Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 10
Nokia 32501 Nokia 62801 Sony Ericssor W810H Sony Ericsson Z530Í1 Nokia 1251 Símarsem eru meö þráðlausan fjarskipta- búnað (Bluetooth og innrauða geisla) geta flestir haft samskipti við tölvur sem eru i innan við 10 metra fjarlægð, hafi þær líka búnað fyrir slíkt samband. Flestir símanna gátu tengst tölvum með USB-tengingu en þar sem Bluetooth-tæknin er til staðar er óþarfi að fjárfesta í USB-kaplinum en hann fylgdi ekki alltaf með símanum. Simar með GPRS (General Packet Radio Service) geta haft háhraðasamband og þar með nettengingu sem kemur að góðu gagni. Símar með WAP (Wireless Application Protocol) geta náð sambandi við Netiö og tölvupóst. Allir símarnir sem seldir eru hérlendis hafa WAP. Engum símanna fylgir auka rafhlaða en allir hafa þeir Polyphonic- hringitóna, GPRS og bjóða upp á handfrjálsa notkun. Af þessum 19 símum eru 13 gefnir út fyrir að vera MP3-spilarar að auki en eingöngu er innbyggt minni í þremur þeirra og aöeins einn, NOKIA N91, er með 4 Gb minni en í hinum tveim er 40 og 26 Mb minni. Einnig er vert að taka eftir að af 13 MP3 símum fylgir minniskort með 8 símum. Þar af eru þrjú 512 Mb en önnur minni. Það er því spurning hvort hægt sé aö tala um alla þessa síma sem MP3-síma. Um helmingur símanna eða 9 talsins hafa svokallað Flight mode en það er stilling á símanum sem gerir mögulegt að slökkva á símhluta tækisins en njóta annarra eigin- leika eftir sem áður eins og MP3-spilarans. Þessi eiginleiki er þó ekki á öllum símum sem gefnireru upp með MP3. Margir símanna eru með innbyggðu FM- útvarpi sem er hægt að hlusta á með heyrnartólum eða 13 af þeim 19 símum sem fást hérlendis. Þó er það nokkuð merkilegt að ekki fylgja heyrnatól öllum símum sem hafa þessa eiginleika. Þriðju kynslóöar farsímar (UMTS - G3) (e.Universal Mobile Telecommunications System ) eru komnir til sögu ásamt sérstöku dreifikerfi í ýmsum stórborgum. Á núverandi tæknistigi hafa margs konar truflanir komið fram, samband verið lélegt og streymi myndskeiða og hljómgæði hafa mörgum neytendafrömuðum hvorki þótt sannfær- andi né peninganna virði enn sem komið er. G3-síma er einnig hægt að nota fyrir tal, MMS- og SMS-sendingar I venjulegum GSM-dreifikerfum. í niðurstöðu könnun- arinnar hér kemur fram að G3-símarnir eyða hratt af rafhlöðunum og hraðar en í GSM-kerfinu. Þar sem G3-kerfið er ekki í almennri notkun ætti aö huga alvarlega að því að stilla símann á GSM-kerfið. Margir G3-símanna eru nefnilega stilltir þannig að þeir leita uppi G3-kerfi þar sem það finnst en hægt er að stilla slíkt frá verkseðli I símanum, enda óþarfi að láta símann vera að leita að simkerfum sem í raun eru lítið notuð. Þetta er þó auðvitað persónubundið hvað hverjum finnst en rafhlöðuendingin er almennt verri í G3-kerfinu en GSM-kerfinu. Markaðskönnun Neytendasamtökin unnu markaðskönnun á GSM-símum nú i sumar og kom þar í Ijós að hjá 10 söluaðilum á höfuðborgarsvæðinu er hægt að fá 65 mismunandi tegundir af GSM-símum þar sem ódýrasti síminn var Nokia 1112 á 6.900 kr. en sá dýrasti Qteh 9000 á 99.995 kr. Ekki er tekin afstaða til mismunandi gæða heldur eingöngu bent á hæsta og lægsta verð í markaðskönnuninni. Hún er birt í heild sinni á vefsvæði félags- manna NS á www.ns.is. Rakaskemmdir í símum Hvernig má varast rakaskemmdir í farsímum? Farsímar geta bilaö á ýmsa vegu en raka- og höggskemmdir eru langalgengasta bilanaorsökin. Ábyrgðin nær hvorki yfir raka- né höggskemmdir og þess vegna situr eigandinn uppi með skaðann. En er hægt að komast hjá því að farsíminn verði fyrir raka- skemmdum? Farsíminn fylgir mörgum allan sólarhringinn og án þess að hugsa grípum við símann á því andartaki sem okkur dettur í hug að hringja í einhvern eða ef einhver hringir í okkur. Aðstæður sem geta valdið raka Sfminn getur orðið fyrir rakaskemmdum ef við tölum I hann þegar við erum • nýkomin úr sturtu og hárið er rakt • utandyra og það er smá rigningarúði • mjög sveitt í lófunum • að elda eða vaska upp á meðan við tölum í símann. Stundum látum við símann liggja á stöðum þar sem raki á greiða leið aö símanum eins og • inni á baðherbergi • úti I bíl yfir nótt • við opinn glugga • í grasinu við hliðina á okkur. Jakkavasinn er heldur ekki öruggur geymslustaður því jakkinn getur orðið rakur í rigningu og jafnvel innanávasinn getur orðið rakur þegar maður svitnar mikið. Margir hafa svo lánað forvitnum börnum sínum símann til að skoða og fengið hann til baka slefblautan. Farsímar eru misjafnir 011 rafmagnstæki eru viðkvæm fyrir raka en misjafnt er hversu vel þau eru varin gegn honum. Það er líka misjafnt hversu vel mismunandi tegundir farsíma eru varðar gegn raka. Flestir farsímaframleiðendur framleiða einhverjar gerðir síma sem eru sérstaklega vel högg- og rakavarðar en fæstir neytendur kaupa þá enda eru aðrar gerðir oftast nettari og með fleiri tæknilega möguleika. Það sem gerist þegar raki kemst í simann er að það verður tæring í rafrásunum en hún myndast ekki alltaf um leið og síminn 10 NEVTENDABLAÐIÐ 3. TBL. 2006

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.