Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 21
Neytandinn svarar Eins og flestir vita var Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra kjörinn formaður Framsóknarflokksins á dögunum. Eflaust eru færri sem vita að Jón er einnig ráðherra neytendamála. Neytendablaðinu fannst tilvalið að biðja neytendamálaráðherra að svara nokkrum neytendaspurningum. Hvaða matvara skemmist oftast í ísskápn- um hjá þér? Ég hugsa að mjólkurvörurnar séu helst í hættu. Flokkar þú heimilisúrgang? Við reynum að flokka pappírsefni, dagblöð o.þ.h. frá öðru. Hefur ýtinn sölumaður fengið þig til að kaupa eitthvað sem þú hefðir aldrei annars keypt? Áreiðanlega hefur það gerst. Hvenær fórstu síðast í strætó? Það er líklega um áratugur síðan. Veiðir þú í matinn? Nei, svo öflugur er ég ekki. Hefurðu notfært þér leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna? Nei, en við höfum í mörg ár keypt og lesið Neytendablaðiö. Hvenær skiptir þú síðast um banka eða tryggingafélag? Það er orðið mjög langt síðan, fyrir utan breytingar sem stafa af starfsskiptum. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Hvenær prúttaðir þú síðast um verð á vöru? Fyrir nokkrum misserum og mér mistekst alltaf þegar ég reyni það. Hvert er versta neytendahneykslið sem þú manst eftir? Erfitt að dæma - enda um margt aö velja. Hverju myndir þú vilja breyta varðandi neyslu þína? Nokkuð seint að kenna gömlum hundi - að hafna sælgæti. Eru einhver fyrirtæki eða vörumerki sem þú sniðgengur? í rauninni getum við varla sagt það. Kaupir þú vörur sem eru með vottuðu umhverfismerki? Okkur þykir það kostur. Finnst þér stjórnvöld styöja nógu vel við neytendastarf á íslandi? Nú gengurðu helst til nærri mér með spurn- ingunni. Finnst þér ásættanlegt að matvælaverð á íslandi sé jafn hátt og raun ber vitni? Það fer eftir því hvað felst í orðinu „ásætt- anlegt". Hverju þyrfti helst að breyta til að lækka matvælaverð? Það er af mörgu að taka, bæði í framleiðslu, dreifingu og verslun með þessar vörur og enn fremur á sviði opinberra gjalda, innflutningsmála og alþjóðlegra samninga. Biður þú um Tax Free þegar þú verslar erlendis? Nei, ég hef reyndar ekki gert það enn. Haldið þið hjónin heimilisbókhald? Já, við reynum aö hafa reiðu á þessu hvort fyrir sig. Finnst þér íslenskir neytendur nógu með- vitaðir og kröfuharðir? Áreiðanlega vantar eitthvað upp á það. Kaupir þú lífrænt ræktuð matvæli? Gjarnan. Lest þú upplýsingar á umbúðum matvæla eins og innihaldslýsingu og næringar- gildi? Ég er nu sjálfsagt trassi í þessu. Það er bannað að auglýsa áfengi en samt eru bjórauglýsingar búnar að festa sig í sessi. Hvað finnst þér um þessa þróun? Lög eru lög og þeim á að framfylgja. Finnst þér að þaö þurfi að setja skorður við markaðsáreiti sem beinist að börnum? Já, ég tel slíkt skynsamlegt, en veit að máliö er vandasamt í framkvæmdinni. 21 NEYTENDABLAÐIÐ 3. TBL. 200B

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.