Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 6
Aö halda eftir greiöslu Kaupandi hefur i ákveönum tilvikum rétt til aö halda eftir greiöslu en þaö þarf aö fara mjög varlega í slíkar aögeröir. I fyrsta lagi verður aö hafa í huga aö halda aldrei eftir hærri fjárhæð en nauðsynlegt er, t.d. ef um galla er að ræða er rétt að halda aðeins eftir samsvarandi fjárhæö og þaö myndi kosta aö bæta úr gallanum. Almennt borgar sig aö ráöfæra sig viö lögfræðing áöur en tekin er ákvöröun um aö halda eftir greiðslu, sérstaklega ef um háa greiðslu er að ræða. Astæðan er áhættan á því aö þurfa aö greiða háan innheimtukostnað og dráttar- vexti af greiðslunni sem haldiö er eftir. Að greiöa meö fyrirvara Til aö losna viö áhættuna af því aö þurfa aö greiða dráttarvexti og innheimtukostnaö er hægt aö greiða reikninginn meö fyrirvara. Ef kaupandi greiöir fyrirvaralaust er oft litið svo á aö hann hafi meö því samþykkt reikn- inginn og því er ráðlegt aö greiöa meö fyrir- vara til að eiga betri möguleika á að krefjast endurgreiðslu. Þegar greitt er meö fyrir- vara þarf að koma fram á kvittunum sem báöir aðilar halda eintaki af aö greitt hafi verið meö fyrirvara. Einnig er hægt aö óska eftir skriflegri yfirlýsingu frá seljanda um að honum sé kunnugt um aö þaö hafi verið greitt meö fyrirvara. Iðnaöarmaður skemmir eignina Ef iönaöarmaöur skemmir eign á meðan hann vinnur verkiö verður hann aö bæta tjónið nema hann geti sannað að skemmdin sé ekki honum aö kenna. Slíkt mál hefur borist kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa: Bílaverkstæðismál (kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa) Maöur setti bíl í viðgerð hjá bifreiðaverk- stæöi. Þegar maöurinn kom að sækja dót í bílinn tók hann eftir því aö keyrt haföi veriö á bílinn þar sem honum var lagt i stæöi fyrir utan verkstæöið. Nefndin tók málið til meöferöar en engar skýringar bárust frá bifreiðaverkstæðinu um hvernig tjóniö heföi viljað til og hvernig geymslu bifreiðarinnar var háttað á þeim tíma. Taldi nefndin því aö verkstæðið heföi ekki sannaö aö tjónið væri ekki vegna vanrækslu þess. ÍÖI Gdð ráð •óskaöu eftir tilboöum frá nokkrum aðilum þar sem verðmunur getur verið verulegur • fáöu vini og vandamenn til aö benda þérá góöan iðnaðarmann • hittu iðnaöarmanninn áöur en þú gerir samning viö hann •óskaðu eftir skriflegu tilboöi þar sem fram kemur hvað á aö gera, hvaö þaö eigi aö kosta og hvenær verkinu á aö vera lokið •ekki stunda nótulaus viöskipti Neytendastarf er í allra þágu 10-11 Esso Kjarval Samskip 11-11 Europris Krönan Securitas Actavis Frumherji Landsbankinn Shell - Skeljungur Apotekarinn Glitnir Lyf og heilsa Síminn Apútekið Hagkaup Lyfja Sjövá Atlantsolía Hekla Mest Sláturfélag Suðurlands Bananar Húsasmiðjan MS SPARISJÓÐIRNIR Bílanaust íbúðalánasjöður Nettö Tryggingamiðstöðin Bönus lceland Express Nöatún Vátryggingafélag íslands Brimborg lcelandair Og Vodafone Vífilfell Búr ísfugl Orkuveita Reykjavíkur Visa ísland Bygpingafélag Gylfa og Gunnars íslandspöstur Osta- og smjörsalan Vörður íslandstrygging Byko ístak Penninn Öryggismiðstöðin Ego Kaskö Samkaup-Úrval Eimskip KB banki Samkaup-Strax 6NEVTEN0ABLA8IÐ3.TBL.2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.