Foringinn - 01.01.1963, Side 15

Foringinn - 01.01.1963, Side 15
Er ritstjórnin sat á fundi og var að ræða um efni blaðsins, „flaug“ „dúfa“ ein inn um dyrnar og settist við borðið hjá okkur. Er hún hafði kynnt sér fyr- irhugað efni þessa fyrsta tölublaðs af Foringjanum, þá fór að „kurra“ í „dúfunni" 03 taldi hún kvenskátana bera skarðan hlut í blaðinu, sem á ýmsum öðrum vettvangi skátastarfsins. Til að reyna að bæta ráð okkar, báðum við „dúfuna" að dýfa fjöður sinni í blek og festa hugsanir sínar á blað. Og við gefum „dúfunni" orðið: Hafið þið nokkurn tíma gert ykkur ljóst, að það eru aðeins 5 kvenskáta- félög á landinu, þ. e. a. s. í Borgarnesi, Isafirði, Siglufirði, Akureyri og Reykjavík? Og hafið þið gert ykkur ljóst, hvernig ástandið er á öllum hin- um stöðunum, þar sem eru samfélög? Ef svo er ekki, þá vil ég beina athygli ykkar að eftirfarandi staðreyndum: 1. I samfélögunum er á cinum stað kvenskáti, sem er félagsforingi. 2. I samfélögunum er leitun á aðstoð- arfélagsforingja, sem er kvenskáti. 3.1 samfélögunum er oft leitun á kvcn- skáta í stjórn félagsins! Ef þið eruð vantrúuð á þessar stað- reyndir, getum við litið til stærstu samfélaganna: Skátafélag Akraness er með fleiri kvenskáta en drengjaskáta sem meðlimi. Félagsforingi og aðstoð- arfélagsforingi eru karlmenn. I Hraun- búum er hlutur kvenskáta ennþá minni. Þar fyrirfinnst enginn kven- skáti í stjórninni! I Kópum virðast kvenskátarnir ekki heldur sérlega at- kvæðamiklir. Þá hefur ekki orðið vart við neina áberandi kvenskáta í Faxa. Og í suðvestri sé ég hylla undir stað- inn, þar sem „kóngurinn" situr ásamt „hirð“ sinni og „þegnarnir" krjúpa á kné í auðmýkt og horfa með lotningu á „skógarperlur" „hirðarinnar" og „kon- ungsins". Þessar „perlur", sem eru lákn vizkunnar og valdsins! Og „kóng- urinn“ hefur upp raust sína og ber „þegnunum" boðskap sinn: „Leitið vizkunnar í skóginum, þar sem hinar dýru perlur finnast, en forðist hól- börðin, þar sem litlu þriggja blaða plönturnar vaxa, því að þeim fylgir mikil ógæfa!“ Og „þegnarnir" beygja höfuð sín í auðmýkt fyrir vísdómi höfðingja síns! . ..“ Orðið er laust! Bréf til okkar skulu merkt: Foring- inn, Pósthólf 831, Reykjavík. FORINGINN 15

x

Foringinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.