Bændablaðið - 05.04.1995, Side 5
Miðvikudagur 5. apríl 1995
Bœndablaðið
5
Ný lög um út-
flutning hrossa
Þann 28. desember sl. voru sam-
þykkt á Alþingi ný lög um út-
flutning hrossa, lög nr. 161/1994.
Lög þessi marka á ýmsan hátt
þáttaskil frá eldri lögum um sama
efni og munu með fleiru sem gert
hefur verið tryggja áframhaldandi
viðgang hrossaræktarinnar sem út-
flutningsgreinar. Lögin munu taka
gildi þann 15. aprfl nk. og nú
stendur sem hæst samningur reglu-
gerðar við þau.
Segja má að þungamiðja lag-
anna felist í þremur atriðum:
1. Gjaldheimta á útflutninginn
er stórlega lækkuð með mikilli
lækkun sjóðagjalda, mest munar
þar um stórminnkaða innheimtu í
stofn verndarsj óð.
2. Útflutningsferlið er ein-
faldað í framkvæmd og dregið úr
hvers konar hömlum en þó er gætt
að sjónarmiðum stofnverndar.
3. Hnitmiðun markaðssóknar er
aukin með því að sett er á laggimar
útflutnings- og markaðsnefnd með
tryggum tekjustofni. í útflutnings-
og markaðsnefnd eiga bændur, út-
flytjendur, leiðbeiningaþjónustan
og stjómvöld fulltrúa (þ.e. fulltrúi
embættis yfirdýralæknis og for-
maður nefndarinnar er tilnefndur
af landbúnaðarráðherra).
Hér á eftir verður gerð stutt-
lega grein fyrir hverri lagagrein
fyrir sig.
I fyrstu grein laganna em tekin
af öll tvímæli um að útflutningur
hrossa sé fjáls án sérstakra leyfa
nema ef um úrvalskynbótahross er
að ræða. Einnig eru aldurstak-
mörk á útfluttum hrossum afnumin
að mestu. Þetta minnkar skrif-
fmnsku, dregur úr hömlum á að
koma vel fullorðnum kynbóta-
hrossum í verð en styrkir um leið
eftirlit með útflutningi á þeim kyn-
bótahrossum sem raunvemleg
eftirsjá er í. Fjórða grein laganna
geymir mikilvæg ákvæði einmitt í
sambandi við hiðsíðast nefnda. í
fjórðu grein er einnig kveðið á um
Kristinn Hugason
hrossaræktarráðunautur
Bændasamtaka íslands
að Bændasamtök íslands skuli
gefa út uppmnavottorð fyrir útflutt
hross. Er þetta í fyrsta sinn sem
kveðið er á um útgáfu upp-
runavottorða fyrir útflutt hross í
lögum. I annarri og þriðju grein er
fjallað um heilbrigði og heil-
brigðisskoðun útflutningshrossa,
um flutningsför og hvenær leyfi-
legt sé að flytja hross úr landi með
hinum ýmsu flutningsfömm. í
fimmtu grein er fjallað um
útflutningsgjöld en við útgáfu upp-
mnavottorða skal innheimta eitt
fast gjald af hverju hrossi fyrir sig.
Gjaldið skal að hámarki vera kr.
8.000,- og breytast árlega í
samræmi við vísitölu búfjárræktar.
I fimmtu grein er og gerð grein
fyrir skiptingu útflutningsgjalds-
ins, í greininni segir: "Útflutnings-
gjaldið greiðist í sérstakan út-
flutningssjóð í vörslu landbúnaðar-
ráðuneytisins og er ætlað að standa
undir kostnaði við skoðun á út-
flutningshrossum (þ.e. dýralæknis-
skoðun, innsk. höf.), útgáfu upp-
runavottorða, 5% af gjaldinu skal
greiða í stofnvemdarsjóð íslenska
hestakynsins sem starfar skv. 15.
gr. laga nr. 84/1989, um búljárrækt
og 15% af gjaldinu skal greiða í
búnaðarmálasjóð. Eftirstöðvum
hvers árs skal varið til útflutnings-
og markaðsmála, að fengnum
tillögum útflutnings- og markaðs-
nefndar."
