Bændablaðið - 08.04.1997, Page 15

Bændablaðið - 08.04.1997, Page 15
Þriðjudagur 8. apríl 1997 Bœndablaðið 15 á milli Bændasamtaka (slands, bún- aðarsambanda og búgreinasamtaka skv. nánari ákvörðun í reglugerð sem landbúnaðarráðherra setur að feng- inni tillögu Bændasamtaka íslands. Af hluta búgreinasamtaka skal greiða til Bjargráöasjóðs fjárhæð sem getur mest verið 1 % af gjaldstofni búnaðar- gjalds skv. nánari ákvörðun félags- málaráðherra að fenginni tillögu Bændasamtaka íslands. Fjármálaráðherra stendur skil á gjaldinu mánaðarlega, þó aldrei lægri fjárhæð en nemur 6,67% af álagningu næstliðins árs. Af óskiptum tekjum búnaðar- gjalds skulu 0,5% renna í rikissjóð til að standa straum af kostnaði við framkvæmd laga þessara. Gildistaka 7. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1998 og koma til framkvæmda við innheimtu búnaðargjalds í stað- greiðslu á því ári og álagningu þess á árinu 1999. Jafnframt falla úr gildi lög nr. 41/1990 um Búnaðarmálasjóð og 25. gr. laga nr. 99/1993 um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á bú- vörum. Ákvæði til bráðabirgða I Vegna birgða innheimtir Fram- leiðsluráð landbúnaðarins 1,25% gjald af heildsöluverðmæti kindakjöts sem selt er frá afurðastöövum mánuðina janúar til og með ágúst 1998 og af mjólkurafurðum sem seldar eru frá afurðastöövum mánuð- ina janúar og febrúar 1998. Um hlut- fallslega skiptingu gjaldsins fer eftir ákvæðum 1. mgr. 6. gr. ___________II Þar til álagning hefur farið fram, skv. 2. mgr. 5. gr., skal fjármálaráð- herra standa skil á búnaðargjaldi, eins og nánar er kveðið á um í 6. gr., með hliösjón af áætlun Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins um væntanlega álagningu gjaldsins. Almennar athugasemdir við lagafrumvarp þetta. I júlí sl. skipaði landbúnaðarráð- herra nefnd til að endurskoöa inn- heimtu sjóðagjalda í landbúnaði og gera tillögur um leiöir til einföldunar frá núverandi skipulagi. Nefndina skipa þeir Ólafur Frið- riksson, deildarstjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu, formaður, Gísli Karls- son, framkvæmdastjóri Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins og Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka íslands. Þá hefur Aðalsteinn Hákonarson, lögg. end- ursk. hjá KPMG Endurskoðun hf, einnig starfað með nefndinni. Eins og fram kemur í skipunar- bréfi nefndarinnar er tilgangurinn að endurskoða innheimtu sjóðagjalda í landbúnaði og voru menn sammála um að markmiöið ætti að vera einföld og örugg innheimta. Þá var einnig samstaða um að nauðsynlegt væri að beina innheimtunni yfir á eitt stig, í stað tveggja eins og nú er háttað, þ.e.a.s. annað hvort yfir á framleið- enda- eða heildsölustig Siðan voru ræddar og kannaðar ýmsar leiðir þessu samfara, en niðurstaðan var sú að kanna til hlítar tengingu sjóða- gjalda hinni almennu skattheimtu. Rétt er að gera grein fyrir nú- verandi fyrirkomulagi í innheimtu sjóðagjalda og þeim gjöldum sem um er að ræða. Búnaðarmálasjóðsgjald er inn- heimt skv. lögum nr. 41/1990. Það er innheimt af afurðum nautgripa, sauð- fjár, hrossa, svína, alifulga, garð- og gróðurhúsa hvers konar, auk loödýra- afurða og æðardúns. Gjaldið dregst frá verði til framleiðenda og álagning- arstofn er verð til þeirra. Afurðastöðv- ar sjá um innheimtu þess og standa skil á því til Framleiðsluráðs landbún- aðarins sem síðan greiðir það til