Bændablaðið - 03.10.2000, Side 10

Bændablaðið - 03.10.2000, Side 10
I 10 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 3. október 2000 - En fara nautin yngri frá ykkur á sláturhús? ,Já, það gera þau. Annars fer það bara eftir holdafari hvers og eins hvenær hann fer. Við höfum sent kálfa héðan sem eru 16 mánaða en þrátt fyrir ungan aldur vegið 240-250 kfló.“ - Hverniá 'gfenáúr að reká bu , ■, . ■, , I . - ■. .w.-^-awí ~W róunarstyrkurinn breytti að sjálfsögðu miklu. Vel verður fylgst með rekstrinum þessi þrjú ár, allt fj skráð og skrifað. Búið hefur verið í bændabókhaldi hjá búnaðarsambandinu til fjölda ára en að loknum styrktímanum munu menn reyna að draga einhvem lærdóm af þessu,“ segir Gísli og bætir við að styrkurinn hafi dugað fyrir kúnum sem keyptar vom í fyrra en ætlunin er að koma búinu í þá stærð sem er talinn heppileg - þ.e. að búið geti lagt inn 50 til 60 gripi á ári. „Eins hjálpaði styrkurinn okkur í gegnum erfiðleika en við misstum nokkra kálfa í fyrra. Líklega var það selenskortur í kúnum sem varð þess valdandi að kálfamir fæddust máttlitlir og drápust svo. Þetta gerist ekki aftur en ég sprautaði alla hjörðina í vor með alhliða vítamíni - og þetta er líka allt annað,“ sagði Gísli. „Þá vom kálfamir, sem fæddust frá áramótum og fram á vor, sprautaðir með selen áður en þeir fóm út.“ - Hvernig eru kálfarnir fóðraðir eftir að þeir eru vandir undan? „Þeir eru eingöngu fóðraðir á heyi en í samráði við Runólf hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, var ákveðið að prófa að gefa kálfunum malað bygg og þetta hefur verið gert í Qórar til sex vikur fyrir slátrun. Nautin sem ég nefndi áðan fengu þessa meðferð auk þess sem þau fengu líka fiskimjöl. Það merkilega var að matsmennimir sögðu það á mörkunum að skepn- umar hefðu farið í M+ flokk; það hefði vantað á þau fituna. Þrátt fyr- ir þetta voru nautin alveg massív. Ég verð ekki var við að kálfamir leggi nokkuð af þegar þeir em teknir undan.“ Árið 1994 seldu þau Gísli og Ingibjörg mjólkurkvótann - en þau hjón áttu þá þrjár holdakýr sem voru blendingar. Þau fóru á stúfana og keyptu 10 holdakýr í Tungunum en það var fyrir ári að fjölgaði til muna í hjörðinni en þá festu þau kaup á 20 hreinræktuðum Galloway kúm hjá Halldóri á Þverá í Eyjahreppi. Allar voru kýrnar með kálfi. Þess má geta að þær eru ættaðar frá Gunnarsholti. Ingibjörg segir að kýrnar frá Þverá séu einstaklega geðgóðar og rólegar. Annað segja þau hjón að einkenni Galloway kýrnar þegar þær eldast en það er að kýrnar tapa ekki þyngd. Þannig skila þessar miklu kýr talsverðu þrátt fyrir að hafna í viðeigandi flokki í sláturhúsi en aigengt er að 15 ára kýr séu um 300 kíló. bændur sem senda frá sér gripi sem em í lagi. Það er því miður staðreynd að það er of mikið um að bændur sendi frá sér gripi sem flokkast illa - og æði oft em þetta íslenskir gripir. Gæðin verða að vera jöfn.“ - Má segja að neytendur geti vart treyst gæðunum- og má ef til vill segja að það sé eitt mesta vandamálið í framleiðslu á naut- akjöti? ,Jú, þetta er vandamál en með þessum þróunarstyrk er m.a. ætlunin að sýna fram á að það sé hægt að hafa gæðin jöfn. Ræktun holdanauta krefst þess að menn hugsi um sitt. Það þýðir ekkert að slá seinna og fá þarf af leiðandi verra fóður. Eg gef til dæmis ekk- ert kjamfóður nema þá helst síðasta mánuðinn. Það þýðir að heyið sem gripirnir fá verður að vera í góðu lagi. í gamla daga var ræktun holdanauta ekki hátt skrifuð og menn gáfu þeim úrganginn