Bændablaðið - 05.04.1995, Qupperneq 7
6
Bœndablaðið
Miðvikudagur 5. apríl 1995
Miðvikudagur 5. apríl 1995
Bœndablaðið
7
Hinn 4. mars voru liðin fjögur ar frá því að
nefnd á vegum landbúnaðarráðherra lagði
fram álit um hagræðingu í mjólkurvinnslu.
Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að aukin
hagkvæmni fengist með fækkun mjólkurbúa,
jafnvel um helming. Á þessum fjórum árum
hefur eitt lítið mjólkurbú á Patreksfirði verið
lagt niður og fyrir áramótin var tekin ákvörðun
um úreldingu mjólkurbúsins í Borgarnesi.
Mjólkurframleiðsla landsmanna stendur
frammi fyrir samkeppni á næstu árum, auk
þess sem kröfur neytenda um lækkun
matvælaverðs verða æ háværari. Því skyldi
mega ætla að menn gripu hvert tækifæri til
hagræðingar í þessari grein og búa sig þannig
undir framtíðina. Raunin sýnist þó önnur.
Bændablaðið fer hér ofan í saumana á þessu
máli. Þegar rætt er við forsvarsmenn fyrir-
tækjanna nefna flestir erfiðleika á að skapa ný
atvinnufyrirtæki sem meginástæðu fyrir því að
ákveðið sé að halda rekstri áfram. Þeir
viðmælendur sem horfa á landið í heild leggja
hins vegar áherslu á að fækkun afurðastöðva
sé nauðsynleg.
Samkvæmt skýrslu nefndar
sem landbúnaðarráðherra skipaði
og skilaði áliti 4. mars 1991 ætti að
vera unnt að spara verulegar fjár-
hæðir með fækkun mjólkurbúa á
landinu úr 15 niður í 7. I skýrslu
nefndarinnar er velt upp ýmsum
möguleikum varðandi úreldingu
mjólkurbúa en ekki tekin bein af-
staða til þess hvaða mjólkurbú eigi
að leggja niður. Spamaðinn sem
unnt ætti að vera að ná með úr-
eldingu 7 mjólkurbúa metur nefnd-
in á bilinu 150-280 milljónir króna
á verðlagi ársins 1991. Það er
athyglisvert við niðurstöður
þessarar skýrslu að spamaður fer
stiglækkandi eftir því sem fleiri bú
eru lögð niður. Þannig mundi í
einu reikningsdæmi nefndarinnar
geta náðst 120 milljóna króna
spamaður með því að leggja niður
tvö mjólkurbú en þegar röðin er
komin að sjöunda og síðasta búinu
sem tekið yrði úr rekstri sam-
kvæmt þessum möguleika yrði
spamaðurinn við það um þrjár
milljónir á ári. Að hluta til er
skýringin á þessu þó fólgin í því að
tölva nefndarinnar velur fyrst að
úrelda stór mjólkurbú sem spara
stórar fjárhæðir en endar á litlum
búum sem velta minni Qárhæðum
auk þess sem úrelding þessara búa
skapar mjög aukinn flutnings-
kostnað á móti.
Nefnd sú sem hér um ræðir var
skipuð Oskari H. Gunnarssyni,
Guðmundi Þorsteinssyni, Gísla
Karlssyni, Guðmundi Sigþórssyni,
Bjarka Bragasyni, Ara Teitssyni
og Úlfari Thoroddsen. Nefndin tók
við verki svokallaðrar Afuróa-
stöðvanefndar og átti m.a. að
leggja mat á niðurstöður hennar.
Eins og vera ber nú til dags voru
notuð viðamikil tölvuforrit til allra
útreikninga. Það er einnig tímanna
tákn að fyrri nefndin, sem skilaði
áliti 1989, varð að sætta sig við
tölvubúnað sem ekki réð við að
reikna allt landið í einu en slíkur
búnaöur var kominn fram þegar
síðari nefndin hóf störf hálfu ári
síðar. Að því er fram kemur í
skýrslu síðari nefndarinnar
reyndist þetta skipta talsverðu máli
þegar að því kom að ákveða hvaða
mjólkursamlög kæmi helst til greina
að leggja niður.
