Bændablaðið - 08.04.1997, Page 8

Bændablaðið - 08.04.1997, Page 8
8 Bœndablaðið Þriðjudagur 8. apríl 1997 Bændur þurfa að gæta vel aö gæðum dburðar Þegar einkasölu á áburði var aflétt mátti búast við auknu áburðarúrvali á markaði. Inn- flytjendur hafa þó farið sér hægt og enn eru ekki nema örfáir aðilar sem bjóða bænd- um tilbúinn áburð. Þegar úr- valið vex vaknar eðlilega sú spurning, hvort allur áburður sömu tegundar sé jafngóður hvert svo sem vörumerkið er eða hvort ástæða sé til að láta annað en verð ráða valinu. Til að átta sig á svari við þeirri spumingu er rétt að hugleiða hvaða eiginleikar áburðar skipta máli. Hér skulu nefndir fjórir: 1. Uppleysanleg næringarefni séu í þeim mæli sem upp er gefið í vörulýsingu. 2. Áburðurinn sé jafn (homo- gen). 3. Oæskileg cða eitruð fylgiefni séu innan leyfilegra marka. 4. Dreifing áburðarins verði sem jöfnust. í sjálfu sér þurfa bændur ekki að hafa miklar áhyggjur af fyrstu þremur atriðunum, ef þeir kaupa viðurkenndar áburðarblöndur sem hér verða á markaði. Með viður- kenndum áburðarblöndum á ég við áburðarblöndur, sem Að- fangaeftirlit hefur ekki stöðvað sölu á, en það á það að gera ef það kemst að því með sýnatöku úr áburði sem verið er eða ætlunin er að selja, að efnainnihald víkur óleyfilega langt frá því sem upp er gefið og notað er í vömlýsingu við söluna. Eins þarf niðurstaðan að verða nokkum veginn sú sama hvar sem sýnið er tekið úr poka eða hvort sem hún er tekin úr fyrsta farmi eða einhverjum síðar. Með öðmm orðum áburðurinn verður að vera jafn og samur meðan notuð er sama vömlýsing. Þriðja atriðið sem Aðfanga- eftirlitið skoðar er hvort skaðleg eða eitruð efni eru í áburðinum. Steinefnin fosfór og kalí em unnin úr jarðlögum, sem finnast víða og þá fylgja þessum efnum ýmis önnur frumefni. Oft em það algerlega skaðlaus efni og jafnvel gagnleg, en annars staðar kunna þau að vera til tjóns, t.d. ýmsir þungmálmar. í Evrópu (EES) em ákveðin mörk fyrir þessi efni. Aðfangaefitirlitið á að fylgjast með þeim. Sé hins vegar áburð- urinn á markaði annars staðar, t.d. á Norðurlöndum, má yfirleitt treysta því að hann sé í lagi. ís- Ienska Aðfangaeftirlitið þarf þá að fylgjast með því að ekki sé verið að reyna að selja hingað áburð sem hefur ekki hlotið náð Aðfanga- eftirlits annarra Evrópuríkja. Flúðafiskur á Flúðum Úr loðdýrarækt l hausálnrrknii „Það má eiginlega segja að núna sé að verða sprenging í þessu hjá okkur. Framboð á hráefni er mikið og eiginlega höfum við varla undan að verka,“ segir Gunnar Hall- grímsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Flúðafisks hf. á Flúðum. Vanalega er fisk- verkanir að finna við sjávar- síðuna en sem betur fer eru þess dæmi að störf tengd sjávarútvegi hafi iíka orðið upp til sveita, eins sannast á Borgarási við Flúðir. Gunnar var á árum áður í loð- dýrarækt en hörfaði úr þeirri grein eins og svo margir aðrir og sam- tvinnaði þekkingu sína úr störfum við sjávarútveg og hugvit að breyta loðdýrahúsi í hausaverkun. Framleiðnisjóður landbúnaðarins lagði þessu framtaki lið á árinu 1993 þegar Gunnar fór af stað og óhætt er að segja að verkunin hafi síðan eflst jöfnum skrefúm. Á síðasta ári verkaði Flúða- fiskur úr um 1400 tonnum af blautu hráefni en nú um páskana var hráefnið komið i nærri 700 tonn frá áramótum þannig að ekkert bendir til annars en sett verði met í framleiðslunni þetta ári. Gunnar segir að með verkun- inni hafi orðið til 10-12 heilsárs- störf en vinnsla er árið um kring. Afurðimar fara allar á markað í Nígeríu en SIF sér um sölumálin. Gunnar segist ekki sjá því neitt til fyrirstöðu að reka verkun af þessu tagi þetta langt frá sjó. Hann nýtti sér landkosti á jörðinni og boraði eftir heitu vatni við hlið loðdýraskálans og þar fær hann nægt