Bændablaðið - 28.10.1997, Qupperneq 7

Bændablaðið - 28.10.1997, Qupperneq 7
Þriðjudagur 28. október 1997 Bœndablaðið 7 Hundar og ræktun þeirra á íslandi Valræktun hunda er og hefur verið stunduð um langa hríð víðs vegar í heiminum. Upphaflega og yfirleitt af hugsjónamönnum sem voru og eru að rækta saman hunda með vissa hluti í huga og þá sér- staklega hvað varðar eiginleika þeirra til vinnu. Að vísu eru til dæmi um að hundar væru ræktaðir eingöngu útlitsins vegna en það er og verður aldrei farsælt. Við getum tekið dæmi um vel heppnaða vinnuhundaræktun á Border Collie sem skoskir bændur ræktuðu út frá bestu fjárhundunum sínum. Eins má nefna veiðihunda- kynin eins og t.d. Labrador, Flat- coat, Irish Setter og marga fleiri sem voru ræktaðir sem veiðihund- ar til þess að þefa upp og eða stað- setja bráð og sækja hana fyrir eig- anda sinn eftir að hann hefur skotið hana. Þessi hundakyn og mörg önnur eiga það sameiginlegt að á bak við þau liggur gríðarlega mikil og óeigingjöm vinna manna sem byggðu lífsviðurværi sitt á hundinum. Sem dæmi má nefna fjárbóndann í Skotlandi sem á kannski 3-4000 fjár. Það væri ógjömingur fyrir einn mann og þó þeir væm fleiri að hlaupa á eftir slíkum hóp og halda honum saman án þess að hafa með sér góðan fjárhund. Þó hefur það nú þekkst á Islandi að menn setji hundana inn þegar reka eða sækja á fé, og menn taki þá sjálfir við hlutverki hundsins á oft svo mjög dramatískan hátt og hlægilegan. Þetta er sorgleg staðreynd en engu að síður raunin í allt of mörgum tilfellum. Yfirleitt er þetta því að kenna að menn kunna eða hreinlega nenna ekki að temja hundana. Það er nú einhverra hluta vegna með hundana eins og með hrossin að það þarf að temja þá til þess að geta haft not fyrir þá. En þá aftur að ræktuninni. Ræktun Border collie á íslandi er í miklum uppgangi og er það að miklu leyti að þakka einum manni, Gunnari Einarssyni frá Daðastöð- um sem hefur ræktað og þjálfað Border collie til fjölda ára með það að markmiði að koma upp góðum fjárhundum. Af orðinu fjárhundur myndu væntanlega flestir lesa út hundur sem notaður er til að vinna með fé. En hvað þá með íslenska fjárhundinn, stolt okkar Islendinga í gegnum aldimar. Hvemig er komið fyrir ræktuninni á því hundakyni, hafa bændur mikil not fyrir slíkan hund sem tvístrar fé í stað þess að halda því saman. Eins er það grundvallaratriði að fjár- hundur geti hlaupið hraðar en kindin en það er á mörkunum með íslenska hundinn vegna þess að það er búið að afskræma hann. Þá á ég við að hann er orðinn svo smár og stuttfættur að hann á í erfiðleikum með að hlaupa uppi kind, hvað þá við erfiðar aðstæður eins og oft em á íslenskum fjöllum. Samkvæmt gömlum sögnum var íslenski hundurinn háfættari og betri fjárhundur en hann er í dag. Ekki dreg ég það í efa en hvað hefur þá gerst, em íslenskir bændur hættir að hafa not fyrir góða hunda. Eða er það ef til vill eins og ég held að raunin sé, að það er fólk sem engin not hefur fyrir fjárhund í eiginlegri merkingu eða hefur vit á þeim sem em að fikta með ræktun á þeim í skjóli einhverra ræktunarfélaga. Ef að svo er þá er það vítavert og íslenskri hundarækt til skammar. Þama er