Tölvan skipti um
skoðun
Það vekur sérstaka athygli þegar
niðurstöður nefndarinnar eru
skoðaðar, að reiknilíkanið sem
notað var við útreikninga tölvunn-
ar gefur ekki afgerandi niðurstöður
um það hvaða mjólkurbú eigi helst
að leggja niður. Oft þurfti ekki að
breyta forsendum nema lítils háttar
til að tölvan skipti gersamlega um
skoðun á því hvaða mjólkurbú ætti
að leggja af og hverjum skyldi
haldið áfram í rekstri. Akveðnar
vísbendingar má þó lesa út úr
þessum gögnum og m.a. kemur
mjólkursamlagið í Borgarnesi
alloft fyrir á listum yfir þau samlög
sem tölvan vill leggja niður.
Þegar þessi nefnd var að störf-
um höfðu nýlega verið úrelt tvö
mjólkurbú, á Djúpavogi og Þórs-
höfn. Nefndin vann því með 15
mjólkurbú sem skiptast þannig
eftir landshlutum:
Reykjavík:
Mjólkursamsalan
Vesturland:
Borgames (úrelding nú ákveðin)
Búðardalur
Vestfirðir:
Patreksljörður (úrelt '93)
Isafjörður
Norðurland vestra:
Hvammstangi
Blönduós
Sauðárkrókur
Norðurland eystra
Akureyri
Húsavík
Austurland:
Vopnaljörður
Egilsstaðir
Neskaupstaður
Höfn (úrelding í skoðun)
Suðurland
Selfoss.
I kjölfar þess að nefndin
skilaði áliti tóku gildi nýjar reglur
um úreldingu mjólkurbúa þar sem
m.a. var gert ráð fyrir að bókfært
verð eigna yrði bætt að fullu. Núna
um áramótin átti þetta hlutfall að
lækka niður í 80%. Þótt úrelding-
armöguleikinn sé formlega enn í
gildi má slá því föstu að þeir sem
ekki gripu tækifærið og gengu frá
úreldingu fyrir áramót, séu ekki að
hugleiða úreldingu. Undan-
tekningu frá þessu er raunar að
finna á Austurlandi. Forsvarsmenn
mjólkurbúanna á Egilsstöðum og
Höfn skrifuðu landbúnaðarráðu-
neytinu í sameiningu fyrir áramót
og skýrðu frá áformum sínum um
samvinnu. Hluti af þessum áform-
um mun vera að úrelda mjólkur-
búið á Höfn. Eftir því sem Bænda-
blaðið kemst næst mun liggja fyrir
vilyrði fyrir því að komi til
úreldingar á þessu ári, verði bók-
færðar eignir á Höfh bættar að fiullu.
Frá því að nefndin lauk
störfum hefur mjólkurbúið á Pat-
reksfirði verið lagt niður. Það
gerðist vorið 1993. í haust var
ákveðið að úrelda mjólkurbúið í
Borgarnesi og nú er til skoðunar að
úrelda mjólkurbúið á Höfn. í
Homafirði sem hefúr á síðustu árum
einungis ffamleitt mozzarella ost.
Nýsköpun atvinnu í
Borgarnesi
Nú er stefnt að því að mjólkurbúið
í Borgamesi verði lagt niður 1.
september á þessu ári. Að sögn
Þóris Páls Guðjónssonar verður
móttaka mjólkur þó áfram í Borg-
arnesi en ekki hefur verið tekin
ákvörðun um hvort henni verður
dælt beint yfir á aðra bíla sem
flytja hana til Reykjavíkur eða
hvort mögulegt verður að geyma
hana í Borgamesi. Bókfært verð
eigna mjólkurbúsins er á milli 250
og 300 milljónir króna og verður
hluta þess fjár, á að giska 70-100
milljónum, varið til að lækka
skuldir en 40 milljónir króna
hyggst kaupfélagið leggja fram
sem hlutafé í nýju matvælafram-
leiðslufyrirtæki sem ætlunin er að
stofnsett verði í Borgamesi í sam-
vinnu við Mjólkursamsöluna og
Osta- og smjörsöluna. Hlutaféð
verður alls 80 milljónir króna og
framlág kaupfélagsins því
helmingur.