og moðið. Því miður eimir eftir af þessum hugsun- arhætti. En það er ekki langt síðan að farið var að borga meira fyrir Það var fallegur haustdagur þegar Bbl. barði að dyrum hjá Gísla og Ingibjörgu í Byggðarhorni. Þau hjón eru þekkt fyrir afar vönduð vinnubrögð enda í hópi úrvalsbænda sem leggja inn nautakjöt hjá SS. Landið í Byggðarhorni er mest mýrlendi og vallendismóar - og nægir fyllilega fyrir þann búskap sem Gísli og Ingibjörg reka. Þegar Bbl. bar að garði voru kýr og kálfar á beit í stóru hólfi en hross voru í öðru hólfi þar skammt frá. Liðin er sú tíð er hrossin og kýrnar gengu saman en Gísli tók eftir því að hrossin áttu það til að stríða kálfunum - og því var skepnunum stíað í sundur. Kýrnar á Byggðar- horni eru af Galloway stofni og árlega hafa um tíu kýr verið sæddar með Aberdeen Angus sæði sem kemur úr Hrísey. I vor gengu tveir myndarlegir bolar með kúnum og höfðu þeir nóg að gera frameftir sumri! „En best er ef kýrnar eru að bera allt árið,“ sagði Gísli og bætir því við að hann reyni alltaf að velja það naut sem er „þykkt af aftan með mikil læri.“ Gísli sagði að ekki væri víst að hann léti Limosine naut á kýmar enda hefðu ráðunaut- ar ekki mælt með slíku. „Ef við miðum til dæmis við tilraunina sem gerð var á Möðruvöllum þá komu Limosine nautin ekki vel út í sambandi við úrvalið." En hve margir gripir eru á Byggðarhomi? Gísli hugsaði sig um og sagði svo að hausafjöldinn losaði eitt hundrað en í hjörðinni eru 50 kýr sem bera á árinu. „Stefnan er sú að fjölga kúnum í 55 til 60 kýr þannig að hægt sé að slátra um 50 gripum á ári. Eðlilega fæðast kvígur jafnt sem naut og þeim held ég en slátra gömlu kúnum sem eru 10-12 ára.“ sem eingöngu helgar sig fram- leiðslu á nautgripakjöti? „Reksturinn er þungur en ekki síst vegna þess að hér er verið að byggja upp bú af þessari gerð. Tekjumar koma seint enda sérðu hvað það tekur langan tíma frá því að nautkálfurinn fæðist þar til hann fer í sláturhús. Við getum tekið dæmi. Kýmar sem við keyptum fyrir ári eignuðust kálfa sem ekki fara í sláturhús fyrr en haustið 2001. Það tekur tíma að komast í ákveðið rennsli en við erum að ná því smám saman að geta lagt inn eina íjóra gripi á mánuði." - Kaupið þið kálfa frá öðrum bændum? „Við fáum þá ekki. í fyrra auglýstum við í Bændablaðinu eft- ir kálfum en fengum ekki einu sinni upphringingu. Svo virðist sem bændur séu ekki að selja blendinga - en við viljum kaupa. Einnig höfum við orðað það við bændur að fá að sæða kýr hjá þeim með blendingum; höfum haft í huga að geta keypt að eins og 10 kálfa. Það hefur ekki borið mikinn árangur en menn virðast þurfa setja allt á vegna fmmutölunnar og annars. Kýr virðast ekki eiga meira en þetta fjóra kálfa. Það koma til dæmis ekki margar gamlar kýr inn til slátrunar." Gísli minnir á að í samningum, sem gerður var við SS, er gert ráð fyrir að sláturhús SS á Selfossi taki ætíð strax við gripum frá honum enda útvegi hann ætíð naut á ákveðnum tímum. „Auk þess er ég í svokölluðu góðeldi hjá SS en það er flokkur bænda sem hefur um árabil framleitt gott kjöt. Við þessa bændur er gerður „góðeldissamn- ingur“ sem á að tryggja ákveðin gæði. Þeir sem em í þessum flokki fá fyrr greitt en aðrir. Þannig reyn- ir SS að koma til móts við þá - Hvað látið þið kálfana ganga lengi með kúnum? „Allt frá átta til tíu mánuði. En það er athyglivert að kálfamir sjúga mæður sínar svo mánuðum skiptir og líkar illa þegar þeir era skildir frá mæðrunum - en þeir jafna sig á viku eða svo. Vaxtar- hraðinn er mikill. Tveir 18 mánaða kálfar fóm héðan á sláturhús á dögunum. Þeir vigtuðu 270 kíló. Annars skiptir fóðrið miklu. I fyrravetur var heyið svo slæmt að þeir bættu lítið við sig þótt þeim væri rótgefið - nema að þeir fengju mjöl með.