Bændablaðið - 05.04.1995, Qupperneq 8
8
Bœndablaðið
Miðvikudagur 5. apríl 1995
Hvert stefnir í
INNGANGUR
Islenskur landbúnaður stendur á
tímamótum um þessar mundir.
Fram að þessu hefur hann í aðal-
atriðum haft heimamarkaðinn út af
fyrir sig en nú hefur þetta hins veg-
ar breyst. Með alþjóðlegum samn-
ingum, einkum nýgerðum GATT-
samningi, hefur verið opnað fyrir
innflutning búvara. Þessir sam-
ningar munu móta starfsumhverfi
landbúnaðarins á næstu árum og
áratugum. Við landbúnaðinum
blasir því hið ögrandi verkefni aö
laga sig að nýjum tímum þar sem
alþjóðleg áhrif munu gegna mikil-
vægu hlutverki.
Miklu máli skiptir hversu fljót-
ir íslendingar verða að átta sig á
kennileitum við þessar nýju að-
stæður. I því sambandi er sér-
staklega brýnt að fyrir liggi sem
fyrst vel skilgreind landbúnaðar-
stefna til langs tíma þannig að
bændur viti í aðalatriðum hvemig
starfsumhverfi þeirra verður á
næstu árum. Slík stefnumótun auð-
veldaði landbúnaðinum að laga sig
að breyttum tímum og stuðlaði því
að aukinni hagkvæmni í greininni
og þar með þjóðarbúskapnum.
Jafnframt er auðvitað grund-
vallaratriði hvemig landbúnaður-
inn stendur sig í vaxandi sam-
keppni. Og ekki skiptir minna máli
hvemig innlend matvælafram-
leiðsla sem byggir á landbúnaðar-
afurðum stendur sig. Þessum þætti
hefur ef til vill verið of lítill
gaumur gefinn undanfarin ár.
Hér á eftir mun ég Qalla um
landbúnaðinn í þessu ljósi. Fyrst
mun ég lýsa hlut landbúnaðar í
þjóðarbúskapnum hér á landi og í
nágrannalöndunum. í framhaldi
Þórður Friðjónsson
forstjóri
Þjóðhagsstofnunar
mun ég íjalla um þróun fram-
leiðslu og afkomu undanfarin ár.
Þá mun ég fjalla um stærð heima-
markaðar og skiptingu hans í
helstu afurðaflokka, verðþróun á
landbúnaðarafurðum hér á landi og
stuðning við greinina í samanburði
við það sem gerist annars staðar og
loks líklega þróun landbúnaðar á
næstu árum.
Sama þróun og í
nágrannalöndunum
Landbúnaður hefur átt í vök að
verjast undanfarin ár, bæði hér á
landi og í nálægum löndum. Þróun
vinnuafls í greininni sýnir þetta
r- Mynd 2 •
Framleiðni vinnuafls í úrvinnslu landbúnaðar og iðnaðar án fiskiðnaðar I
Magnvísitala á fjölda ársverka 1973-1991 I
visitala
140
120
100
80
60
Iönaður án fiskiðnaðar
Mjólkuriönaöur
vlsitalz
140
120
100
80
60
1973 1975 1977
Htimild: ÞjiWShanutofnun
40
1991
— Mynd 3
Verðmætaþróun landbúnaðarframleiðslu 1945-1994 |
Á verðlagi 1994
1945 1950 1955
Heimild: ÞjóAhagutofnun
glöggt. Hlutur landbúnaðar í heild-
arvinnuafli hefur dregist saman
jafnt og þétt um langt árabil. Að
baki liggur atvinnuháttabreyting
sem fylgir nútíma hagkerfum.
Framleiðni frumvinnslugreina hef-
ur hvarvetna aukist gífurlega og
fyrir vikið hefur fólki fækkað sem
starfar við þær. A móti hefur vægi
þjónustugreina aukist. Flest bendir
til að framhald verði á þessari
þróun á næstu árum og áratugum.
Á mynd 1 sem fylgir hér með
er sýnd þróun vinnuafls í land-
búnaði sem hlutfall af heildar-
mannafla frá árinu 1980. Á þessu
árabili hefur hlutfallið á íslandi
lækkað úr um 8% í um 5%. Þetta
samsvarar um 4000 ársverkum.
Þessi þróun er ekki einsdæmi. í ná-
lægum löndum hefur þróunin
hneigst í sömu átt. Myndin sýnir
að hlutfallslega hefur samdráttur-
inn verið svipaður hér á landi og
annars staðar á Norðurlöndum;
ferlarnir liggja nær samsíða.
