Bændablaðið - 05.04.1995, Síða 11
Miðvikudagur 5. apríl 1995
Bœndablaðið
11
Af erlendum vettvangi
Norskur eðalgrís
Safaríka, meyra svínakjötið
Árið 1991 var kjöt af svínum sem
kynbætt höfðu verið með samruna
þriggja stofna sett á markað í
fyrsta sinn. Kjötið var kallað
"King-ham" og náði það metsölu.
Núna hefur framleiðsla þess verið
endurskipulögð og varan birtist á
markaði undir nýju heiti: "Norsk
Edelgris"
Viðskiptavinir, sem leggja leið
sína í einhverja búð norsku
verslanakeðjunnar REMA 1000,
eru blessunarlega lausir við aug-
lýsingafargan. Það á ekki síður við
um "Eðalgrísinn" en aðrar vörur.
Kjötið er að finna í næsta bakka
við venjulegt svínakjöt. Munurinn
felst aðeins í öðru vörumerki, ei-
litlu hærra kílóverði og svo slag-
orðunum: "Safaríka, meyra svína-
kjötið". "Við seljum jafnmikið af
"Eðalgrísnum" og venjulegum
svínakótilettum og viðskipta-
vinirnir virðast mjög ánægðir með
þessa vöru," segir Fredrik Heidel-
berg, kaupmaður í Rema 1000 í
Túnsbergi. Hann hóf sölu á
"Edelgris" í maí í fyrra og beið
spenntur að sjá hvaða móttökur
kjötið fengi.
"Rema- verslanimar leggja
mikið upp úr hagstæðu vöruverði
og viðskiptavinirnir eiga að geta
verslað á ódýran máta. Þeir eiga
einnig að finna það sem þá van-
hagar um í hillunum hjá okkur.
Þess vegna skiptir miklu að við
séum fljótir til að bjóða nýjar
vörutegundir svo að viðskiptavinir
þurfi ekki að leita annað," segir
Heidelberg.
"Norsk Edelgris" er blanda
þriggja svínastofna. Þeir heita
"Landsvin" (50%), "Yorkshire"
(25%) og "Duroc" (25%).
Markmiðið var að framleiða
fítumeiri vöðva en í skepnum af
"landsvin"-stofni. Þetta skilar sér í
safaríkara og meyrara kjöti.
Fram til þessa eru það ein-
vörðungu neytendur á Rogalandi, í
Agderfylkjunum og Austur-Noregi
"Hver sá sem kaupir
"Edelgris“-kjöt í dag, verður að
vera öruggur um að hann fái
sömu gæðavöru og hann
keypti í gær, sama hvar hún er
keypt. Sama máli gegnir um
pylsurnar. Kaupir þú sama
vörumerkið, þá á einu að
gilda hjá hvaða kjötvinnslu
það er framleitt."
sem notið hafa þessarar nýjungar.
Framleiðslan er nefnilega enn í
litlum mæli og ekki er gert ráð
fyrir að "Norsk Edelgris" verði á
borðum neytenda annars staðar í
Noregi fyrr en með haustinu.
"Eðalgrísinn" er framhald
markaðstilraunar á vegum
"Vestfold-Buskerud"-kjötvinnslu-
nnar árið 1991. Þá var kjötið sett á
markað undir heitinu "King-Ham"
og hlaut frábærar móttökur
neytenda.
Núverandi markaðsstjóri kjöt-
vinnslunnar, Sigmund Fossberg,
átti drjúgan þátt í tilrauninni fyrir
fjórum árum. Hann segir við-
tökumar hafa gefíð ótvírætt til
kynna að mikil eftirspum sé eftir
safaríkara svínakjöti. Fossberg
nefnir einnig mikilvægi fram-
leiðslugæðanna. "Ef við ætlum að
verða við óskum neytenda um
gæðavöm, verðum við að auka
framboð á slíkri vöm sem stendur
undir nafni. Hver sá sem kaupir
"Edelgris"-kjöt í dag, verður að
vera ömggur um að hann fái sömu
gæðavöm og hann keypti í gær,
sama hvar hún er keypt. Sama máli
gegnir um pylsumar. Kaupir þú
sama vörumerkið, þá á einu að
gilda hjá hvaða kjötvinnslu það er
framleitt," segir Sigmund Foss-
berg.
"Markviss notkun gæðamerkja
styrkir einnig stöðu okkar gagnvart
alþjóðlegri samkeppni. Auðvitað
vilja neytendur kaupa ódýrari vör-
ur, en þeir láta þó ekki bjóða sér
hvað sem er. Fæða er samofin til-
finningum og við verðum að sjá til
þess að neytendur taki tryggð við
framleiðslu okkar. Það er bjargföst
trú mín að neytendur séu tilbúnir
til að greiða eilítið hærra verð fyrir
þekkt gæðamerki," segir Fossberg
ennfremur. "Við Norðmenn höf-
um ekki aðstöðu til að gleypa við
ódýrri tilboðabylgju frá megin-
landinu. Við verðum að halda okk-
ur að því sem við em færir í, nefni-
lega því að framleiða gæðavömr
sem höfða til viðskiptavinanna,"
segir Sigmund Fossberg að lokum.
(Þýtt úr Svineavls Nytt Nr. 4 1994)
Sveitadvöl
18 ára norsk stúlka óskar að
komast á býli hérlendis þar sem
hún getur umgengist dýr. Tímabil:
4.-5. til 24.-26. júlí eða í 3 vikur.