við- komandi aðila. Álagningarprósenta gjaldsins er nokkuð mismunandi eftir afurðategundum. Á nautgripa-, sauð- fjár- og skógarafurðum og æðardúni er gjaldið 1,4%, á alifuglakjöti 1,75%, á svinaafurðum 1,775%, hrossaaf- urðum og loðdýraafurðum 2,025%, á kartöflum og gulrófum 1,825% og á öðru grænmeti og blómum er gjaldiö 1,525%. Á eggjum er gjaldið 0,85%. Neytenda- og jöfnunargjald, 2% af heildsöluverði, er lagt á skv. lögum nr. 45/1971 um Stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum. Heildsöluaðilum ber að standa skil á gjaidinu og sér Framleiðsluráð landbúnaðarins um innheimtu þess. Gjaldið er hluti af tekjum Stofnlánadeildar landbúnaðar- ins og er forsenda lágra vaxta af útlánum deildarinnar. Gjaldið er inn- heimt af heildsöluverðmæti sömu af- urða og Búnaðarmálasjóðsgjald, en þó hvorki af loðdýraafuröum né öðr- um útfluttum afurðum. Landbúnaðar- ráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um Lánasjóð landbúnaöarins. i því frumvarpi er m.a. ákvæði um að tekjur til Lánasjóðsins séu 1,1% af stofni búnaðargjaldi, skv. þessu frumvarpi. Framleiðsluráðsgjald 0,25% er skv. lögum nr. 99/1993 um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á búvör- um. Það er innheimt af heildsöluverð- mæti landbúnaðarafurða með neyt- enda- og jöfnunargjaldi. Gjaldinu er ætlað að standa straum af kostnaði við Framleiösluráð landbúnaðarins. Innheimtuferli ofangreindra gjalda er flókið og gjaldstofnar mismunandi. Greiðendur eru framleiðendur, afurðastöðvar og sölusamtök. Eftirlit með álagningu og innheimtu gjaldanna er erfitt og hætta á að gjaldstofnar skili sér ekki að fullu. Þá eru innheimtuúrræði veik. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir einum gjaldstofni og að innheimta sjóða- gjalda færist alfariö yfir á fram- leiðendastigið undir heitinu búnaðar- gjald. Til að gera innheimtuna einfalda, örugga og ódýra er lagt til að búnaðargjald verði lagt á með al- mennum þinggjöldum eins og markaðsgjald og iðnaðargjöld. Gjald- skyldum aðila, sem stundar land- búnað eða skógrækt í atvinnuskyni, ber að fylla út sérstakt framtalsblað á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Gert er ráð fyrir að gjaldstofn fyrir álagningu búnaðargjalds verði hinn sami og gjaldstofn fyrir markaðsgjald að því undanskildu að eignasala Hlýtl hjð Ferðapjúnustu bæmta Ferðaþjónusta bænda býður í ár upp á spennandi ferðir til nýrra áfangastaða. Fb er meðlimur í alþjóðlegum samtökum ferðaskrifstofa sem sérhæfa sig í bænda- ferðum. I samvinnu við danska ferða- skrifstofu, sem hefur áralanga reynslu af bændaferðum, verður í sumar boðið upp á tvær ferðir til nýrra ákvörðunarstaða. Þetta kemur fram í frétt frá Fb. í lok júní (20.6 til 2.7) verður farið í átta daga ferð til Póllands með viðkomu og heimsóknum i Danmörku þar sem boðið verður upp á skoðunarferóir og danska bóndabæi. Boðið er upp á skemmtilega dvöl víðsvegar um Pólland ásamt viðdvöl i Berlín og fleiri stöðum í Þýsklandi. í lok október (20.10 til 5.11) verður svo farið í tveggja vikna ferð til Kína. Flogið verður til Peking og ferðast um landið og markverðir staðir skoðaðir - og veitt insýn í landbúnað í þessu fjarlæga landi. Farið vcrður með reyndum, dönsk- um leiðsögumanni. Frekari upplýsingar veita Þórdís og Margrét hjá Ferðaþjónslu bænda í síma 562 3640. Fram er tekið í fréttatilkynningu frá Fb. að endanlegt verð verði ekki tilbúið