Foringinn - 01.01.1963, Blaðsíða 10

Foringinn - 01.01.1963, Blaðsíða 10
í ERFIÐLEIKUM ? ? ? ^0$ Ef svo er, þá eru hér nokkrar hug- myndir fyrir næsta sveitarfund hjá ylf- ingasveitinni: Úr stórum pappírspokum er hægt að búa til margar gerðir af grímum. Fyrst barf að mæla fyrir augum og nefi. Síð- an eru bar klippt göt á pokann og and- litið teiknað og málað á pokann, nefið límt á og ef til vill einnig eyru. Hár, skegg, gleraugu, hatt o. m. fl. er einnig hægt að búa til. „í Suður-Ameríku er land, sem nú heitir Perú. Þar lifði áður Indíánaþjóð- ílokkur, sem nefndist Inkar. Landið þeirra var mjög stórt, og fólkið var duglegt að rækta jörðina, útbúa tæki og byggja. Þetta var fyrir meira en 500 árum, og Inkarnir kunnu ekki að skrifa. Ekki gátu þeir heldur ekið neinu farartæki, því að enginn var búinn að finna upp fyrir þá hjólið. Ekki höfðu þeir heldur neina hesta. Öll verzlun fór þannig fram, að menn skiptu á vörum, því að peningar þekktust þar ekki. En landinu var samt vel stjórnað. Það gerði Inkahöfðinginn. Frá þessu gamla Indíánaríki höfum við fengið hluti eins og kartöflur, tóbak, maís og kakó. Þegar hvítu mennirnir (Spánverjarnir) komu til landsins 1530, leið Inkaríkið undir lok. — Þeir létu greipar sópa um auðæfi Inkanna, og þeir af Inkunum, sem ekki voru teknir til fanga af Spánverjunum, flýðu inn í hina þykku frumskóga, þar sem niðjar þeirra lifa ennþá sem frumstæðir Indíána- þjóðflokkar. .. .“ Sagan um Inkana getur verið grundvöllur að mörgum skemmtilegum ylfinga- fundum, þar sem skiptist á náttúruskoðun (ræktun), föndur (verzlun), leikir (á jagúarveiðum), leikþættir (Inkahöfðinginn kemur í heimsókn) og æsandi bar- dagar milli Inkanna og Spánverjanna. Gráúlfurinn. )0 FORINGINN

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.