eins og útlitið sé látið stjóma ræktuninni. ímyndum okk- ur íslenska hestinn, segjum sem svo að við hættum að hæfileika- dæma kynbótahrossin, og létum bara byggingadæma þau, svo leiddum við hryssumar okkar bara undir fallegustu stóðhestana og svo öfugt. Eg þori varla að hugsa þá hugsun til enda. Ég las um það í Bændablaðinu einhvem tímann að það væri búið að finna leið til þess að bjarga ís- lenska fjárhundinum, það væri með því að fá nýja dómara. Nú já, þvflíkt lán. Nú komum við að þessum svokölluðu hundasýning- um sem ég persónulega botna hvorki upp né niður í, en hef þó I greininni kemur fram að rcektun Border Collie á lslandi er í miklum uppgangi og segir höfundur það að miklu leiti að þakka einum manni, Gunnari Eiimrssyni frá Daðastöðum sem hefur rcektað og þjálfað Border collie tilfjölda ára með það að mark- miði að koma upp góðum fjárhund- um. A myndinni má sjá Gunnar að smalafe' með aðstoð hunds. nokkmm sinnum orðið vitni að, m.a. einu sinni í Skotlandi þegar ég sat með nokkmm skoskum vinnuhundaþjálfurum og við horfðum á stóm hundasýninguna Cmfts í sjónvarpinu, var þetta hin mesta kómedía, því þar hlupu menn með hundana í hringi. Eftir það skoðuðu svokallaðir dómarar upp í hundana. Því næst fengu sumir einhverja borða í verðlaun og meistarastig og vom þá þar með taldir upplagðir til ræktunar. Ekki veit ég hvaða kynbótagildi það hefur fyrir veiðihundakyn, hvemig það hleypur í hringi í taumi, hvað þá fjárhundakyn. Þama er greinilega eitthvað stór- undarlegt á ferðinni. Ég held að margir þeirra manna sem eyddu lífinu í að rækta upp mörg góð vinnuhundakyn séu búnir að snúa sér nokkra hringi í gröfinni. Ég hef sjálfur tekið eftir því þar sem ég þjálfa leitarhunda að þeir hundar sem koma ffá vinnuhunda- ræktendum em stómm betri en þeir sem koma ffá sýningaræktendum. Eitthvað hlýtur það að segja manni. Að lokum langar mig til þess að stinga upp á því við þá sem hafa eitthvað með ræktun á íslenska fjárhundinum að gera, að ef ekkert á að gera þannig að íslenski fjár- hundurinn standi undir nafni, þá verði hann kallaður eitthvað annað eins og t.d. „Islenski kjölturakkinn". Steinar Gunnarsson, Skarði, Skagafirði. Nýr og gjörbreyttur Zetor meö ISO 9001 gæðaviöurkenningu Nýr Carraro framöxull með diskabremsum í olíubaði Nýr afturöxull með ƧÍL þýskum Knott Æ diskabremsum í Æm(;!n olíubaði lj® Breyttur ' ÆM gírkassi með 40 km hámarks- / .. w' hraða og bremsur á öllum hjólum , Ný og stærri kúpling 310^**»*^ mm í öllum gerðum Nýr 120 Itr hráolíutankur Nýr og stærri 70 amp alternator Ný vatnsdæla með tveim A-reimum Nýi Zetorinn er fáanlegur 70 og 80 hestafla með og án framdrifs á verði frá aðeins kr. 1.380.000 án vsk. Nýtt, gjörbreytt ökumannshús með 82 db hljóðeinangrunyl Ný hliðarskipting Jm Nýtt Grammer ökumannssæti og M farþegasæti JT Nýtt mælaborð / Nýtt Bosch rafkerfi / Ný opnanleg vélarhlíf Nýr lyftutengdur dráttarkrókur Ný 50 Itr vökvadæla i Nýtt vökvakerfi með Bosch ventlum og allt að 6 I vökvaúrtökum Ný og flotmeiri radial dekk Greiðslukjör til allt að 7 ára VELAVER Lágmúla 7, 108 Reykjavík Sími: 588 2600, fax: 588 2601

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.