Þórir Páll Guðjónsson sagði í
samtali við Bændablaðið að úreld-
ing mjólkurbúsins hefði í för með
sér að um 20 störf fæm forgörðum
en ætlunin væri að nýja fyrirtækið
gæti skapað álíka mörg atvinnu-
tækifæri. „Það liggur að vísu fyrir
að þeir tíu mjólkurfræðingar sem
nú starfa hjá mjólkurbúinu fá ekki
starf við sitt hæfi."
Nálægðin við Reykjavíkur-
markaðinn gerir það að verkum, að
sögn Þóris Páls, að tiltölulega auð-
velt er að koma á fót annarri
starfsemi. Nýja matvælafram-
leiðslan stefnir þó einnig á út-
flutning og í ráði er að fullvinna
bæði fisk og kjöt til útflutnings.
„Við reiknum með að sláturhúsið fái
í haust leyfi til að slátra bæði fyrir
Evrópu og Ameríkumarkað enda
þarf ekki að gera veigamiklar breyt-
ingar á húsinu til að þau leyfi fáist."
Stutt milli búa
Þegar þessi listi er skoðaður út frá
landfræðilegum aðstæðum og þá
einkum vegalengdum milli búa
verður ekki hjá því komist að taka
sérstaklega eftir því hversu þétt
búin á Norðurlandi liggja. Um 50
km eru milli Hvammstanga og
Blönduóss, 75 km frá Blönduósi á
Sauðárkrók, þaðan eru um 120 km
til Akureyrar og loks 90 km þaðan
til Húsavíkur. Loks má geta þess
að frá Hvammstanga vestur í Búð-
ardal eru ekki nema um 75 kíló-
metrar um Laxárdalsheiði. Milli
allra þessara staða eru vegir nú
lagðir bundnu slitlagi (nema Lax-
árdalsheiði) en þess ber auðvitað
að geta að í sumum tilvikum er
yfir fjallvegi að fara. Engu að
síður má bera þessar vegalengdir
saman við íjarlægð milli
mjólkurbúa á landinu austan- og
sunnanverðu. Frá Egilsstöðum til
Hafnar í Homafirði em nærri 250
km og þaðan til Selfoss em 410
kílómetrar.
Það þarf varla að taka fram að
þegar talað er um hagræðingu
vegna fækkunar mjólkurbúa hafa
verið tekin með í reikninginn
atriði á borð við það að flutnings-
kostnaður verður meiri í allmörg-
um tilvikum. Aðrar aðstæður getur
verið erfiðara að meta, svo sem
hvaða áhrif langvarandi ófærð á
hörðum vetri hefur á hagkvæmni.
En sé horft á þær breytingar sem
auðsjáanlega eru framundan, svo
sem væntanlegan innflutning og
samkeppni vegna GATT-samnings-
ins og æ háværari kröfur neytenda
um lægra vömverð, veldur það
Fréttaskýring - Hagræðing í mjólkuriðnaði
Atvinnuleysi veldur
ðreldingarlregðu
Frestur til að úrelda mjólkurbú gegn fullum bótum rann út um áramót. Til stóð að
fækka búum um nærri helming en það hefur mistekist. Erfiðleikar á að skapa ný
atvinnufyrirtæki virðast vega þungt. Verða bændur að taka málin í eigin hendur?
nokkurri furðu hversu hægt hefur
gengið að ná fram þeirri hag-
ræðingu sem skýrslan frá 1991
gefur til kynna að unnt sé að ná.
Atvinnuieysi veldur
tregðu
Viðmælendur Bændablaðsins til-
greina einkum þrjár ástæður fyrir
þessu. í fyrsta lagi skipta mjólkur-
búin víða verulegu máli fyrir at-
vinnu í viðkomandi byggðarlagi.
Tölur um þetta er að finna í skýrslu
þeirri sem hér hefur verið fjallað
nokkuð um. Mjólkursamsalan í
Reykjavík hefúr auðvitað verulega
sérstöðu. Þótt þar hafi árið 1991
starfað 235 manns var það ekki
nema 0,5% af vinnuafli í Reykja-
vík. A landsbyggðinni störfuðu
hins vegar að meðaltali 2% af
vinnuafli á viðkomandi þéttbýlis-
stað í mjólkurbúinu. Hæst var
þetta hlutfall í Búðardal þar sem
mjólkurbúið sá 11% vinnufærra
manna fyrir atvinnu. Þótt þetta
hlutfall sé lægra annars staðar
munar þó um minna en að starfs-
menn mjólkurbúsins bætist á at-
vinnuleysisskrá sem víða er nógu
ijölmenn fyrir.
