Bændablaðið - 08.04.1997, Qupperneq 14

Bændablaðið - 08.04.1997, Qupperneq 14
14 Bœndablaðið Þriðjudagur 8. apríl 1997 Nýtt fyrirkomulag sjóðagjalda Frumwp II laga um lækki samfara breyting- unni. Sé verðið hins vegar fijálst, er það vissulega álitamál hver ber slíka gjaldtöku, íramleiðendi, vinnslu/heildsöluaðili eða neytandinn. Ætla veröur, að í frjálsu verðlagskerfi séu afurðimar verðlagðar út á markaðinn eins og verðþol hans er talið leyfa, en við verðlagningu milli bónda og afurðastöðvar hlýtur að vera tekið tillit til þess, hvomm aðilanum ber að greiða búnaðar- gjaldið. Hið nýja kerfi mun og spara afúrða- stöðvunum fé og þannig styrkja þær fremu en hitt til að skila afurðaverði. Sigurgeir Þurgeirsson, framkvœmdustjóri Bændasamtaka íslands Gjaidtakan sýnileg Með því að bænd- ur þurfa sjálfir að annast framtalsgerð og greiðslu sjóðagjald- anna má ætla, að þeir verði sér þess með- vitaðri en nú, hvað þeir greiða til sameiginlegr- ar þjónustu. Líklegt er því, að aðhald þeirra að félagskerfinu mun' aukast og áhugi á því, hvemig fjármununum er varið. Hvemig breytast álögumar? Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp til laga um nýtt og gjörbreytt fyrirkomulag við álagningu og inn- heimtu sjóðagjalda, þ.e. gjalda sem renna til félagskerfis bænda, vaxta- niðurgreiðslu hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins og Bjargráðasjóðs. Megintilgangur breytingarinnar er að einfalda kerfið, auka öryggi í inn- heimtu og lækka kostnað. Lagt er til að öll álagning færist yfir á einn gjaldstofn, sem verði að mestu leyti sá sami og stofh til markaðsgjalds, og álagning og innheimta færist yfir til skattyfirvalda og innheimtu- manna ríkissjóðs. Búnaðarþing fjallaði um frum- varpið í vetur og taldi nauðsynlegt að huga betur aö ýmsum þáttum í því áður en til samþykktar kæami. Fram kom í umræðum, að nauð- synlegt væri að kynna málið ræki- lega fyrir bændum. Frumvarpið er prentað í heild hér á opnunni ásamt almennum athugasemdum, sem því fylgja, en þar er rakinn nánar til- gangurinn og þær meginbreytingar, sem það boðar. Hér a eftir verður vikið að nokkrum atriðum, sem ástæða þykir til að vekja frekari athygli á. Álagning á framleiðendastig Ein helsta breytingin sem frum- varpið boðar er að færa alla álagningu sjóöagjalda yfir á verð til framleiðenda, en nú eru gjöld til Stofnlánadeildar og Framleiðsluráðs lögð á heildsöluverð. Þetta þýðir grundvallarbreytingu fyrir þá bændur, sem leggja allar af- urðir sínar inn í afurðastöðvar, s.s. sauðfjár- og kúabændur. Afúrða- stöðvamar annast í dag öll skil sjóðagjalda þeirra, en nú koma bændur sjálfir til með að þurfa að greiða gjöldin með uppgjöri virðis- aukaskatts. En eru þetta þá ekki nýjar álögur á bændur? Svo á ekki að vera. Um það er ekki ágreiningur, að búnaðar- gjaldið skuli reiknast inn í grund- vallarverð þeirra afúrða sem lúta opinberri verðlagningu, þannig að verð til bænda hækki en skráður vinnslu- og heildsölukostnaður Flyst skriffinnskan til bænda? Vissulega mun breytingin fela það í sér, að einhver frekari sundur- greining þarf að verða á ffamtölum bænda en ella væri. Forrnið liggur ekki fyrir, en vart þurfa menn að óttast þessa hlið. Þó er rétt að vekja athygli á því, að sé jafnframt um annars konar rekstur að ræða á búinu, s.s. akstur, ferðaþjónustu, verktakastarfsemi, svo nokkuð sé nefnt, ber að halda honum að- skyldum í bókhaldi, þar sem slík starfsemi myndar ekki stofn til álagningar búnaðargjalds. Skýringum þessum fýlgja þijár töflur, þar sem reynt er að varpa Ijósi á það, hvemig gjaldtakan breytist eftir búgreinum. Tafla 1 sýnir álagningu til Bún- aðarmálasjóðs, Stofhlánadeildar og Framleiðsluráðs 1995. Alls numu þessar álögur 564 m.kr. Við kerfisbreytinguna er að því stefnt, að innheimta lil félags- kerfisins sé sem næst óbreytt, en samhliða verði stórlækkuð gjaldtaka til Stofhlánadeildar, eða nýs Lána- sjóðs landbúnaðarins. Þaðerísjálfu sér óviðkomandi þessu frumvarpi, en skýrir þá miklu lækkun sem verð- ur á innheimtu og sést við saman- burðátöflum 1 