vatn til að nota við þurrkun- ina. Víða vom fáanlegir súg- þurrkunarblásarar þegar bændur til sveita höfðu skipt yfir í rúlluhey- skap en blásaramir koma í góðar þarfir í fiskverkuninni við að blása heitu lofti í gengum þurrkklefana. „Eg er samt ekki viss um að þetta sé hlutur sem allir gætu farið út í. 1 mínu tilfelli nýtti ég mér reynslu úr fyrri við sjávarútveg og síðan þarf aðstaðan að vera fyrir hendi, sem og hráefni," segir Gunnar. iSSgBi Verra er að eiga við fjórða lið- inn þ.e. hvemig áburðurinn dreifist. Sé öll aðalnæringarefnin, N, P og K, að finna í hverju komi er vandinn ekki svo mikill, en get- ur orðið það í áburði þar sem hvert næringarefni er í sérstöku komi, þegar áburðurinn er blanda þriggja eingildra tegunda. Ef komin eru misþung kastast þau mislangt, sé notaður kast- eða þyrildreifari við að bera á. Þá er hætt við að dreifingin veðri rönd- ótt og minni uppskera verður árangurinn. Slíkur áburður verð- ur því að vera töluvert ódýrari en áburður með öll áburðarefni í sama korni. Aðfangaeftirlitið hefur ekki tök á að mæla dreifieiginleika áburðarins. En með því að athuga skiptingu áburðarkomanna í stærðarflokka má fá vísbendingu. Stóru komin em yfirleitt þyngri og kastast þess vegna lengra úr áburðardreifaranum en þau minni og léttari. Sé komum með einu áburðarefninu hættara við að molna en öðmm er hætt við að það efni, t.d. N, verði í óhóflega ríkum mæli næst dreifaranum en minna út við jaðrana. Áburðar- dreifingin verður röndótt. í stuttu máli má segja að niðurstaða mín sé sú að áburð- arverðið eigi að ráða mestu um áburðarkaupin, en þó sé full ástæða til aðgæslu svo að bændur kaupi ekki svo gallaða vöru að hún verði að vera töluvert ódýrari en önnur til að réttlætanlegt sé að kaupa hana. Bændur og starfs- menn þeirra verða að halda vöku sinni./ÓG Skurðbúnaður: 16 tennur, sker 1416 sinnum á mínútu við 540 snúninga á mínútu. Stillanleg fjarlægð milli inntaks og hræristúts, allt að 2,3 m. Auðveld í flutningi, vökvastrokkur lyftir og lækkar dæluna í haug. Ryðfrítt stál í hræristút. Uppfyllir öryggiskröfur Evrópusambandsins. Kælivifta og sérstök olía á drifi eykur endingu. Hrærikraftur er mikill eða 17000 l/min og aflþörf er um 60 hö. Öflugasta mykjuhræra og dæla á markaðnum. Við getum bent þér á fjölda ánægðra eigenda sem þú getur haft samband við. Leitaðu upplýsinga, fáðu myndlista og spólu. BUlJÖFUR Krókhálsi 10, sími 567 5200, fax 567 5218 og farsími 854 1632. Tímabundinn kynningarafsláttur á nýju JOHNDEERE SE traktorunum Nú er loks tækifæri til að eignast John Deere traktor á viðráðanlegu verði. Nú hjálpast allt að: Ný spennandi lína; Tvær stærðir - 84 og 100 hö á lægra verði en áður hefur þekkst og viðbótar verðlækkun sem kemur til af hagstæðu gengi á þýska markinu. Um er að ræða takmarkaðan fjölda véla. Pantanir verða afgreiddaríþeirri röðsem þærberast. Vélarnarverðatilafgreiðslufrájúní 1997. Tvær vinsælustu gerðirnar af John Deere traktorunum fást nú (nýrri útfærslu, SE. Þetta eru John Deere 6200 SE sem er 84 hö og John Deere 6400 sem er 100 hö. Vélamar eru I öllum aðalatriðum eins og Premium gerðin, en með smávægilegum útfærslu breytingum. 'Power’ skipting 40 km, 16/16glrarmeðalvöruvendiglr þarsemhægterskipta um akstursstefnu án þess að kúpla. PermaClutch blautkúplingin er á slnum stað, mótoranir eru þeir sömu og óbreyttir, vélin byggð á stálramma sem fyrr og húsið það sama. Vökvakerfið er einfaldara en áður, minni (burður I mælaborði og frágangi innanhúss, en þægindi óbreytt og vinnuljósabúnaðureinfaldari. TæMfærið sem beóid var eftirl ÞOR HF Reykjavík - Akureyri REYKJAVlK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 - AKUREYRI: Lónsbakka, - Sími 461-1070

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.