í öðru lagi óttast bændur víða
að þjónusta við þá muni versna til
muna ef mjólkurbú í grenndinni
verður lagt niður. í þriðja lagi
kemur svo eignarform og jafnvel
óljóst eignarhald einhverra mjólk-
urbúa inn í myndina og hefur að
sögn a.m.k. gert það að verkum að
seinka því um tíma að málið væri
tekið til alvarlegrar umíjöllunar.
Sumir nefna líka „hrepparíg".
Þetta síðasta getur staðist að því
leyti að í sveitarfélagi þar sem lögð
er niður atvinnustarfsemi eru menn
auðvitað að hjálpa nágrannasveit-
arfélagi að skapa fleiri atvinnu-
tækifæri og þar með a.m.k. að hluta
„að hagræða fýrir aðra" eins og einn
viðmælenda komst að orði.
Hvaö er hagræðing?
En það eru ekki allir sammála um
ágæti þeirrar hagræðingar sem
næst með því að úrelda mjólkurbú
og þær úreldingarreglur sem settar
hafa verið upp sem hvati til
hagræðingar í úrvinnslu mjólkur-
afurða. Þórólfur Gíslason kaupfé-
lagsstjóri á Sauðárkróki gerir al-
varlegar athugasemdir við reglur-
nar sem hann segir geta verkað
þannig að nýrri og fullkomnari bú
verði lögð niður en eldri búunum
haldið í rekstri. „Þegar miðað er
við bókfært verð eigna, eins og hér
er gert," segir Þórólfur, „liggur í
augum uppi að það freistar manna
fremur að leggja niður nýleg bú
þar sem bókfært verð eigna er enn
hátt, heldur en að úrelda gömul bú
sem hafa verið afskrifuð að mestu
leyti. I þeirn tilvikum fæst lítið
fyrir eignimar þar sem bókfært
verð þeirra er lágt." Þetta telur Þór-
ólfur hæpna hagræðingu og segir
að betra hefði verið að miða við
einhverja ákveðna upphæð á inn-
veginn mjólkurlítra.
Viðmælendur Bændablaðsins
eru raunar yfirleitt sammála urn að
í mjólkuriðnaði hafi átt sér stað
umtalsverð hagræðing á síðustu
árum. Sem dæmi um þetta má
nefna að Þórólfur Gíslason á Sauð-
árkróki segir að kostnaður við að-
flutninga á mjólk til mjólkurbúsins
hafi lækkað um þriðjung á síðustu
árum. Nokkrir viðmælendur
nefndu þá framleiðnikröfu sem
gerð hefur verið til úrvinnslu-
fyrirtækja landbúnaðarins á
síðustu árum og eru sammála um
að fyrirtækjunum hafi yfirleitt
tekist að standa undir henni með
því að „hagræða hver í sínu
homi."
Vöruskiptamögu-
leikinn
Þeirri hugmynd skaut upp í um-
ræðunni fyrir nokkrum árum að
Akureyringar og Húsvíkingar
gætu haft með sér einskonar vöru-
skipti og efnt til verulegrar hag-
ræðingar á heildina litið með því
að leggja niður sláturhús á Akur-
eyri og mjólkurbú á Húsavík. Með
tilliti til þess sem sagt hefur verið
hér að framan um ástæður fyrir úr-
eldingartregðu gæti þessi hug-
mynd virst leysa vandann. Sú
ástæða sem oftast er tilgreind fyrir
því að menn tregðast við að leggja
niður úrvinnslustöðvar er einmitt
missir atvinnutækifæra án þess að
ljóst sé hvað hægt verði að byggja
upp í staðinn. Hér hefði því mátt
ætla að menn hefðu séð sér hag í
að leggja niður eina tegund starf-
semi en auka atvinnu og umsvif í
annarri í staðinn. En þessi
hugmynd „komst aldrei á flug,"
eins Magnús Gauti Gautason,
kaupfélagsstjóri á Akureyri, orðaði
það í samtali við Bændablaðið.