og3. Tafla 2 sýnir hugmynd að skipt- ingu búnaðargjaldsins til einstakra þátta. Hún er ekki í fullu samræmi við frumvarpið. Astæðan er sú, að ekki verður samkomulag um að allar greinar greiði jafht til Lánasjóðsins. Það er heldur ekki að öllu leyti þannig í dag. Þessi hugmynd felur í sér, að gjaldið verði 0,8% á afúrðir svína og alifúgla, sem hafa mikla veltu miðað við íjárfeslingar, en 1,15% á allar aðrar afurðir. Um þá hugmynd er nú reynt að ná sam- komulagi rnilli búgreinanna. Taflan sýnir óbreytt gjaldhlutföll til BI og búnaðarsambandanna lrá því sem nú er. Einnig sýnir hún nú- verandi gjaldtöku til Bjargráðasjóðs, en skv. lögum um hann getur gjald af mismunandi búgreinum verið allt frá 0 og upp í 1 %. Framleiðsluráðsgjald er nú 0,25% af heildsöluverði, en verður samkvæmt frumvarpinu 0,275% af framleiðendaverði. Það miðast við að gefa áfram hliðstæðar tekjur. Reyndar sýnir áætlunin í töllu 3, að nokkuð vanti þar á. I 3. töflu eru áætlaðar álögur á hverja búgrein eftir mati Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins á gjaid- stofiium greinanna á árinu 1995. Alls er stofhinn áætlaður um 14 milljarðar kr. en hér eru talsverð óvissumörk, og sú óvissa ríkir, þar til álagning hefúr farið fram. Skiptingin í töflunni milli verkefha- flokka er byggð á prósentunum í töflu 2, sem áður var gerð grein fyrir. Samanburður á töflum 1 og 3 sýnir, eftir því sem unnt er að meta, hvaða áhrif breytingin mun hafa á álögur á einstakar búgreinar. Þar er e.t.v. mest sláandi hversu mikið framlög hrossa- og loðdýraræktar hækka til Lánasjóðsins og Fram- leiðsluráðs. Skýringin felst í því, að útfluttar aíúrðir eru undanþegnar samsvarandi gjöldum nú, en verða það ekki skv. frumvarpinu. Menn verða svo að velta því fyrir sér, hvort breytingin sé ósanngjörn eða e.t.v. eðlileg leiðrétting á núgildandi kerfi. Tekjuöflun búgreinafélaga Hið flata gjald, 2,65% á allar afúrðir, felur það í sér að möguleikar eru takmarkaðir til að mæta mismunandi óskum bú- greinafélaga um tekjuöflun, og sama á við um gjaldið til Bjargráðasjóðs. í sumum tilfellum vantar verulega á að tillagan í töflu 2 uppfylli óskir búgreina- samtaka. Þetta á aðallega við um samtök hrossa- og loðdýrabænda. A það verður að reyna, hvort samtökin geta sætt sig við þessar tekjur eða hvaða aðrir tekjumögu- leikar eru fyrir hendi, því að það verður að teljast nánast útilokað að taka upp annað gjaldþrep fyrir þessar greinar. A hinn bóginn verður innheimta af eggjabændum mun meiri en þeirra samtök hafa óskað, og er þá einfaldlega gert ráð fyrir, að samtökin geti jafh- óðum og án langrar fjárbindingar endurgreitt það sem umfram er. Þegar þetta er ritað liggur ekki fyrir hvort iúmvarp þetta getur hlotið afgreiðslu Alþingis í vor. A það verður lögð áhersla að kynna málið á aðalfundum búnaðarsam- banda í vor og sumar, og hvet ég fulltrúa á þeim fundum til að lesa frumvarpið og meðfylgjandi skýringar rækilega. Þetta er án vafa meðal mikilvægustu þing- mála er landbúnað varðar á síðari árum. Tafla 1 Álagning gjalda til Búnaöarmálasjóðs, Stofnlánadeildar og Framleiðsluráðs árið 1995, íþúskr. Afurðir Búnaðarmála- sjóðurl) Stofnlánadcild landb. (%)2) Framleiðsluráð landbúnaðarins Samtals Nautgripaafurðir 74.589 187.207 (52,0) 21.847 283.643 Sauðfjárafurðir 43.804 91.814(25,5) 10.564 146.182 Hrossaafurðir 5.375 3,000 (0,8) 301 8.676 Svínaafurðir 8.509 21.603 (6%) 2.588 32.700 Alifúglakjöt 4.770 15.009 (4,2) 1.813 21.592 Egg 3.128 10.335 (2,9) 1.196 14,659 Kartöflur 5.781 8.025 (2,2) 914 14.720 Gulrófúr 784 1.233 (0,3) 142 2.159 Annað grænmeti+blóm 10.901 20.755 (5,8) 2.389 34.045 Skógarafúrðir 101 293 (0,1) 35 429 Grávara 2.943 491 (0,1) 464 3.898 Æðardúnn 993 166 (0,0) 221 1.380 Samtals 161.678 359.931 42.474 564.083 1) Þ.e. til BÍ, búnaðarsambanda, búgreinasamtaka og Bjargráðasjóðs. 2) Neytenda- og jöfnunargjald + hluti í búnaðarmálasjóðsgjaldi. Upphafsákvæði L gr- Innheimta skal 2,65% búnaðar- gjald af búvöruframleiðendum eins og þeir eru skilgreindir í lögum þessum. Búnaöargjald er rekstrarkostnaður samkvæmt 31. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignaskatt og frá- dráttarbært frá tekjum þess árs sem það reiknast af. Gjaldskyldir aðilar 2- gr- Gjaldskyldir búvöruframleiðendur eru þeir sem stunda rekstur sem fell- ur undir atvinnugreinanúmer 01 og 02 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu ís- lands, sbr. ISAT 95, þó ekki starfsemi í undirflokkum, 01.4, 01.5 og 02.02. Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir sem falla undir 3. tl. 4. gr. laga nr. 50/1988 um viröisaukaskatt. Gjaldstofn 3. gr. Gjaldstofn búnaöargjalds er velta búvöru og tengdrar þjónustu hjá bú- vöruframleiðendum, sbr. 2. gr. Til gjaldskyldrar veltu telst öll sala eða afhending vöru og þjónustu sem skattskyld er skv. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og ennfremur sú sala eða afhending sem undanþegin er skattskyldu skv. 12. gr. sömu laga. Heimilt er gjald- skyldum aðilum að draga frá gjald- skyldri veltu sannanlegt útlánatap sem áður hefur verið talið til gjald- stofns. Einnig er heimilt að draga frá gjaldskyldri veltu andviröi seldra rekstrarfjármuna sem talið hefur verið með í gjaldstofni til virðisaukaskatts. Reki framleiöandi búvöru aðra starfsemi en gjaldskyld er skv. 2. gr. ber honum að halda þeirri starfsemi aðskildri í bókhaldi slnu eða færa hana á sérstakan rekstrarreikning utan landbúnaöarframtals. Á framtali til búnaðargjalds ber gjaldskyldum aðilum að sundurliöa gjaldstofn sinn eftir búgreinum, skv. skilgreiningu í reglugerö sem ráð- herra setur. Gjalddagar ” 4 gr. Gjaldskyldir búvöruframleiðendur skulu á gjalddögum virðisaukaskatts greiða í staðgreiðslu til innheimtu- manna ríkissjóðs búnaðargjald af gjaldskyldri veltu. Staðgreiðsla bún- aðargjalds skv. þessari grein er fyrir- framgreiðsla upp í væntanlega álagningu sem framkvæmd er af skattstjórum. Gjalddagar staö- greiðslunnar skulu vera hinir sömu og gjalddagar virðisaukaskatts hjá viðkomandi gjaldanda, sbr. 24. gr. og 31. gr. laga nr. 50/1988 um virðis- aukaskatt. Greiði gjaldskyldur aðili ekki staögreiðslu á tilskildum tíma skal innheimtumaður ríkissjóðs reikna hæstu leyfilega dráttarvexti skv. aug- lýsingu Seðlabanka Islands á þá fjár- hæð sem vangoldin er. Álagning, viðurlög og kærur 5. gr._______________________ Gjaldskyldir búvöruframleiðendur skulu innan þess framtalsfrests, sem kveðið er á um í 93. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt, skila framtali til skattstjóra eða um- boðsmanns hans þar sem gjaldskyld- ar fjárhæðir eru tilgreindar eftir bú- greinum á því formi sem ríkisskatt- stjóri ákveður. Að loknum framtalsfresti skal skattstjóri leggja á búnaöargjald í samræmi við lög þessi og skulu um þá álagningu gilda sömu ákvæði og er að finna í X. kafla um álagningu, kærur o.fl. í lögum nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt. Ef greiðandi búnaðargjalds telur að álagning hafi ekki veriö rétt ákvörðuð getur hann kært álagning- una til skattstjóra, sbr. X. kafla laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignar- skatt. Frá álögðu búnaðargjaldi skal draga þá fjárhæð sem gjaldskyldur aðili hefur greitt í staðgreiðslu upp í álagninguna á gjalddögum virðis- aukaskatts. Álagt búnaðargjald, að frádregnu því sem greiða bar fyrir álagningu, skal greióa meö sem næst jöfnum greiðslum á þeim gjalddógum þinggjalda sem eftir eru á árinu þegar álagning fer fram. Um þann mismun sem fram kann að koma milli álagn- ingar og staðgreiöslu skulu að öðru leyti gilda ákvæði XIII. kafla um innheimtu og ábyrgð i lögum nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt. Um upplýsingaskyldu, eftirlits- heimildir, viðurlög og málsmeðferö skulu gilda ákvæði laga nr. 75/1981. Ráðstöfun búnaðargjalds 6. gr^ ___________ Tekjum af búnaðargjaldi skal skipt þannig: Til Búnaðarsjóðs 1,275% af stofni Til Lánasjóös landbúnaðarins 1,100% af stofni Til Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins 0,275% af stofni Hluti Búnaðarsjóös skiptist síöan

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.