Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 11
hefur orðið fyrir raka heldur stundum smátt og smátt. Þess vegna er alls ekki víst að við verðum vör við afleiðingarnar fyrr en löngu seinna. Það er einmitt af þeirri sömu ástæðu að viðgeröarmenn mæla ekki meö því að gert sé viö sima sem hafa orðið fyrir rakaskemmdum því það er liklegt að þó gert sé viö eina skemmd séu fleiri að myndast sem geta komið fram eftir styttri eða lengri tíma. Ef raki kemst í símann þinn! Ef þú heldur að það hafi komist raki í símann þinn skaltu opna hann eins fljótt og þú getur, taka úr honum rafhlöðuna, leggja hann á handklæði ofan á ofni og láta liggja einn sólarhring. Þannig getur þú minnkað hættuna á skemmdum af völdum rakans eða hugsanlega frestað þeim. Einnig er ráð að þurrka hann með hárblásara og jafnvel ef viðgerðarþjónustan hefur úrskurðað hann ónýtan má reyna að hreinsa burt spansk- grænuna sem myndastvið rakaskemmd með hreinsuðu bensíni á eyrnapinna. Dæmi eru um aö farsímar hafa enst I marga mánuði eftir slíka aögerð. Þegar neytandi lendir I því að fá símann sinn úr viðgerö með þeim skilaboðum aö hann sé skemmdur af raka á hann rétt á því að honum sé sýndur rakinn eða myndir af honum. Viðgerðarþjónustan getur tekið gjald fyrir skoðun en ef síminn reynist gallaöur á seljandi að taka á sig allan kostnað og neytendur eiga ekki rétt á láns- síma þeim að kostnaðarlausu á meðan skoðun stendur yfir nema hluturinn falli undir ábyrgð vegna galla. Hvað á að gera viö ónýta farsíma? Farsímum á að skila á endurvinnslustöð en þeir flokkast sem rafeindabúnaður og eru sendir í efnamóttöku til eyðingar. Algengt er að fólk hendi farsímum í ruslið en þaö á alls ekki að gera enda innihalda rafhlöður í farsímum bæði sýru og hættu- lega þungmálma. Lítil börn ættu aldrei að fá að leika sér með gamla síma vegna þeirra efna sem þeir innihalda. Hagstæð íbúðalán bjúðast Þegar fasteignaauglýsingar eru skoðaðar sést að margar fasteignir eru auglýstar með þeim hætti að á eigninni hvíli hagstæð lán. Yfirleitt er um að ræða fasteignir sem voru fjármagnaðar með íbúðalánum viðskiptabankanna en þau voru lægst með 4,15% vöxtum. Neytenda- samtökin telja þá framsetningu í mörgum fasteignaauglýsingum að hagstæð lán hvíli á tiltekinni fasteign verulega villandi þar sem það er alls ekki sjálfgefið að nýir kaupendur muni njóta þessa. Sumir bankanna gera t.d. þá kröfu að lántaki hafi öll sín viðskipti hjá bankanum til að njóta bestu kjara auk þess sem hver lántakandi er metinn út frá greiðslugetu sinni og viðskiptasögu. Eftirfarandi dæmi sýnir Ijóslega aö auglýsing þess efnis að hagstæð lán hvíli á fasteign getur verið mjög villandi: Evrópuráðið hefur bannað 22 efni sem notuð eru í háralit og tekur bannið gildi 1. desember 2006. Framleiðendur hafa ekki getað sýnt fram á aö efnin 22 séu örugg og því verða þau tekin af markaði. Þegar framleiðendur voru beðnir um að leggja fram gögn um þau efni sem notuð eru í háralit fengust engar upplýsingar um þau efni sem nú verða bönnuð. Gögn voru lögð fram um 115 önnur efni og er vísindaráð Evrópusambandsins sem rannsakar kemísk efni í neysluvörum með þau til athugunar. Félagsmaður í Neytendasamtökunum leitaði til samtakanna eftir að hafa gert tilboð i fasteign. I auglýsingum um fasteignina var tekiö fram að mjög hagstæð lán hvíldu á henni, og var vaxtastigiö tiltekiö 4,15% á einu láni og 4,35% á öðru. í kauptilboði sem fasteignasalan útbjó kom fram að þetta væri vaxtastigið og áætluð greiðslubyrði um 73 þúsund krónur á mánuði. Þegar til kom, og maðurinn var búinn aö ræða við bankann, kom hins vegar í Ijós að vaxta- stigið var 4,95% og greiðslubyröin um 85 þúsund á mánuði og því talsvert hærri. Hann bauðst til að færa öll sín viðskipti yfir til bankans en allt kom fyrir ekki. Bankinn áskildi sér sem sagt rétt til að breyta kjörum á láninu við það að nýr skuldari tæki við því. Ákvæði sem heimila slíkt er að finna í skil- málum veðskuldabréfa og er því full ástæða til aðgæslu. Ástæða til að kanna vel málin Það er alls ekki öruggt að nýr lántakandi geti yfirtekið hagstæðari lán en nú bjóðast. Neytendasamtökin ráðleggja því kaupendum að kanna málin hjá fjármálastofnunum áöur en skrifað er undir bindandi tilboð vegna fasteignakaupa. Enn fremur er alltaf tilefni til að lesa vel yfir það sem skrifa á undir - líka smáa letrið! HH NEYTENDASAMTÖKIN Þing Neytendasamtakanna - félagsmenn, verið með í að mdta stefnuna Þing Neytendasamtakanna verður haldið 29. og 30. september á Grand hótel og hefst föstudaginn 29. september kl. 14. Þing Neytenda- samtakanna er æðsta vald í málefnum samtakanna og þar verður meðal annars stefna Neytendasamtakanna næstu tvö árin mótuö og kosin ný stjórn. Samkvæmt lögum Neytenda- samtakanna geta allir skuldlausir félagsmenn setiö þingið enda tilkynni þeir þátttöku sína meö a.m.k. viku fyrirvara. Félagsmenn, verið með I að móta stefnu samtakanna og skráiö ykkur á þingið. Efni í háralit bönnuð 11 NEYTENDABLAOIÐ 3.TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.