Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 17
Góð fita, slæm fita, transfita hvað? Lítið hefur farið fyrir umfjöllun um transfitusýrur í matvælum hér á landi þrátt fyrir skaðsemi þeirra. Rannsóknir hafa sýnt að transfitusýrur eru óhollar og því er talið mikilvægt að minnka magn þeirra í matvælum eins og kostur er. Hvað eru transfitusýrur? Transfitusýrur myndast þegar olía (fiski- eða jurtaolía) er hert að hluta til. í stuttu máli er það gert með því að hleypa vetni í gegnum olíuna en við það ferli fær olian eiginleika hertrar fitu og þránar síður. Hálfhert olía er m.a. notuð í vörur sem hafa langan ending- artíma, t.d. kex, súkkulaði, snakk, örbylgju- popp og pakkasúpur, en einnig í aökeyptu sætabrauöi eins og kleinuhringjum, kleinum, kökum og vínarbrauði. Þá eru margar djúp- steikingarolíur hertar að hluta og því getur hlutfall transfitusýra verið hátt í djúp- steiktum mat. Hægt er aö sjá hvort matvæli innihalda transfitusýrur ef utan á umbúðum stendur: partially hydrogenated oil, delvist hærdet fedt/olie eða hálfh ert jurtaolía. Hins vegar er ekki hægt að sjá hversu hátt hlutfalliö er. Óholl fita Komið hefur í Ijós að transfitursýrur eru mjög óhollar, jafnvel óhollari en mettaðarfitusýrur. Danir hafa rannsakað transfitusýrur með tilliti til skaðlegra áhrifa á heilsu fólks og danska manneldisráðið (Motions- og Ernær- ingsrádet) gaf fyrst út skýrslu árið 1994. Niðurstaöan var afdráttarlaus. Transfitusýrur valda jafn mikilli eða meiri æðakölkun og mettaðar fitusýrur. Einnig virðist sem hátt hlutfall transfitusýra I mataræöi auki áhættuna á sykursýki af gerð 2 og ofnæmi. Ráðið sendi frá sér endurbætta skýrslu árið 2001 sem staðfesti niðurstöður fyrri skýrslu. Skýrslan var rædd á danska þinginu og í framhaldi voru sett lög sem takmarka magn transfitusýra í mat sem seldur er i Danmörku. Miðað er við hámark 2 g af transfitusýrum i hverjum 100 g og er Danmörk eina landið í Evrópu sem sett hefur löggjöf með slíkri takmörkun. Matvælaframleiðendur kæra í Bandaríkjunum hefur verið sett löggjöf sem skyldar framleiðendur til að merkja magn transfitusýra í mat. Þessi lög tóku gildi í janúar 2006. Framleiðendum eru engin takmörk sett varðandi hlutfall transfitusýra í mat en þetta er jákvætt skref í þágu neytenda sem geta í það minnsta séð hversu mikið af transfitusýrum er að finna í tilteknum matvælum. Danir gengu skrefi lengra og tryggðu að matvæli sem seld eru I Danmörku inni- halda lítið magn af transfitusýrum. Matvælaframleiðendur kærðu löggjöfina til Evrópusambandsins sem nú hefur gefiö út þá yfirlýsingu að dönsku reglurnar séu samkeppnishamlandi og verður látið reyna á málið fyrir dómstólum. Evrópusamtök neyt- enda (BEUC) hafa gagnrýnt afstöðu Evrópu- sambandsins og hvetja til þess að lönd Evrópusambandsins taki dönsku löggjöfina sér til fyrirmyndar. Drápsfita Steen Stender yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Gentofte hefur rannsakað transfitusýrur og segir óskiljanlegt að Evrópusambandið skuli ekki taka upp dæmi Dana þegar Ijóst er að neysla transfitusýra eykur hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum. Samkvæmt Stender eykst hættan á hjartaáfalli um 25% sé hlutfall transfitusýra í mat að meðaltali 5 grömm á dag. Það er því ekki að ástæðulausu að transfitusýrur eru stundum kallaðar „killer fat" eða drápsfita. Stender bendir á að í öllum löndum, utan Danmerkur, ríki algert frelsi framleiðenda til að setja eins mikið af transfitusýrum í mat og þeim þóknast. Með þessu sé verið að leggja heilsu og líf fólks í hættu. Transfitusýrur í skyndibitafæði Stender fór fyrir rannsókn sem gekk út á að kanna magn transfitusýra í mat sem keyptur var á McDonalds og á Kentucky Fried Chicken (KFC) víðsvegar um heiminn. Mest magn transfitusýra var í máltíð sem keypt var á KFC í Ungverjalandi en hún innihélt 25 g af transfitusýrum. í Póllandi innihélt máltíðin 20 g en 15 g í Tékklandi. Máltið sem keypt var hjá McDonalds í New York innihélt 11 g næst kom England með 9 g en best var útkoman í Danmörku þar sem sama máltíð innihélt innan við 1 g af transfitusýrum. Það er sem sagt ekki sama hvar skyndibitinn er keyptur. Talsmenn McDonalds og KFC vinna nú að þvi að breyta framreiðsluháttum og minnka þannig magn transfitusýra, en það hefur tekið lengri tíma en ráðgert var. Neysla á transfitusýrum i Danmörku hefur minnkað verulega á undanförnum árum í kjölfar löggjafarinnar og það tók framleiðendur ekki nema nokkra mánuði aö aðlagast breyttum skilyrðum. Evrópusamtök neytenda standa með Dönum í þeirri stöðu sem nú er komin upp og hafa sent áskorun til Evrópusambandsins þar sem farið er fram á að hagsmunir neytenda séu hafðir í fyrirrúmi enda deginum Ijósara að neysla transfitusýra hefur skaðleg áhrif á heilsu fólks. Niðurstaða rannsóknar Steen Stender birtist nýlega í The New England Journal of Medicine BP 17NEYTENDABLABIÐ3.TBL.2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.