Magnús Gauti segir að Kaup-
félag Eyfirðinga hafi staðið að
vemlegri hagræðingu í úrvinnslu-
greinum, einkum í slátruninni.
Lögð hafi veriö niður sláturhús á
Grenivík og Dalvík „og hvað
mjólkurvinnsluna varðar er verið
að auka hagræðingu með sam-
vinnu og verkaskiptingu milli búa í
þeirri grein." Að öðru leyti telur
Magnús Gauti erfitt að segja fyrir
um þróunina í framtíðinni. Og þótt
verið sé að tala um hagræðingu á
landsmælikvarða segir hann ekki
hægt að komast fram hjá þeirri
staðreynd að úrvinnslufyrirtækin
séu ekki ein heild og þau lúti ekki
einni sameiginlegri stjórn. „Menn
taka ákvarðanir út frá hagsmunum
þess fyrirtækis sem þeir reka og
taka auðvitað ekki ákvörðun um að
leggja fyrirtækið niður fyrr en að
því kemur að það verður hag-
kvæmt út frá eigin hagsmunum."
Þorgeir Hlöðversson, kaupfé-
lagsstjóri á Húsavík, tók í sama
streng og Magnús Gauti varðandi
hugmyndir um að Akureyringar og
Húsvíkingar skiptu með sér
verkum í slátrun og mjólkur-
vinnslu og sagði að þessa hug-
mynd hefði borið á góma fyrir
nokkrum árum en hún hefði í
rauninni aldrei verið rædd í alvöru.
Þorgeir vildi hins vegar vara við
því að dregin væri upp svart/hvít
mynd í þessu máli. „Við þurfum
auðvitað að hagræða í þessum
geira og draga úr kostnaði. Það má
hins vegar ekki einblína á einn þátt
fremur en annan. Það þarf að taka
á öllum þáttum og það hafa menn
verið að gera. En hvað úreldingu
varðar þá tók stjórn kaupfélagsins
þá ákvörðun fyrir tveim árum að
halda áfram rekstri mjólkurbús."
KS og KASK í hár
saman
Mjólkurbú Kaupfélags Austur-
Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði
hætti allri átöppun neyslumjólkur
fyrir tæplega tveimur árum en fór í
staðinn, nær eingöngu, að fram-
leiða mozzarellaost. Hjá KASK
töldu menn sig með þessari sér-
hæfingu vera að leggja sitt af
mörkum til hagræðingar í grein-
inni. Pálmi Guðmundsson kaupfé-
lagsstjóri á Höfn segir mjólkurbúið
tvímælalaust eitt hið sérhæfðasta á
landinu en engu að síður er nú til
athugunar að úrelda það. Hvers
vegna? Jú, ein meginástæðan er að
mjólkurbúið fær ekki lengur
nægjanlegt hráefni til fram-
leiðslunnar eftir að Mjólkursamlag
KS á Sauðárkróki ákvað að hefja
framleiðslu á mozzarellaosti og
keypti inn í landið nýja vélasam-
stæðu til þess. Auk þess að vinna
úr allri umframmjólk af Austur-
landi fékk Mjólkursamlag KASK
einmitt hálfúnninn ost frá Sauð-
árkróki til framleiðslunnar til að
geta annað eftirspurn. „Á síðasta
ári framleiddum við tæplega 350
tonn af mozzarellaosti," segir
Pálmi Guðmundsson, „og af því
komu um 75 tonn af hálfunnum
osti frá Mjólkursamlagi KS á
Sauðárkróki."
