Foringinn - 01.01.1963, Page 14

Foringinn - 01.01.1963, Page 14
FORINGINN leggur nú framtíð sína í þínar hendur, lesandi góður! Skilyrði fyrir því, að hægt verði að halda áfram útgáfu blaðsins, er að það fáist að minnsta kosti 400 kaupendur að blaðinu. Við höfum þegar lagt í nokkurn stofn- kostnað til að reyna að gera blaðið sem bezt úr garði. Vissulega gerum við okkur ljóst, að þrátt fyrir það er mörgu ábótavant við þetta fyrsta blað og von- um við, að með góðri samvinnu og á- bendingum frá lesendum, verði okkur fært að gera blaðið þannig úr garði, að sem flestir af lesendum verði ánægðir með það, bæði útlit og efni. Það er Gilwellhringurinn, samtök þeirra, sem lokið hafa sinni Gilwell- þjálfun, sem hefur tekið að sér að gefa blaðið út þetta ár í samvinnu við út- gáfustjóra Bandalagsins. Er ákveðið að blaðið eigi að koma út 9 sinnum í ár, þ. e. a. s. 1. jan., 1. febr., 1 marz, 1. apríl, 1. maí, 1. júlí, 1. okt., 1. nóv. og 1. des. Munum við gera allt, sem okkur er fært, til að blaðið komi út á réttum tíma. Efni blaðsins munum við reyna að hafa eins fjölbreytt og okkur er unnt, og vonum við, að eitthvað verði fyrir alla í blaðinu. Við gerum ráð fyrir, að allir séu sam- mála um nauðsyn þess, að til sé gott og fjölbreytt foringjablað, þar sem skátaforingjar geta sótt hugmyndir og fræðslu fyrir starf sitt og þannig hald- ið því frjóu og markvissu, og þar sem foringjarnir geta látið í ljós skoðun sína á hinum ýmsu vandamálum, sem fylgja skátastarfinu. En sökum smæð- ar okkar er það greinilegt, að helzt cnginn foringi eða eldri skáti má skorast undan að kaupa blaðið og styðja það. Við höfum reynt að stilla verði blaðsins í hóf, eins og okkur er mögulegt, en áskriftargjald er kr. 75,90, og er eflaust erfitt að finna ódýrara blað en þetta. Byggist það á því, að í rekstraráætlun blaðsins er gert ráð fyrir halla, sem Bandalagið greiði, í samræmi við það framlag, sem síðasta skátaþing samþykkti að ætla til út- gáfustarfsemi. En til að gera þennan rekstrarhalla sem minnstan, vonum við að ÞU fyllir út seðil þann, sem heftur er i blaðið hér til hliðar og setjir hann í póst helzt strax dag eða á morgun. Þannig getur þú bezt lagt FORINGJANUM lið. Ef einhver vina þinna hefur ekki fengið þetta fyrsta blað, vonum við, að þú leyfir hon- um að sjá bað og reynir að fá hann til að gerast áskrifanda. Blaðið verður sent beint til allra áskrifenda! Næsta blað verður sent öllum áskrifendum í póstkröfu fyrir upphæð áskriftar- gjaldsins. 14 FORINGINN

x

Foringinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.