Nánari upplýsingar hjá Ottó A.
Michelsen, Miðleiti 5, 103
Reykjavík.
Bændagisting - hótelstjórar
Ég er nemi í Ferðamálaskóla
íslands og mig langar til að vinna
úti á landi í sumar. Góð kunnátta í
ensku, þýsku og ítölsku.
Áhugasamir hafi samband í síma
91-626745.
Til sölu dráttarvél
Til sölu mjög vel með farinn
FORD 5610, árgerð 1987, 72 hest-
öfl, ekinn 1180 klst. Upplýsingar í
síma 98-78470.
Niðurstöður
búreikninga 1993
Út er komið rit um
niðurstöður búreikninga
1993. Tekið er við
pöntunum í síma 93-
70122. Myndsendir
93-70121.
Hagþjónusta
landbúnaðarins
Hvanneyri
Aðalfundur Búnaðarsambands
Kjalarnesþings 1995
Stjórn Búnaðarsambands Kjalarnesþings hefur
ákveðið að halda aðalfund búnaðarsam-
bandsins þriðjudagskvöldið 25. apríl kl. 20:00 í
Þverholti 3 í Mosfellsbæ.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Sam-
kvæmt lögum sambandsins er fundurinn opinn
öllum bændum á starfssvæði búnaðarsam-
bandsins.
Framkvæmdastjóri
Bændasamtaka íslands
Bændasamtök íslands óska eftir að ráða fram-
kvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri í
höfuðstöðvum samtakanna.
Umsækjandi þarf að hafa kandídatspróf í bú-
fræði eða sambærilega menntun, auk reynslu af
stjórnunarstörfum.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl n.k.
Umsóknum ber að skila til formanns Bænda-
samtaka íslands, Ara Teitssonar, sem veitir
nánari upplýsingar í síma 91-630300 eða 96-
43159
Hesteigendur
athugið!
Bændasamtök íslands vilja af gefnu tilefní koma eftir-
farandi atriðum á framfæri:
Búnaðarfélag íslands hefur á undanförnum árum haft
forystu um mikið átak í skráningu á hrossum. Með til-
komu gagnavörslukerfisins Fengs hefur öllum upp-
lýsingunum verið komið í einn öflugan gagnabanka.
Gagnabanki Fengs hefur að geyma upplýsingar um öll
grunnskráð hross þar meðtalin öll sýnd hross, öll frost-
merkt hross og nú síðast öll útflutt hross auk þeirra
hrossa sem hafa verið skráð þegar ræktendur hafa skráð
ræktun sína. Með þessu móti fær hvert hross sitt
fæðingarnúmer, sína kennitölu. Þetta númer á alltaf að
fylgja hrossinu, hvort sem er til sýninga, við frost-
merkingu, sölu eða útflutning.
Nú fer í hönd annatími hjá hesteigendum. Því vilja
bændasamtökin leggja áherslu á eftirfarandi vinnureglur:
Frostmerkinaar: Ef til stendur að frostmerkja þarf fyrst
að athuga hvort hrossið hefur þegar fengið númer t.d.
hvort það sé frá ræktanda sem hefur sín hross skráð í
Feng. Ef ekki ber að ítreka nauðsyn þess að grunnskrá
hrossin með góðum fyrirvara, grunnskráningarblöð fást
hjá bændasamtökunum og búnaðarsamböndunum. Það
er ekki nóg að mæta með upplýsingarnar þegar
frostmerkingin á að fara fram. Það verður fyrst að ætla
tíma til að skrá upplýsingar um hrossin í Feng og skrifa út
vottorðin.
Útflutninaur: Hross eru ekki flutt út í dag nema þau
séu skráð í gagnabanka Fengs. Það þýðir að
útflytjendur verða að gera sér grein fyrir hvaða
upplýsingar eru til staðar og hverjar vantar. Er hrossið
sýnt, frostmerkt eða grunnskráð? Ef svo er, hver er
skráður eigandi? Athugið að gögnum þarf að skila
minnst 3 virkum dögum fyrir útflutning.
Sýningar: Þar gilda sömu reglur, hefur hrossið nú þegar
númer og er skráður réttur eigandi ? Allar sýningaskrár
og dómaskrár eru skrifaðar út úr gagnabanka Fengs svo
að ekki koma þaðan aðrar upplýsingar en þar eru
skráðar.
Grunnskráning: Þær upplýsingar sem hestaeigendur
þurfa að hafa á takteininum þegar grunnskrá á hross
eru; fæðingarár, uppruni, foreldrar og fæðingarár þeirra
(mikilvægt að taka fram ef foreldrar eru númeraðir) auk
kennitalna fyrsta og núv.eiganda.
Bændasamtökin vilja enn og aftur ítreka að fólk ætli rúm-
an tíma til að skrá þessar upplýsingar á fullnægjandi hátt.
Bændasamtök íslands
Hrossaræktin
Bændur
Hross á Japansmarkað
Nú bráðvantar feit sláturhross til slátrunar á
Japansmarkað. 10% yfirverð greitt miðað við
skráð verð án hupps og síðu. Hafið samband
við sláturleyfishafa eða formenn deilda Félags
hrossabænda.
4ÝÍ,
FELAG
HR0SSABÆNDA