Foringinn - 01.03.1972, Blaðsíða 5
oO
LOG og HEIT
O o
Þegar ég var befiinn aö segja álit mitt á því hvort breyta
ætti skataheitinu og eöa skátalögunum haföi ég lítiö sem
ekkert hugleitt þaö mál.
Á síðasta skátaþingi var gerð nokkur grein fyrir beim hug-
myndum, sem fram hafa komið um breytingar í þessum efnum. Ef
ég man rétt, var ein af aöalástæöunum, sem þar komu fram fyrir
því aö breyta ætti skátalögunum, aö þau væru of afdráttarlaus.
Þaö var sagt eitthvaö á þá leið, aö þaö væri varla nokkur sá
maéur sem héldi ávallt þær skyldur sem felast í skátalögunum.
Þaö væri því ekki eðlilegt að ætla þeim, sem væru í skáta-
félagi aö gera meira en öðrum einstaklingum.
önnur ástæöa, sem var talin mæla meö breytingu á skáta-
lögunum var sá að sumt í orðalagi laganna væri þannig aö hætta
væri á aö unglingar ná til dags skildu ekki hvaö viö væri átt.
Var sem dæmi nefnd síðasta greinin um aö allir skátar væru góðir
lagsmenn.
Aö mínum dómi finnst mér þessar ástæður haldlitlar er litiö
er á grundvallarstefnu og markmiö skátahreyfingarinnar. Aðal-
markmiö skátastarfs er að byggja upp hjá einstaklingum þann
siðferðishroska, sem nauösynlegur er til bess aö hann veröi
traustur og öruggur þegn í bjóöfélaginu á fullorðinsárunum.
Hvernig þaö tekst og aö hvaöa marki skátinn getur tileinkaé
sér þær lífsskoðanir, sem í skátalögunum felast, fer fyrst og
fremst eftir þeim foringjum, sem leiöbeina skátanum. Á aldr-
inum 11-15 ára eru unglingar mjög næmir fyrir áhrifum frá því
unhverfi, sem þeir starfa í og tileinka sér gjarnan bá háttu,
sem fyrir beim eru haföir. Með þessu er ég þó síöur en svo aö
halda bví fram, að skátalögin séu dauður bokstafur, sem engu
máli skiuti.
Þegar viö vinnum skátaheitiö lofum viö aö gera þaö sem í
okkar valdi stendur til þess að halda skátalögin. tg held því
að skátalögin sér það mark, sem við lofum aö keppa aö í lífi
okkar og starfi. Hvernig okkur tekst þaö leiéir tíminn í ljós
fyrir hvern og einn. Eins og skátalögin eru í dag fela þau
ekkert það í sér, sem óæskilegt er aö keppa aö. Eg tel því, að
ekki sé nein ástæöa, til aé gera þaé mark sem skátalögin setja
okkur neitt óljósara eöa lægra. Sá eina breyting, sem ég teldi,
að^ef til vill væri þörf á, væri aé setja fyrir framan oröiö
skati í hverri grein laganna, oröið sannur.
Þó að við lofum bví að lifa í anda skátalaganna og skáta-
^heitisins, tekst okkur því^miður ekki alltaf aö breyta eins og
sönnum skáta sæmir. En því betur sem foringjum í skátafélöp-
unum tekst að sýna þeim yngri hinn sanna skátaanda í verki,
því betur munu yngri skátar tileinka sér grundvallarhugsjónir
skátastarfsins. Þetta held ég því aö sé höfuöatriöiö, ekki
hvort viö segjum allir skátar eru góöir lagsmenn eða allir
skátar eru góöir félagar. Takist foringjanum hetta, þá er
tilgangi skátastarfs náð og foringjarnir hafa há sannað aö þeir
hafi veriö þess traustst veröir að fá tækifæri til aö hafa
áhrif á unglinginn á þeim tíma, sem hann er hvaö mest að mótast.
Framh. á bls. 14
5