Mikið hagræði varðandi
innheimtu sjóðagjalda er fólgið í
því að innheimta aðeins eitt fast
gjald eins og lögin kveða á um.
Einnig kveða lögin og skýrt um
þann hátt er á skal hafður varðandi
endurskoðun og birtingu reikninga
útflutnings- og markaðssjóðsins.
I sjöttu grein laganna er kveðið
á um skipan útflutnings- og
markaðsnefndar. í sjöundu grein
er kveðið á um að landbúnaðar-
ráðherra fari með framkvæmd
laganna og setji reglugerð við þau.
I áttundu grein er fjallað um
refsingu ef brotið er gegn lögunum
og í níundu grein er fjallað um
gildistöku laganna.
Hér á eftir eru lögin birt í heild
sinni.
Lög
nr. 161 frá 1994,
um útflutning hrossa
1. gr.
Útflutningur á hrossum er heimill
án sérstakra leyfa nema þegar um
er að ræða úrvalskynbótagripi.
Útflutningshross skulu vera á
aldrinum fjögurra mánaða til 15
vetra. Þó má flytja úr landi eldri
kynbótahross en þá einungis í flug-
vélum. Óheimilt er að flytja úr
landi fylfullar hryssur sem gengnar
eru með sjö mánuði eða lengur.
2. gr.
Öll hross sem flutt eru úr landi
skulu heilbrigðisskoðuð af em-
bættisdýralækni. Skoðun skal
ávallt miða við þær kröfur sem
gerðar eru í innflutningslandi.
Einungis er heimilt að flytja úr
landi heilbrigð og rétt sköpuð
hross og skulu þau merkt með
þeim hætti að ekki verði um villst.
Dýralæknir á útflutningshöfn skal
ganga úr skugga um að út-
flytjendur skili skrá yfir út-
flutningshross og að merkingar séu
í samræmi við þá skrá og uppruna-
vottorð. Skrá þessi fylgir hrossun-
um í flutningsfari. Heimilt er yfir-
dýralækni að ráða sérstakan dýra-
lækni til að hafa eftirlit með út-
flutningi hrossa.
Gjald fyrir skoðun á út-
flutningshrossum greiðist úr út-
flutningssjóði.
3. gr.
Flutningsfar fyrir hross og öll
aðstaða, svo sem rými, loftræsting,
brynningartæki og aðstaða til
fóðrunar skal vera með þeim hætti
að sem best verði að hrossunum
búið. Yfirdýralæknir eða fulltrúi
hans skal líta eftir að reglum um
aðbúnað sé fylgt.
A tímabilinu 1. nóvember til
15. aprfl er einungis heimilt að
flytja hross til útlanda með við-
urkenndum flutningaskipum eða
með flugvélum.
4. gr.
Hrossum, sem flutt eru úr landi,
skal fylgja vottorð frá Bænda-
samtökum Islands er staðfesti
uppruna hrossins og ættemi.
Innlendir hrossaræktendur og
samtök þeirra eiga forkaupsrétt að
úrvalskynbótagripum sem áformað
er að flytja úr landi. Bændasamtök
íslands geta óskað eftir því við
landbúnaðarráðuneytið að það
fresti útflutningi á þeim í allt að
tvær vikur á meðan forkaupsréttur
er boðinn. Við boð á forkaupsrétti
skal miða við uppgefið út-
flutningsverð.
Hrossaræktamefnd, sem starfar
skv. 5. og 6. gr. laga nr. 84/1989
um búfjárrækt, skal árlega ákveða
mörk kynbótamats sem hross þarf
að hafa til að teljast úrvals-
kynbótagripur.
5. gr.
Útflutningsgjald skal leggja á
hvert útflutt hross og skal það inn-
heimt við útgáfu upprunavottorðs.