Hlutur landbúnaðar er hins
vegar nokkuð mismunandi á Norð-
urlöndunum. Hann er svipaður á
Islandi, Danmörku og Noregi en
mun minni í Svíþjóð og meiri í
Finnlandi. í Svíþjóð vinna um 3%
vinnuaflsins við landbúnað en
rúmlega 7% í Finnlandi. Skógar-
högg er hér ekki talið með og gögn
fyrir Island og Noreg vantar fyrir
árið 1992.
Sama gildir um framlag land-
búnaðar til landsframleiðslu. Árið
1980 nam það 5,1%, 1990 2,8% og
nú svarar það til um 2'/2%. Sú þró-
un sem hér hefur verið lýst er að
sjálfsögðu ekki bundin við Norð-
urlöndin. Víðast hvar í iðn-
ríkjunum hefur gætt sömu þróunar.
Hlutur landbúnaðar í vinnuafli og
hlutdeild í landsframleiðslu hefur
dregist saman.
Þessi hlutföll segja náttúrlega
ekki alla söguna um hlut land-
búnaðar í þjóðarbúskapnum. Fleira
kemur til. Meðal annars leggur
landbúnaður innlendum matvæla-
iðnaði til hráefni. í matvælaiðnaði-
num starfa nú um 1.700 manns.
Við bætist að út af greininni hafa
sprottið gildar hliðargreinar, svo
sem Ferðaþjónusta bænda. Loks er
landbúnaður þýðingarmikill út frá
byggðasjónarmiðum.
Hér er ástæða til að staldra
aðeins við og skoða nokkru nánar
úrvinnslugreinar landbúnaðar.
Þróun þeirra hefur grundvallar-
þýðingu fyrir landbúnaðinn. Sam-
spil landbúnaðar og úrvinnslu-
greina hans hefur varla fengið
nógu mikla athygli. Staðreyndin er
auðvitað sú að svigrúmið til að
treysta hag bænda og bæta hag
neytenda með verðlækkun á bú-
vörum byggist ekki síður á úr-
vinnslugreinum en þróun innan
landbúnaðarins. I þessu sambandi
er athyglisvert að skoða þróun
framleiðni í mjólkuriðnaði, slátrun
og kjötiðnaði (sjá mynd 2).
Framleiðniþróun í úrvinnslu-
greinum landbúnaðar hefur
óneitanlega verið bágborin. Þannig
er framleiðni vinnuafls í slátrun og
kjötiðnaði nú nánast hin saman og
fyrir tuttugu árum og framleiðni í
mjólkuriðnaði er um 35% minni.
Til samanburðar hefur framleiðni
almenns iðnaðar aukist um hartnær
40% á sama tíma. Þetta er auðvitað
óviðunandi þróun. Það er grund-
vallaratriði fyrir framtíð land-
búnaðar hér á landi að þessar
greinar verði endurskipulagðar
með það í huga að stórauka fram-
leiðni á tiltölulega skömmum tíma.
Mikilvægt er að þau áform sem nú
eru í bígerð í þessu skyni verði
sem fyrst að veruleika.
Framleiðsla
Þótt hlutur landbúnaðar í þjóðar-
búskapnum hafi farið minnkandi
lengst af á þessari öld jókst fram-
leiðslan ár frá ári allar götur til
loka áttunda áratugarins. Lætur
nærri að landbúnaðarframleiðslan
hafi fimmfaldast frá því í byrjun
aldarinnar. Oft var skortur á helstu
landbúnaðarvörum þar til um
miðjan sjötta áratuginn. Frá þeim
tíma og fram til um 1980 jókst
verðmæti framleiðslunnar á föstu
verði hins vegar mjög ört, eða um
Samdrátturinn er langmestur í
framleiðslu kindakjöts, enda hafði
sú framleiðsla aukist mest áratug-
inn á undan. En einnig hefur fram-
leiðsla mjólkurafurða dregist mik-
ið saman. Aðrar afurðir virðast
nokkum veginn hafa haldið hlut
sínum.
Þegar litið er til allra síðustu
ára virðist hafa hægt á samdráttar-
þróuninni og samkvæmt bráða-
birgðatölum varð reyndar land-
búnaðarframleiðslan í fyrra ívið
meiri en árið á undan. Að hluta má
sjálfsagt skýra þetta með því að
efnahagslífið hefur verið að rétta
úr kútnum og heimamarkaðurinn
hefur verið tiltölulega stöðugur.