fyrr en um miðjan apríl. Tafla 2 Hugmynd að skiptingu búnaðargjalds BÍ Búnað Bsb. arsjóður Búgr. Bjarg. Lánasj. landb. Frlr. landb. Alls Nautgripaafurðir 0,325 0,500 0,100 0,300 1,150 0,275 2,650 Sauðfjárafurðir 0,325 0,500 0,100 0,300 1,150 0,275 2,650 Flrossaafurðir 0,325 0,500 0,200 0,200 1,150 0,275 2,650 Svín 0,125 0,250 0,900 0,300 0,800 0,275 2,650 Alifuglar 0,125 0,250 0,200 1,000 0,800 0,275 2,650 Egg 0,125 0,250 0,900 0,300 0,800 0,275 2,650 Kartöflur, gulrófur 0,325 0,500 0,100 0,300 1,150 0,275 2,650 Annað grænm.+blóm 0,325 0,500 0,400 0,000 1,150 0,275 2,650 Grávara 0,325 0,500 0,100 0,300 1,150 0,275 2,650 Æðardúnn 0,325 0,500 0,100 0,300 1,150 0,275 2,650 Skógarafurðir 0,325 0,500 0,100 0,300 1,150 0,275 2,650 Tafla 3 Búnaðargjatd og skipting þess miðað við áætlaðan gjaldstofn (14 milljarða kr.) árið 1995, í þús. kr. Búnaðarsjóður Lánasjóður landb. í%) Framleiðsluráð landbúnaðarins Búnaðargj. alls Nautgripaafurðir 76.356 71.681 (46,6) 17.141 165.178 Sauðfjárafurðir 44.407 41.688 (27,1) 9.969 96.064 Hrossaafúrðir 5.412 5.080 (3,3) 1.215 11.707 Svínaafurðir 14.672 7.452 (4,8) 2.562 24.685 Alifuglakjöt 11.071 5.623 (3,7) 1.933 18.627 Egg 7.788 3.956 (2,6) 1.360 13.104 Kartöflur 4.489 4.214 (2,7) 1.008 9.711 Gulrætur 608 571 (0,4) 137 1.315 Annað grænmeti+blóm 10.381 9.745 (6,3) 2.330 22.456 Skógarafúrðir 104 97 (0,1) 23 224 Grávara 3.005 2.821 (1,8) 675 6.500 Æðardúnn 1.014 952 (0,6) 228 2.193 Samtals 179.307 153.880 38.581 371.764 myndi ekki stofn fyrir álagningu bún- aðargjalds og að heimilt verði að færa sannanlegt útlánatap til frádráttar stofni. Lagt er til að búnaöargjald verði innheimt í staðgreiðslu samhliða virðisaukaskatti og álagning og af- stemming fari síðan fram árið eftir þegar framleiðandi hefur talið fram til skatts og álagning þinggjalda fer fram. Þegar búvöruframleiðandi skilar virðisaukaskatti fyllir hann út tvo reiti til viðbótar þeim sem fyrir eru á virðisaukaskattskýrslunni eða skilar þeim upplýsingum á sjálfstæðri skýrslu eftir því sem ríkisskattstjóri ákveður. Annars vegar þarf hann að tilgreina gjaldskylda heildarveltu sína í landbúnaði á tímabilinu og hins vegar að tilgreina búnaðargjald sem honum ber að skila af þeim stofni. Hjá flestum yrði um að ræða sömu heildarveltu og fram kemur á viröis- aukaskattskýrslu. Þeir sem stunda aðra starfsemi samhliða landbúnaði og skógrækt verða að halda þeirri veltu aðgreindri. Helstu kostir þessa nýja fyrir- komulags samkvæmt frumvarpinu eru að innheimtan verður einföld, fell- ur inn í hið opinbera skattkerfi og snertir eingöngu hagsmunaaðila. Gjaldstofninn liggur þegar fyrir hjá greiðendum og kostnaður þeirra er óverulegur. Leiða má að þvi rök að að innheimtan verður skilvirkari og víst er að hún nær til fleiri aðila en í núverandi kerfi. Innheimtuúrræði verða þau sömu og gilda um opinber gjöld. Þá er Ijóst að hagræðing verður hjá afurðastöðvum og sambærilegum aðilum við þessa breytingu. MASSEY FERGUSON MASSEY FERGUSOIM 12 x 12 gírkassi Vendigír 40 km ökuhraði Veltistýri Óháð 540/1000 snún. aflúttak 63 lítra vökvaflæði Útvarp/seguiband 55° beygjuradíus 100% vökvalæst framdrif Vel hljóðeinangrað hús (82 dbl) Slétt gólf Lyftutengdur dráttarkrókur Opnir beislisendar Varist eftirlíkingar! Ingvar Helgason hf. Vélasala, Sævarhöfða 2, slmi 525 8070 lNGVAR HELGASON

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.