Bændablaðið - 28.10.1997, Side 1

Bændablaðið - 28.10.1997, Side 1
18. tölublað 3. árgangur Þriðjudagur 28. október 1997 ISSN 1025-5621 Innflutningur á erfðaefni Kúabærdun greiOa aOtvædi Fjárrekstur í haustblíðu Þann 10. nóvember hefjast kynningarfundir um tillögur Nautgriparæktarnefndar um innflutning á erfðaefni í tilrauna- skyni til kynbóta á íslenska kúa- stofninum. Fulltrúar úr Nautgriparæktar- nefiid munu gera grein fyrir til- lögunum og svara fyrirspumum. A fundunum fer einnig fram skoðana- könnun meðal kúabænda um afstöðu þeirra til þessara tillagna. Gefhir eru fimm valkostir sem kynntir eru á blaðsíðu 6. Atkvæðisrétt hafa allir þeir einstaklingar sem standa að mjólk- urframleiðslu á búum með greiðslumark. Kjörskrár verða unnar í samvinnu við félög kúa- bænda í hverju héraði og liggja frammi í upphafi fundar. Sjá nánar á bls. 4,5 og 6. Aukin þörf fyrir fjárhunda FJÁRHUNDAKEPPAIIÁ HESTII BORGARFIRfll Fjárhundakeppni verður hald- in 2. nóvember kl. 13:00 á Hesti í Borgarfirði. Er þetta í fjórða sinn sem slík keppni fer fram hér á landi. Oftast hafa sex eða sjö hundar mætt til keppni, flestir eru af Border Collie kyni en keppnin er öllum opin. Ahugi á fjárhundum er að aukast og þörfin fyrir góða smala- hunda er augljós þar sem fjár- bændum fækkar en landið sem þarf að smala minnkar ekki að sama skapi. I smalamennskum getur góður hundur, undir öruggri stjóm, verið á við marga menn. „Að vera hundlaus fjárbóndi er eins og að vera bifvélavirki án skiptilykils," sagði Dagbjartur Dagbjartsson, formaður Vestur- landsdeildar Smalahundafélags ís- lands, sem stendur fyrir keppninni, í stuttu spjalli við Bændablaðið. Þrautin sem hundur og eigandi glíma við er fjölþætt og reynir á báða. Hundamir eiga að sækja fjárhóp ákveðna vegalengd og færa eiganda sínum, síðan reka þeir hópinn í gegnum tvö hlið, stoppa hann á ákveðnu svæði og að síðustu reka þeir hann inn í rétt. Skráning er í síma 435 1190, hjá Hörpu og Jóhanni, eða á keppnisstað. Fengur, gagnasafn Bændasamtaka íslands, í hrossarækt komið á Alnetið EITTHUNDRAB ÞÚ8UND HR08S í GAGNASAFNIFENGS Fengur, gagnasafn Bændasamtaka íslands í hrossarækt, er komið á Al- netið. Hrossaræktendum og áhuga- fólki um íslenska hestinn hvar sem er í heiminum gefst nú kostur á að nýta sér gagnasafnið við upplýsingaleit að ættum, kynbótadómum og kynbóta- mati um 100 þúsund íslenskra hrossa. Seld verður áskrift að Feng en að- gangur verður ókeypis fram til 12. desember nk. Bændasamtökin hafa unnið ötullega að skráningu upplýsinga í Feng eða alveg frá því hann var tekin í notkun árið 1991. Eins og áður segir hefur Fengur að geyma upp- lýsingar um 100 þúsund hross. Ætt- emi hrossa má rekja allt fram að síðustu aldamót- um sem er mikill fengur fyrir ætt- fræðinga hrossa að grúska í. Þá má fá upplýsingar um alla kynbótadóma á hrossum frá árinu 1967 til dagsins í dag. Alla kynbótadómar sýningar- ársins 1997 er að finna í gagnasafninu ásamt nýju kynbótamati, sem var reiknað út í síðasta mánuði. Auk þess má fá fram kynbótamat allra hrossa sem fyrirfmnast í Feng. Gagnasafnið verður uppfært reglulega á Alnetinu en sífellt er unnið að skráningu í það í Tölvudeild Bændasamtakanna í sam- ræmi við skýrsluhald hrossaræktenda, út- flutningsskýrslur og skráningu á ættemi og eldri dómum. Fyrirtækið Skíma/Miðheimar hf. hefur séð um að varpa gagnasafni Fengs yfir í Informix gagnagmnn, sem býður upp á mikinn hraða og öryggi. Að sögn Jóns B Lorange, forstöðu- manns Tölvudeildar Bændasamtakanna, hefur lengi verið stefnt að því að opna að- gang að gagnasafni Fengs á Alnetinu. Margir áhugasamir hrossaræktendur hér- lendis og erlendis hafi komið þessari ósk oft á framfæri, en ekki hafi gefist færi á því fyrr en nú að verða við henni. Einka-Feng- ur, sem em einkatölvuforrit með gagna- safni Fengs, og hefur verið á markaði frá árinu 1994, verður áfram gefin út enda býður forritið upp á meira en það sem boðið er upp á Alnetinu. T.a.m. em engar upplýsingar um eigendur hrossa að finna á Alnetinu en í Einka-Feng er unnt að fletta upp eigendum sýndra og frostmerktra hrossa. Einka-Fengur nýtist einnig vel til alls konar skýrslugerðar og skráningar á eigin upplýsingum. í sumar kom Einka-Fengur á geisladiski (CD-ROM) og vinna er farin af stað við Windows útgáfu, sem síðar verður gmnnur að margmiðlunarútgáfu. Einka-Fengur býðst í íslenskri, enskri og þýskri útgáfu og hafa um 200 eintök verið seld til ellefu landa, að sögn Jóns. „í samtölum mínum við erlenda notendur Einka-Fengs hef ég orðið var við þann mikla áhuga sem er á íslenska hestinum um allan heim. Með því að opna fyrir aðgang að gagnasafni Fengs á Alnetinu býðst öllum hvar sem er í heiminum með lítilli fyrirhöfn að nálgast upplýsingar frá fýrstu hendi um íslensk hross og hrossarækt. Það er gott til þess að vita að gagnasafnið opnar erlendum kaupendum aðgang að upplýsingum um íslenska hrossarækt, sem vonandi greiðir götu hrossaviðskipta frá íslandi," sagði Jón Baldur. Kristinn Hugason, hrossaræktarráðu- nautur sagði í viðtali við Bændablaðið að þetta væm mikil tímamót í gagnamálum hrossaræktarinnar. Avöxturinn af því upp- byggingastarfi í gagnavörslumálum hrossa- ræktarinnar, sem hefði hafist árið 1991, með tilkomu Fengs-kerfsins væri að koma í ljós. Góður árangur af samvinnu við Tölvu- deild Bændasamtakanna og ötult starf hennar í þessum málum væm happafengur fyrir hrossaræktendur. Gagnasafn Fengs væri orðin gullnáma, sem hrossarætendum um allan heim byðist nú aðgangur að á Alnetinu eða með kaupum á Einka-Feng. Alnet-netfarar geta nálgast Feng á vefslóðinni www.bondi.is. Bœndablaðsmynd: Jón Eiríksson

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.