Foringinn - 01.01.1963, Síða 13

Foringinn - 01.01.1963, Síða 13
( ^ „Púppa“ tók nýliðapróf í maí 1953. Hún var flokksforingi í tvö ár. 1957 varð hún sveitarforingi og nokkru síðar deildarforingi. Ritari í stjórn K.S.F.R. var hún 1959—1960. Sumarið 1957 og aft- ur 1958 starfaði hún við kven- skátaskólann á Úlfljótsvatni. Og nú nýlega hóf „Púppa“ að starfa á skrifstofu B.Í.S. V______________________________________J Þess er skammt að bíða, að Skáta- blaðið fylli þriðja áratuginn. Saga þess hefur verið rysjótt, en slíkt er óhjá- kvæmilegt. Grasið grænkar á vorin, fölnar að hausti; á svipaðan hátt hefur veðráttan í íslenzku skátafélögunum haft áhrif á afkomu Skátablaðsins. Þó ber öllum saman um, að blaðið hefur gegnt mikilvægu hlutverki í sögu skátahreyfingarinnar hér á landi, og vonandi rýrnar þáttur þess ekki í framtíðinni. Flestir skátar á íslandi eru á aldrin- um ellefu til fjórtán ára, og ber að Margrét Arnórsson hugleiðir: velja efni Skátablaðsins samkvæmt því. Þó er rétt að hafa blaðið sem fjöl- breyttast, þannig, að flestir félagsmenn, án tillits til aldurs og stöðu, finni eitt- hvað í blaðinu við sitt hæfi. En stærsti lesendahópurinn á rétt á, að flestar blaðsíður séu ætlaðar honum. Með útkomu Foringjans þrengist enn svið Skátablaðsins. Efni ætluðu for- ingjum og ská'ium eldri en fjórtán ára er hægt að gera betur skil í foringja- blaðinu en áður var unnt í Skátablað- inu, og nú getur Skátablaðið rýmt fyr- ir meira lesmáli handa nýliðum og ungum skátum, án þess að gert sé á kostnað annarra lesenda. Skátar, á aldrinum ellefu til fjórtán óra, vilja helzt kynnast starfi skáta á sama reki. Tilgangslaust er að birta greinar i Skátablaðinu, sem fyrirfram er vitað, að níutíu af hundraði lesenda gefa engan gaum. Af þessu er ljóst, að greinar um skátaþing, róð og fundi æðri skáta, hversu ágætar sem þær eru; í Skátablaðinu eru þær ekki á réttum stað. Skótablaðið er nokkurs konar mið- stöð. Fyrir áhrif þess tengjast skátar í dreifbýli nánar skátastarfi stórra deilda og sveita, sem aftur á móti kynnast starfsmöguleikum fámennra félaga. En höfum hugfast, að Skátablaðið vinn- ur ekki af sjálfu sér. Allir skátar, ekki síður lesendur en forráðamenn blaðs- ins verða að leggjast á eitt til að hag- nýta möguleika þess. Ef annar aðilinn kemur ekki til móts við hinn, er til einskis barizt. FORINGINN 13

x

Foringinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.