Pálmi er ómyrkur í máli varð-
andi kaup Skagfirðinga á mozzar-
ella-vélbúnaði sem hann segir
ganga þvert á þá hagræðingu sem
menn hafi í orði kveðnu verið að
reyna að ná fram í þessari atvinnu-
grein. „Skagfirðingar virðast hafa
séð ofsjónum yfir þessari vinnslu
okkar þegar þeir sáu hversu vel
okkur gekk." Pálmi er heldur ekki
hrifinn af hlut Sambands afurða-
stöðva í mjólkuriðnaði sem hann
segir ekki hafa aðhafst neitt til að
koma í veg fyrir þessa „hagræð-
ingu" Skagfirðinganna. „Osam-
ræmið í þessu máli er auðvitað það
að þegar verið er að tala um
nauðsyn hagræðingar í mjólk-
uriðnaði þá er hlaupið til og keypt
ný tæki til framleiðslu sem unnt er
að anna með tækjabúnaði sem fyrir
er í landinu. Við létum Skag-
firðinga vita af því á sínum tíma að
við værum til viðræðu um að selja
þeim vélbúnað okkar. Þeir sögðust
vera að fara út í nýja framleiðslu á
afurðum úr mozzarellaosti með
nýrri vélasamstæðu. Samkvæmt
upplýsingum frá fagmönnum í
greininni er hægt að kaupa viðbót-
arbúnað við vélasamstæðu okkar
hjá Mjólkursamlagi KASK til að
sinna þessum nýjungum. En við
það var ekki komandi og þeir fóru
til Italíu og keyptu þar nýjar vélar.
Þetta er nú allur hagræðingar-
áhuginn þegar til kastanna kemur."
Þess ber að geta að formaður
Sambands afurðastöðva í mjólkur-
iðnaði er Oskar H. Gunnarsson,
forstjóri Osta- og smjörsölunnar en
hann var einmitt formaður nefndar
þeirrar sem skipuð var til að fara
yfir hagræðingarmöguleika í
mjólkuriðnaði og skilaði áliti
1991. Um þetta segir Óskar: „Það
verður að segjast eins og er að
mjólkurframleiðslan á Austurlandi
er ekki nægjanleg til að standa
undir þessari framleiðslu." Óskar
segir mjólkurframleiðslu á Norð-
urlandi vera mesta á sumrin en það
vandamál leysist að hluta með
mozzarellaframleiðslu á Sauu-
árkróki þar sem framleiðslan verði
sett í frysti. „Með þessu móti er í
raun verið að flytja sumarfram-
leiðsluna fram á vetur og í því er
fólgið gífurlegt hagræði."
Og kaupfélagsstjórinn á Sauð-
árkróki, Þórólfur Gíslason, hefur
líka aðrar skýringar á þeirri
ákvörðun að fara að framleiða
mozzarella. „Eg vil í sjálfu sér
ekki fara að munnhöggvast við þá
á Höfn en ég verð þó að taka fram
að þegar við vorum beðnir um hrá-
efni til þessarar vinnslu tókum við
strax fram að við hefðum allan
fyrirvara á því að gerast hrá-
efnisframleiðendur. Þessi kaup
okkar voru gerð í fullu samráði við
mjólkurkerfið í heild og við teljum
þetta alls enga offjárfestingu.
Itölsk matargerð nýtur vaxandi
vinsælda og með þessu móti getum
við boðið upp á hráefni til hennar í
fullri breidd, en ekki einungis ost
ofan á pizzur."
Með góðu eða illu?
I úrrvinnslugreinum hefur opin-
berlega á undanfömum árum verið
stefnt að aukinni hagræðingu með
fækkun afurðastöðva. Að því er
mjólkuriðnaðinn varðar má segja
að umþóttunartími hans hafi runn-
ið út um síðustu áramót. Það verð-
ur auðvitað að teljast mjög hæpið
að ráðamenn mjólkubúa fari að
þiggja tilboð um 80% af bókfærðu
verði eigna eftir að hafa í raun
hafnað tilboði um 100% greiðslu.
Að óbreyttu er þannig augljóst að
fleiri mjólkurbú verða ekki úrelt á
næstunni. Enn er að vísu ekki út-
séð um mjólkurbúið á Höfn en
hver sem örlög þess verða er þó
ljóst að mikið vantar á að sú hag-
ræðing náist sem til stóð. Þá vaknar
sú spuming hvort valdboð að ofan
verði þrautalendingin í þessu máli.
Jón Helgason, fyrrverandi
formaður Búnaðarfélags íslands
og fyrrum landbúnaðarráðherra,
segist vilja orða það svo að „áður
en til valdboðs komi þurfi að
minnsta kosti fyrst að ganga úr
skugga um að lengra verði ekki
komist með öðrum hætti." Hann
telur nauðsyn aukinnar hag-
kvæmni hins vegar ótvíræða. „Eg
álít nauðsynlegt að koma á skipu-
lagi sem leiðir til aukinnar hag-
kvæmni á leið vörunnar frá fram-
leiðendum til neytenda. Raunar er
þetta enn brýnna varðandi slátur-
hús en mjólkurstöðvar." Jón
Helgason bendir á komandi sam-
keppni frá innflutningi því til
sönnunar að menn geti ekki leyft
sér að nýta ekki þau tækifæri sem
gefist til hagræðingar.
