað er til í smásöluverslun. Dæmi um aðrar tegundir viðbótartrygginga er forfallatrygging á flugferðum og jafnvel þjónustuábyrgð bílaumboða. Má því ætla að velta viðbótartrygginga sé mun meiri en fram kemur í skýrslunni. Samband verslunar og tryggingafélags Viðbótartryggingar eru útbreiddastar meðal stórra verslunarkeðja á smásölumarkaði, sérstaklega í heimilis- og raftækjasölu. Oft er um að ræða samnorrænar keðjur og eins eru tryggingafélögin á þessum markaði oft 22 NEYTENDABLA6IÐ 3. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.