“ En vetrarfóðrið sem bíður nautgripanna á Byggðar- homi verður annað og betra. Hvor- ugt þeirra hjóna segist muna eftir annarri eins tíð eða álfka góðum heyfeng. „Það er þá helst sumarið '91 sem kemst nálægt í saman- burði,“ segir Gísli og Ingibjörg bætir við að það hafi ekki rignt of- an í einn einasta flekk. úrvalið - og nú munar það miklu á verði að menn sjá sér hag í að vanda sig. Úrvalið lækkaði t.d. ekki í janúar svo dæmi sé tekið. Kjöt í þeim flokki vantar líka stöðugt á markaðinn. Gripimir frá okkur seljast eins og skot og þótt verið sé að slátra allt að 50 gripum á viku í sláturhúsinu - þá fara oft of fáir í úrval. íslenskir gripir fara sjaldan eða aldrei í úrval. Ég veit að markaðurinn vill kjöt eins og frá okkur og það gerir mann bjartsýnan." Á liðnu ári var tilkynnt að Sláturfélag Suðurlands hyggðist styrkja eitt sauðfjárbú og eitt nautgripabú, til að stuðla að framförum í sauðfjárrækt og nautgriparækt. í samráði við fulltrúa Bændasamtaka íslands var valið eitt sauðfjárbú og eitt nautgripabú. Bændurnir munu fá eina milljón á ári næstu þrjú árin - eða þrjár milljónir hvort bú. I síðasta blaði var rætt við sauðfjárbóndann ísleif Jónas- son í Kálfholti í Ásahreppi, en nú sótti Bbl. heim nautgrip- abúið Byggðarhorn í Árnessýslu. Ábúendur þar eru Gísli Geirsson og Ingibjörg K. Ingadóttir. Jörðin Byggðarhorn er um 400 ha, allt vel gróið land. Mjólkurframleiðslu var hætt á búinu haustið 1994 og fjósi breytt í aðstöðu fyrir eldisgripi. Stefnt er að þvi að innleggsfjöldi verði kominn í 60-70 ungneyti í lok styrktímans. Því hefur verið haldið fram að gæði nautakjöts séu of breytileg. Gísli jánkar því en segir svo að það sé þýðingar- laust að standa í framleiðslu á nautakjöti án holdanauta. „Ég er með nokkra íslenska kálfa en þeir verða ekki neitt miðað við hina. Gæðin eru miklu jafnaði úr blendingunum en hinum. Auðvitað geta þeir lagt af en þeir éta allt og eru harðgerðir. Ég læt þá vera úti frameftir hausti en þá tek ég þá inn; vil ekki sjá þá úti í blindbyl. En hafi þeir verið úti í snjó sér maður strax að þeir krafsa og leita að æti - öfugt við íslensku nautgripina sem halda sig heima við hús.“ Þess skal getið, þeim íslensku til varnar, að blendingarnir eru mun Ioðnari en þeir. Gísli minnir á að ef gripir eru úti í kulda þurfa þeir eðlilega mun meira fóður. AUir gripir sem lagðir hafa verið inn frá Byggðarhorni hafa farið í úrvalsfiokk. Kannski liggur galdurinn í búskapnum hjá Gísla og Ingi- björgu meðal annars í umgengi þeirra við dýrin. Þegar Bbl. fór með þeim til að skoða nokkra blendinga sem voru í fjósi mátti vel greina gagnkvæma væntumþykju - ef svo mætti að orði komast. Gísli segist líka forðast að reka gripina heldur lætur þá ganga frá einum stað til annars í rólegheitum. Sama gildir þegar þeir eru komnir að fjósi og Gísli er byrjaður að gefa. Einn af öðrum tínast þeir inn og fá þá að éta. Hann segist gefa sér tíma en aldrei reka á eftir og gera skepnurnar óstyrk- ar. Ingibjörg tekur undir með bónda sínum og segir aðdáunar- vert að sjá til hans þegar hann er að ná í gripina. „Þeir verða ekki varir við að það er verið að ná í þá og koma þeim í hús,“ sagði Ingibjörg.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.