Það skal vera 8.000 kr. að hámarki
og breytast árlega, 1. febrúar, sam-
kvæmt vísitölu búfjáijæktar sem
útgefin er af Hagstofu Islands. Út-
flutningsgjaldið greiðist í sér-
stakan útflutningssjóð í vörslu
landbúnaðarráðuneytisins og er
ætlað að standa undir kostnaði við
skoðun á útflutningshrossum, út-
gáfu uppmnavottorða; 5% af
gjaldinu skal greiða í stofn-
vemdarsjóð íslenska hestakynsins
sem starfar skv. 15. gr. laga nr.
84/1989 um búfjárrækt, og 15% af
gjaldinu skal greiða í búnaðar-
málasjóð. Eftirstöðvum hvers árs
skal varið til útflutnings- og
markaðsmála, að fengnum til-
lögum útflutnings- og markaðs-
nefndar. Reikninga sjóðsins skal
birta árlega í Stjómartíðindum og
þeir endurskoðaðir af Rflds-
endurskoðun.
6. gr.
Skipa skal fímm manna nefnd,
útflutnings- og markaðsnefnd, er
hafi það hlutverk að vera ráð-
gefandi um málefni er snerta út-
flutning á hrossum og gera tillögur
um ráðstöfun á eftirstöðvum út-
flutningsgjalds, sbr. 5. gr. Bænda-
samtaka íslands, Félag hrossa-
bænda, yfirdýralæknir og hrossa-
útflytjendur skulu tilnefna aðila í
nefndina en ráðherra skipar for-
mann án tilnefningar.
7. gr.
Landbúnaðarráðherra fer með
framkvæmd laga þessara og setur í
reglugerð nánari ákvæði um fram-
kvæmd þeirra, þar með talið kröfur
um heilbrigði er taki mið af kyni
og aldri hrossa sem flytja á úr
landi, skoðun og merkingu út-
flutningshrossa, aðstöðu í út-
flutningshöfn og meðferð þeirra
upplýsinga sem útflytjanda er skylt
að leggja fram og sem uppruna-
vottorð byggist á.
8. gr.
Brot gegn lögum þessum varða
sektum nema þyngri refsing liggi
við samkvæmt öðrum lögum.
9. gr.
Lög þessi öðlast gildi 15. aprfl
1995. Jafnframt falla úr gildi lög
nr. 64/1958, um útflutning hrossa,
svo og lög nr. 67/1969, lög nr.
39/1986, 53. gr. laga nr. 10/1983,
lög nr. 40/1993 og lög nr. 41/1994,
um breytingar á þeim lögum.
Fðein orð um eina
ályktun Búnaðarþings
Á Búnaðarþingi nýrra bændasam-
taka var mjög til umræðu hversu
slæm staða sauðfjárræktar væri
sem atvinnugreinar. Bæði fyrir
umrætt þing og á þinginu sjálfu
komu fram ýmsar hugmyndir um
hvemig úr mætti bæta.
Ein af þeim hugmyndum hafði
áður komið frá Landssamtökum
sauðfjárbænda og var sú í mörgum
liðum. Sömu hugmyndir komu
sem erindi tveggja búnaðarþings-
fulltrúa inn á Búnaðarþing. All-
nokkur stuðningur við þær voru
þekktar innan fráfarandi stjómar
Sb en þar hafði erindi Ls verið
tekið til umfjöllunar. Einn liður í
þeim hugmyndum var að geyma
1/3 af mánaðarlegum bein-
greiðslum til greiðslumarkshafa og
nýta þann geymda sjóð sem álags-
greiðslu á allt innlagt sauðíjárkjöt í
sláturhús með uppgjöri 15.
desember. Þessi leið átti að vinna
gegn "framhjásölu" og ná sem
mestu kjöti rétta boðleið til
neytenda.
Andstaða bókuð
Markmiðið var gott, en aðferðin
hefði hins vegar komið fyrst og
fremst í bakið á þeim framleið-
endum sem hafa haldið sig á laga-
legum og siðferðilegum gmnni við
afsetningu framleiðslu sinnar.