Innflutningur skyldra matvara
virðist ekki hafa höggvið að ráði í
markaðinn. Útflutningur hefð-
bundinna landbúnaðarafurða er
núorðið sáralítill, þótt bundnar séu
vonir við að lítið kímblað lífrænna
afurða vaxi og dafni á næstu árum.
Afkoma
Þessi þróun ber með sér að
harðnað hafi á dalnum í land-
búnaði á undanfömum árum. Við
því er að öllu jöfnu að búast á
samdráttartímum.
Á mynd sem fylgir hér með er
sýnd afkoma í nautgripa- og sauð-
fjárrækt á árunum 1990-1993.
Þegar á heildina er litið hefur af-
koman versnað jafnt og þétt. Á
árinu 1990 svaraði hagnaður til
1,7% af tekjum, 1991 var hagnað-
1. tafla.
Áætlað smásöluverðmæti innlcndra
landbúnaðarafurða í einkaneyslu 1994
1994
Fjárhæðir Skipting
Vörutegundir m.kr. %
Kindakjöt 4141 18,9
Nautakjöt 1400 6,4
Svínakjöt 2713 12,4
Hrossakjöt 265 1,2
Unnar kjötvömr 2102 9,6
Alifuglakjöt 842 3,8
Kjöt ög kjötvörur alls 11464 52.3
Salamjólkur 2741 12,5
Súrmjólk, jógúrto.þ.h.. 817 3,7
Rjómi 1128 5,1
Skyr 231 1,1
Undanrenna, mysao.fl. 196 0,9
Ostar 2047 9,3
Smjör 590 2,7
Egg 931 4,2
Mjólkurv.. ostar og egg 8680 39.6
Kartöflur og rótarávextir 1091 5,0
Annað grænmeti 701 3,2
Garð- og gróðurhúsaafurðir 1792 8,2
Samtals búvörur 21936 100,0
4% að meðaltali á ári. Magnvísi-
tölur sýna minni breytingar. Eftir-
spumin jókst mun hægar og
vandamála offramleiðslu fór því
fljótlega að gæta.
Um og upp úr 1980 verður
breyting á þessari þróun. Frá þeim
tíma hefur verðmæti landbúnað-
arframleiðslunnar dregist saman.
Samdrátturinn samsvarar um 3%
að jafnaði á ári. Mikil umskipti
urðu því í landbúnaði um og upp
úr 1980.
Þessari þróun er lýst á mynd 3
sem fylgir hér með. Þar kemur
glöggt fram að vaxtarskeiðið hefst
um miðjan sjötta áratuginn og er
nær samfellt til loka áttunda
áratugarins. Landbúnaðurinn tekur
aðeins tvær skammvinnar dýfur á
þessu tímabili, í fyrra skiptið
vegna síldarkreppunnar í lok sjö-
unda áratugarins og í seinna skipt-
ið í tengslum við olíukreppuna um
miðjan áttunda áratuginn. Vöxtur-
inn náði til allra helstu greina, en
var þó mestur í framleiðslu sauð-
fjárafúrða.
Eins og myndin sýnir hefst
samdráttarskeiðið upp úr 1980.
ur 1,3%, 1992 var afkoman í járn-
um og á árinu 1993 nam tapið um
2% af tekjum. Af þessu má sjá að
heldur hefur sigið á ógæfuhliðina
um afkomu landbúnaðar á undan-
fömum árum.
Afkoman hefúr þróast nokkuð
mismunandi eftir helstu greinum
landbúnaðar. Afkoma blandaðra
búa hefur þróast svipað og afkoma
greinanna í heild. Hagur kúabúa
virðist hins vegar fyrst og fremst
hafa versnað milli áranna 1990 og
1991. Miklar sveiflur einkenna
afkomu sauðljárbúa á umræddu
tímabili.
Hér er rétt að minna aftur á að
framleiðni í úrvinnslugreinum
skiptir auðvitað miklu máli um
svigrúmið til að bæta hag bænda.
Afkoma bænda mótast því að hluta
af þróun úrvinnslugreinanna.
Vegna versnandi afkomu hefur
eigið fé greinarinnar rýmað. Árið
1990 var eiginfjárhlutfallið í hefð-
bundnum landbúnaði 57,2% en
1993 var það komið niður í 55,6%.
Fyrirvara þarf að hafa á af-
komutölum í landbúnaði, ef til vill
meiri en í mörgum öðmm