Foringinn - 01.01.1963, Qupperneq 7

Foringinn - 01.01.1963, Qupperneq 7
Þannig gæti fundarboð fyrir foreldrafund litið út: KÆRU FORELDRAR! Barn yðar er ennþá ungt, en hugsið nokkur ár fram í tímann! Eftir nokkur ár verður sonur yðar ekki barn lengur, heldur einn hinna mörgu unglinga, sem ásamt fjölda annarra á að leggja út í hina raunhæfu lífsbaráttu og leita sér atvinnu. Þá mun margs verða krafizt af honum, ef hann á að verða sam- keppnisfær í lífsbaráttunni, t. d. samstarfshæfileika, ábyrgðar- tilfinningar, foringjahæfileika, góðrar framkomu o. s. frv. Tilgangur skátahreyfingarinnar er að reyna að hjálpa syni yðar að búa sig undir lífsbaráttuna. En til þess þurfum við nána og góða samvinnu við ykkur foreldrana, því að hlutverk okkar skátaforingjanna tr aðeins að rétta ykkur hjálparhönd við uppeldi drengsins ykkar með því að gefa honum kost á að vera meðlimur í markvissu og góðu félagsstarfi. Sveitarforingi. Yður er boðið að mæta á foreldrafundi hjá Fuglasveitinni næst- komandi miðvikudag, 16. janúar. Fundurinn verður haldinn í skáta- heimili deildarinnar við Furugerði og hefst kl. í) um kvöldið. DAGSKRÁ: Setning (Öll sveitin). Sýning á ýmsum skátastörfum: „Á leið í skála“ (Fálkar). „Yfir ána“ (Ernir). „Matarveizlan“ (Gammar). „í útileik" (Uglur). „Við varðeldinn" (Öll sveitin). „Margt skeður i skátahóp." (Skugga- myndir úr skátastarfi.) „Orðið er laust.“ (Sveitarforingi ræðir við foreldrana meðan bornar eru fram veitingar.) „Gengið um gangana.“ (Foreldrar skoða skátaheimilið.) Slit. B.OMIÐ OG SJÁIÐ DRENGINN YÐAR í SKÁTASTARFI! FORINGINN 7

x

Foringinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.