Þórður Friðjónsson forstjóri
Þjóðhagsstofnunar segir grund-
vallaratriði að ná fram hagræðingu
í úrvinnslugreinum landbúnaðar-
ins. „Ef framlegð í úrvinnslugrein-
um er rýr og léleg," segir hann,
„gefúr auga leið að hvorki er svig-
rúm til að bæta kjör bænda sjálfra,
né heldur til að lækka verð til
neytenda og mæta þannig væn-
tanlegri samkeppni."
Hagræðingin hlýtur að koma
að áliti Þórðar en hann segist raun-
ar sjá tvær leiðir til að ná henni
fram. „Ef ekki næst samstaða milli
afurðastöðva og byggðarlaga um
að ná fram nauðsynlegri hag-
ræðingu, þá sé ég ekki að til sé
önnur lausn en sú að mönnum
verði ýtt út í samkeppni sem trú-
lega mun leiða ti! þess að ein-
hverjir verða gjaldþrota. Ef sú leið
verður farin mun það óhjá-
kvæmilega fara illa með greinina
auk þess sem fyrirsjáanlega mun
myndast togstreita milli afurð-
astöðvanna og bænda meðan á
þessu ferli stendur."
Framleiðendafélög
og útboð
Haukur Halldórsson, fyrrverandi
formaður Stéttarsambands bænda,
segist sjá fram á að til þess geti
komið að bændur stofni fram-
leiðendafélög og bjóði úrvinnsluna
út. „Ef þeir menn sem reka þessi
úrvinnslufyrirtæki treysta sér ekki
til að ná fram þeirri hagræðingu
sem nauðsynleg er, verða bændur
að gera það fyrir þá." Hér að
framan hefur verið rakið hvemig
atvinnuástand þéttbý 1 i sstaða
virðist ráða miklu um það að menn
hafa ekki lagt í að leggja niður af-
urðastöðvar í hefðbundnum land-
búnaðargreinum. Um þetta segir
Haukur að það sé ekki á nokkum
hátt á ábyrgð bænda að halda uppi
atvinnu í þéttbýli. „Afurða-
stöðvamar eru fyrst og fremst
þjónustufyrirtæki. Hlutverk þeirra
er að breyta afurðum landbúnað-
arins í söluhæft horf og bændur
hljóta að gera þá kröfu að þetta
gerist á sem allra hagkvæmastan
hátt."
Menn eru sem sagt á einu máli
um nauðsyn verulegrar hagræðing-
ar í úrvinnslunni umfram það sem
orðið er. Þeir eru jafnframt þeirrar
skoðunar að þessi hagræðing muni
koma hvort heldur sem for-
ráðamönnum úrvinnslufyrir-
tækjanna líkar það betur eða verr.
Óskar H. Gunnarsson, forstjóri
Osta- og smjörsölunnar tekur undir
þetta sjónarmið og gengur jafnvel
svo langt að saka forráðamenn
úrvinnslufyrirtækjanna um
skammsýni. „Það hefur í sjálfu sér
enginn vald til að skipa forráða-
mönnum einstakra úrvinnslu-
stöðva að leggja þær niður. Það er
líka á margan hátt ósköp
skiljanlegt að þær vonir sem
bundnar voru við úreldingu hafi
ekki ræst. Með hagræðingu innan
fyrirtækjanna hefur mönnum fram
að þessu tekist að ná endum saman
og standa undir þeim framleiðni-
kröfum sem gerðar hafa verið til
þeirra á allra síðustu árum. Þess
vegna finnst mönnum kannski
eðlilegt að þeir hafi býsna góð og
vel rekin fyrirtæki í höndunum og
sjá ekki ástæðu til að leggja þau
niður. Hins vegar virðast menn
neita að horfast í augu við þær
breytingar sem eru á næsta leyti,
innflutning og samkeppni vegna
GATT-samningsins og æ háværari
kröfur neytenda um lægra verð."