Foringinn - 01.03.1972, Qupperneq 15

Foringinn - 01.03.1972, Qupperneq 15
Þaö er ekki ýkja langt síðan að sveitarforingi einn kom til mín og spurði, hvernig hann ætti að haga sveitarrðaðsfundi - hvernig hann gæti bezt náð til meðlima ráðsins - hvað skátun snertir - og hvaða siði og venjur hann gæti tekið upp. - t3t af þessu samtali okkar sezt ág nú niður og ætla að ræða við ukkur um tilhögun eins sveitarráðsfundar með von um, að þið skiljið á eftir þýðingu og mikilvægi sveitarráðsfundarins. Eitt af því fyrsta, sem þið verðið að athuga er, aö umhverfi fundarins minni etthvað á, að hár sáu skátar á fundi og skátun fari hár fram. Þessi fyrstu áhrif eru afar mikilvæg hvaða "stemningu" snertir. Ef hana vantar, eru öll líkindi, til þess að fundurinn mistakist. Það er því ein af höfuðskyldum sveitarforingjans - en hann stjórnar fundinum - að skapa þessa "stemningu". Hana er mjög auðvelt að skapa á einfaldan og áhrifamikinn hátt. - Við skulum nú athuga nánar, hvað hægt er aö gera í þessu tilfelli. - Það fyrsta er, að byrjunarathöfnin sá hátíðleg. Hár er hugmynd að einni slíkri: Allir meðlimir sveitarráðs standa í hring og heldur hver á logandi kerti. I miðjum hringnum hefur verið komið fyrir þrífæti, en á honum hefur verið komið fyrir þrem kertum. I kringum þrífótinn er faðað kertastjökum, sem aru jafn- margir og meðlimir ráðsins. Þessir stjakar eru eru búnir til á þann hátt, að birkilurkur er sagaður niður í þunnar flögur (t.d. 4 cm þykkár) og gat boraö fyrir kertinu á miðja flöguna. Nafn hvers meðlims sveitarráðsins er svo skrifað á stjakana. (Sjá mynd) Sveitarforingi kveikir nú á kertunum á þrífætinum, og fara allir með skátaheitið um leið. - Að þessu búnu ganga allir með kerti sitt að kertastjökunum og stinga því í sinn kertastjaka. Eftir þessa byrjunarathöfn er svo fundurinn settur af sveitar- foringja og fyrsta mál tekið fyrir, en það eru skýrslur flokks- foringja um starfiö síðastliðinn mánuð. - Að þáim skýrslum loknum hefur sveitarforinginn fengið nokkra yrirsýn yfir starfið í sveitinni, og ræöir nú með nokkrum orðum um þessar skýrslur - hrósar því, sem vel hefur verið gert, en reynir á skynsamlegan hátt að benda á betri leiðir, ef eitthvað hefur fariö úr skorðum hjá ein- hverjum flokkum. (Muniö að vera stuttorð).- Þá er tekið fyrir annaö mál fundarins. - Sveitarforingi leggur fram starfsáætlun fyrir næsta mánuð, útskýrir hana og ber undir atkvæði og lætur því næst alla undirrita hana.(Ég held, að þetta atriði sá mjög þýðingarmikiö, og gefur starfsáætluninni áreiðanlega mikiö gildi.) Þegar hár er komiö, er hlá gert á fundinum og veitingar fram bornar. Þetta tel ág hafi mikla þyö- mgu og eykur vissulega á "stemningu" fundarins. Framh. á bls. 14 15

x

Foringinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.