Bændablaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 1
19. tölublað 6. árgangur Þriðjudagur 14. nóvember2000 ISSN 1025-5621 nálgast Hvanneyri Undanfarnar vikur hefur Lands- síminn staðið í stórræðum fyrir Hvanneyringa en lagning ljós- leiðara frá Borgarnesi að Hvann- eyri stendur yfir. Þegar hann verður kominn í gagnið opnast nýir möguleikar varðandi gagna- flutning um netið fyrir Landbúnaðar- háskólann og syst- urstofnanir svo og íbúa á svæðinu. Þessi mikla „samgöngubót" á vafalítið eftir að koma sér vel s.s. við framkvæmd kennslu og störf á nyju sviði háskóla- deildarinnar, umhverfisskipulagi, en þar þarf væntanlega m.a. að vinna með „þung" myndræn gögn sem flytja þarf á stafrænu formi að og frá Hvanneyri. Þá mun þetta Unnið við leiðarans. einnig opna nýja möguleika í starfsháttum á Landbótasetrinu á Hvanneyri, svo og fyrir kortagerð- ina. Um leið og ljósleiðarinn verð- ur komin heim á staðinn, munu Landssímamenn leggja ljósleiðara milli húsa á Hvann- eyri, en það mun m.a. gera það kleift að tölvuver í kjall- ara heimavistarinn- ar kemst í samband við umheiminn. Heimamenn á Hvanneyri fagna þeim áhuga sem ---------------- Landssíminn hefur sýnt uppbyggingu fjarskipta á svæðinu og vænta forráðamenn Landbúnaðarhá- skólans mikils af samstarfinu við þá á næstu misserum. /SH lagningu Ijós- Stjórn Bændasamtaka íslands boðar til almennra bændafunda um allt lanií Bændasamtök íslands boða til almennra bændafunda og verður fyrsti fundurinn á Hvanneyri 15. nóvember en alls verður efnt til 22 funda. Á fundunum verður meðal annars fjallað um breytingar á starfsemi Bændasamtaka íslands og framtíðarsýn varðandi leið- beiningaþjónustu, endurskoðun búnaðarsamnings, framkvæmd bú- vörusamninga, alþjóðasamninga (WTO og ESB), afkomu í land- búnaði og verðmyndun búvara. Að loknum framsögum verða frjálsar umræður. Fyrsti fundurinn verður á Hvanneyri 15. nóvember en alls verður efnt til 22 funda. „Það er mjög mikilvægt fyrir bændur að þeir fái góða vitneskju um hvað við erum að hugsa og gera, en það er ekki síður mikil- vægt fyrir okkur að hlusta á hinn almenna félagsmann," sagði Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands. Auglýsing um fundina er á blaðsíðu 13 í Bændablaðinu. 60ÐUR ARANGURI RÆHTUIUARSTARH Fyrstu niðurstöður úr af- kvæmarannsókn á nautaár- gangi frá 1994 benda ákveðið til mjög öflugra kynbóta- framfara í ræktuninni að því er varðar mjólkur- lagni og pró- teinhlutfall í mjólk Endaniegur dómur um kynbótagildi nautaárgangsins verður ekki tilbúinn fyrr en seint í vetur. „Frá ýmsum sjónarhólum séð, - ekki síst markaðs- legum er hér um einkar ánægjulega niðurstöðu að ræða, sem mun koma bæði bændum og mjólkuriðnaðinum til góða. Ræktun búfjár er lang- tímaverkefni sem byggist á hagnýtingu fjölþættra upp- singa sem margir bændur verða að taka þátt í að safha. Vonandi verða þau tíðindi sem hér eru boðuð til þess að auka og glæða áhuga bænda á ræktunarstarfi í nautgriparækt," sagði Gunnar Guð- mundsson, forstöðu- maður ráðunautasviðs Bændasamtaka íslands. Þórfríður, Sigurmundurog Þúsi. Þúsundasti kálfurinn Fyrir skömmu kom þúsundasti kálfurinn í upp- eldisstöðina í Þorleifskoti, en sá fyrsti kom í stöðina haustið 1978. Þúsundasti kálfurinn var að sjálfsögðu skírður Þúsi, en hann kom frá Eystra-Hrauni í Skaftárhreppi. Ekki var að sjá að Þúsi væri neitt sérstaklega upp með sér af þessu en hann streyttist vel á móti þegar Þórfríður og Sigurmundur gerðu hann kláran fyrir myndatöku. í Þorleifskoti ráða ríkjum þau Þórfríður Soffía Haraidsdóttir og Sigurmundur Guðbjörnsson. Þórfríður hóf störf í Þorleifskoti árið 1981 en Sigurmundur árið 1984. Þorleifskot er einangrunarstöð sem uppfyllir kröfur yfir- valda búfjársjúkdóma um einangrunartíma og sóttvörn nauta áður en þau mega fara inn á sæðingastöð. En hvernig eru þeir nautkálfar valdir sem dvelja um hríð í Þorleifskoti? Bændur geta boðið fram kálfa sem eru undan kúm sem upp- fylla skilyrði sem nautsmæður og þeim nautum sem nautgriparæktin er að leita eftir nautkálfum undan. Þegar slíkur kálfur býðst tekur nautgriparæktarráðunautur Bændasam- taka íslands, í samráði við viðkomandi héraðsráðunaut ákvörðun um hvort kaupa eigi kálfinn og senda á uppeldisstöðina í Þorleifskoti. Kálfar eru yfirleitt þriggja til átta vikna þegar þeir koma í Þorleifskot. Þess skal getið að allmörg bú eiga þess ekki kost að senda þangað kálfa vegna búfjárveikivarna. Kálfarnir eru hjá þeim Þórfríði og Sigurmundi þar til þeir eru um 15 mánaða gamlir, en þá gerist annað tveggja: Þeir fara á nautastöðina á Hvanneyri eða í sláturhúsið... En árangurinn af starfinu? Um hann má lesa í blaðinu í dag. Sjá viðtal við Gunnar Guðmundsson á forsíðu blaðsins og grein á bls. 14 eftir Jón Viðar Jónmundsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.