Foringinn - 01.01.1963, Qupperneq 11
Á ljósálfaaldri (9—11 ára) eru börn-
in þrungin lífsþrótti. Ekkert annað
tímabil i ævi mannsins er eins athafna-
ríkt og einmitt þetta. Það lýsir sér m.
a. í því, hve íþróttaiðkun er algeng á
þessu tímabili. Á þessu tímabili þrosk-
ast börnin einnig mjög andlega, þau
taka að gera sér ljósar orsakir og af-
leiðingar hlutanna og eru mjög áfjáð í
að læra og skilja. Þau sækjast einnig
mjög eftir að taka þátt í störfum hinna
fullorðnu, og er þetta t'mabil því til-
valið til að kenna þeim ýmis nytsöm
verk. Söfnun alls konar hluta er mikið
stunduð. Síðast en ekki sízt vaknar til-
hneigingin til hópmyndunar einmitt
um það leyti, sem stúlkurnar koma í
ljósálfasveitina, og vex síðan stöðugt,
unz hún nær hámarki um 11—12 ára
aldur. Allt þetta er vert að hafa í huga,
þegar starfið er undirbúið og skipu-
lagt.
Við undirbúning er bezt að byrja á
því að skipuleggja starfið í stórum
dráttum yfir nokkuð langt tímabil (2
—6 mánuði). Þannig er hægt að
tryggja það, að stöðug stígandi verði
í starfinu. Það er ekki nóg, að hver
fundur sé vel undirbúinn sem slíkur,
hann verður jafnframt að vera liður í
langri keðju, sem stefnir að settu
marki. Til þess að fá nálægt takmark
í starfið getur verið ágætt að ráðast í
einhver stór verkefni, svo sem for-
eldraskemmtun, boð fyrir aðra ljós-
álfasveit eða eitthvað þ. h.
Utilíf ætti að vera ríkur þáttur í
ljósálfastarfi. Ein ferð í mánuði er
mjög hæfilegt. En ferðirnar þurfa ekki
að taka langan tíma, og það er alls ekki
nauðsynlegt að fara langt. Ein slík
ferð gæti t. d. verið að ganga á fjörur
og safna kuðungum. Þá mætti síðar
nota til margs konar föndurs, en það
ætti einmitt að vera fastur þáttur á
fundum ásamt leikjum og kennslu
undir prófin.
Að lokum langar mig til að vara við
mistökum, sem oft vilja henda. Gætið
þess að fara ekki inn á svið skátanna
í Ijósálfastarfinu. Leyfið ljósálfunum
að fá nasasjón af því, hvað skátastarf
er, en látið þá ekki reyna það. Með
því móti verður það eftirsóknarvert að
ganga upp í skátasveitina, og um leið
dregur tilhlökkunin úr kvíðanum fyrir
að yfirgefa gömlu sveitina.
Með skátakveðju.
K.
FORINGINN 1 T