Foringinn - 01.03.1972, Qupperneq 13

Foringinn - 01.03.1972, Qupperneq 13
nmm mínöTUR Ágætu foringjar. Ég lofa að gera þa6, sem í mínu valdi stendur til þess: A6 gera skyldu mína við guð og ættjörðina. Að hjálpa öðrum. Að halda skátalögin. Þannig hljóðar skátaheitið, eins og þið vitið, það heit, sem allir skátar verða að gangast undir. Það má segja, að í þessu heiti felist í raun ráttri fjögur stór loforð, þ.e. að gera skyldu sína við guð, að gera skyldu sína við ættjörðina, að hjálpa öðrum, og að halda skátalögin. Fyrsta, og þar með að vissu marki mikilvægasta loforðið, er að gera skyldu sína við guð. Ef það Xoforð er haldið, þá heldur maður jafnframt hin loforðin þrjú, sem einnig eru í skátaheitinu. Þá hlýtur sú spurning að vakna, hvernig getum við gert skyldu okkar við guð? Að mínu viti, er það hægt á tvennan hátt. Heð því að trúa á guð, segja öðrum frá honum og með því að breyta eins og Jesú býður okkúr að breyta. Skátaforingjar ættu að hafa dæmisögur Jesú oftar í huga, þegar komið er að fimm mínútum foringjans í lok funda. Margar þeirra eru mjög aðgengilegar, myndrænar og því auðskyldar. Einnig er mjög gott að leggja út af þeim og tengja efni þeirra skátalögunum, kjörorði skáta eða skátaheitinu. í dæmisögum sínum leggur Jesús áherzlu á það að hjálpa öðrum, náunganum, við eigum að nota það sem okkur er gefið, vera dren^lunduð og laus við yfirborðsmennsku o^ sjálfhól, vera ætíð viðbuin og margt fleirra mætti nefna, sem eg tel ekki ástæðu til. Ég tel, að íslenzkir skátaforingjar eigi ónuminn fjár- sjóð, sem dæmisögur Jesú eru. Með því að nota, og ávaxta þar með þennan fjársjóð, stöndum við enn betur við heit okkar en annars og getum því með meiri rétti sagt "Ég er skáti".

x

Foringinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.