Hinum hefði verið boðin greiðsla
fyrir að leggja af sína fyrri hegðan.
Má svo hverjum lítast á sem hann
vill. Undirritaður lét bóka and-
stöðu sína við þennan lið í hug-
myndum Ls þegar þær vom rædd-
ar á stjómarfundi Sb.
Á Búnaðarþingi vom þessar
hugmyndir um tilfærslu bein-
greiðslna ekki taldar ná fram að
ganga í skýmm búningi. Gripið
var því til þess ráðs í endanlegri
ályktun markaðs- og kjaranefndar
að álykta mjög opið og gefa við-
takandi stjóm að flestu leyti lausar
hendur um tillögugerð til ríkis-
valds um breytingar á stuðningi
við sauðfjárframleiðsluna.
Skýr lína
Eg var enn þeirrar skoðunar að
koma yrði í veg fyrir þær hug-
Birkir Friðbertsson
Birkihlíð
myndir sem hér hafa verið raktar,
og vildi ekki hengja von rnína og
traust að þessu leyti á annars ágæta
stjómarmenn. Ég taldi heldur ekki
verra fyrir þá að fá skýrari línu frá
búnaðarþingsfulltrúum í þessu efni
þó að markaðs- og kjaranefnd
virtist vera því fráhverf og ekki
tekið upphaflega breytingartillögu
mína til greina.
Endanleg tillaga hennar kom
til afgreiðslu á síðustu mínútum
Búnaðarþings og varð ég því að
bera fram með hraði, og mæla
fyrir eftirfarandi viðaukatillögu
aftan við kaflann "Næstu aðgerðir"
(sjá Bændablaðið 2. tölublað).
"Þessar aðgerðir verði þó ekki
til þess að greiðslum v/greiðslu-
marks kjöts, seinki eða þær minnki
frá því sem verið hefði að
óbreyttu, miðað við heildar-
greiðslumark, eins og það hefur
verið reiknað og samkomulag hef-
ur verið um samkvæmt óbreyttum
búvömsamningi."
Viðaukatillagan var samþykkt
með 22 : 3 atkv. Því miður féll
þetta viðhengi niður í 2. tölublaði
Bændablaðsins, þar sem það var
ekki komið á þingskjal fyrr en
síðar. Úr því hefur verið bætt og
mun leiðrétting væntanlega koma
fram í blaðinu.
Beingreiðslur
Með þessari afgreiðslu ættu
greiðslumarkshafar að geta treyst
því að beingreiðslur berist út nú-
verandi búvömsamningstíma með
óbreyttum hætti, þeim seinki ekki,
né að þær minnki nema þá sam-
kvæmt mældri innanlandsneyslu
og aukist ef mæld neysla vex.
Hugmyndin að ná þurfi "sem
flestu fé í sláturhús" stendur samt
áfram fyrir sínu. Mælanleg neysla
myndi aukast, greiðslumarks-
höfum til tekjuauka gegnum bein-
greiðslur.
Hófleg aðstoð
Nauðsynlegt er að viðtakandi
rflcisvald sjái því með batnandi
hætti um að lög séu haldin og
greini þjóðarhag í því að greiða
fyrir útflutningi þess kjöts sem
framleitt er umfram innan-
landsmarkað. T.d. með ákveðinni
álagsgreiðslu á kg.
Verði það ekki gert vex at-
vinnuleysi í kjölfar mikillar og
óæskilegrar byggðaröskunar. Það
hlýtur að vera þjóðinni hag-
kvæmara að aðstoða hóflega við
verðmætasköpun en að greiða vax-
andi fjölda fólks bætur fyrir að
ganga iðulaust, sér og öðrum til
varanlegs tjóns.
Að lokum óska ég þess að
nýkjörin stjóm Bændasamtaka ís-
lands standi samvirk og heilsteypt
í sínu erfiða og fjölþætta hlutverki
að bæta stöðu íslensks landbún-
aðar. Takist það munu fleiri njóta
en bændur og búalið.