Bændablaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 14. nóvember 2000 Þriðjudagsspjall Að þessu sinni er þriðjudagsspjall Bændablaðsins við Gísla Thoroddsen yfirkokk í Perlunni og Hallgrím Hólmsteinsson, markaðs- og sölustjóra Sláturfélags Suðurlands. Og um hvað var rætt yfir rjúkandi kaffibolla? Auðvitað um mat - en mest var talað um mjólkurkálfa. Líklega ættu bændur að gera meira af því að ræða við matreiðslumenn og markaðsstjóra. Þeir fyrrnefndu vita gjörla hvernig á að hræra í pottum og færa til á pönnum svo fólki líki maturinn en hinir síðarnefndu vita margt um neyslumynstur og söluaðferðir. íslendingar þekkja ekki kálfakjöt á sama hátt og ýmsar þjóðir á meginlandinu, en aukin ferðalög landans hafa gert matarþekkingu hans aðra og meiri en hún var. Ef mönnum tekst að ná upp framleiðslu á mjólkurkálfum verða það líklega fyrst og fremst Islendingar sjálfir sem munu snæða þá. Erlendir ferðamenn hér á landi munu hins vegar halda sig við lambakjötið því hluti af ferð til nýs lands er að kynnast matarmenningu þess. Kálfakjöt er vinsæll matur víða ytra en hefur ekki náð fótfestu hér. Gísli sagði að gestir spyrðu stund- um eftir því en „óstöðugt framboð hefur komið í veg fyrir að kálfakjöt næði inn á matseðla. Það getur kostað hundruð þúsunda að búa til matseðil sem þarf að duga í marga mánuði. Það gengur ekki að þjónn segi við gesti að þessi réttur eða hinn sé ekki til.“ Gísli fær sér kaffisopa og bætir því við að það geti tekið nokkur ár að vinna mjólkurkálfakjöti þann sess sem því ber. „Þetta er spurn- ing um þolinmæði. Ég skal koma með dæmi. Fyrsta árið sem við buðum upp á villibráð seldist hún ekki neitt, en örlítið betur næsta ár. Það var ekki fyrr en á þriðja ári sem dæmið gekk upp. Ég byrjaði fyrstur manna með jólahlaðborð í Brauðbæ fyrir 15 eða 20 árum og var með það bara í hádeginu en um helgar var þetta bara á kvöldin. Þetta gekk treglega í fyrstu en nú eru ótal veitingastaðir með jóla- hlaðborð bæði í hádeginu og á kvöldin - alla daga vikunnar. Á sama hátt og við sýnum biðlund í veitingarekstrinum verða bændur að gera slíkt hið sama.“ Við ræddum ögn um hvaða lönd það eru sem þekkja kálfakjöt einna best og að sjálfsögðu var staðnæmst við Italíu. Þar kaupa menn Scaloppine en nokkru norðar snæða menn Vínarsnitsel sem er búið til úr örþunnu kálfakjöti. Vínarsnitsel er ekki Vínarsnitsel nema notað sé kálfakjöt en á Islandi nota menn lamba- og naut- akjöt. Og kálfakrebenettur eru sjaldséðar á Fróni. Það eru þá einna helst húsmæður sem hafa dvalið í Danaveldi sem kunna þá list að búa til svoleiðis mat. Framleiðsla á mjólkurkálfum er dýr og Bbl. minnist þess eftir ferð austur í sveitir að bændur töldu sig þurfa umtalsvert hærra verð fyrir kjöt af slíkum kálfum en öðrum. Sláturfélagið bauð 15% hærra verð í upphafi en í ljós kom að markaðurinn var ekki tilbúinn til að greiða svo hátt verð. „Ástæðan er meðal annars sú að það er ekki hefð fyrir þessari vöru á Islandi. Til þess að svona vara fái byr undir báða vængi þarf að skapa fyrst markaðinn en síðar getur komið krafa um yfirverð - þegar eftirspum er fyrir hendi. Það þarf að taka mið af nautakjötsverði eins og það er hverju sinni,“ sagði Hallgrímur og bætti því við að það gæti vart gengið að ákveða álag í upphaft áður en nokkuð væri vitað um viðbrögð markaðarins. „Það er eðlilegt að það sé einhver munur en í þessu tilviki var hann of mik- ill.“ Auðvitað kom það upp í umræðunni að kálfurinn væri l\EWHOLLAI\D Mest selda dráttarvélín I ár Ný New Holland TL90 4x4 85 hestafla dráttavél með Alö 940 ámoksturtækjum Búnaður:: Hljóðeinangrun í ökumannshúsi 74 db • Ryksíur í miðstöðvarkerfi • 3ja hraða miðstöð • Faregasæti • Rafstiltt loftpúðaökumannssæti • Sóllúga • Veltistýri með hæðastillingu • Þurrkur og rúðusprauta á fram- og afturrúðu 1 Opnanlegir hliðargluggar ' 3 baksýnisspeglar ' Spegill á dráttarkrók 1 Lágnefja Útblástursrör til hliðar og upp með hurðarstaf 1 Stillanleg frambretti • Brettabreikkanirá afturhjólum • Flotdekk framan stærð 440/65-R24 •Flotdekk aftan stærð 540/65-R34 • 3ja hraða aflúttak • Snúnings- og hektarmælir á aflúrtaki • Yfirstærð af startara 3.5 kw • Yfirstærð af rafgeymi 135 Ah • Yfirsíærð af alternator 85 amp • 127 lítra eldsneytistankur með hlífðarpönnu • Tvöfatt vökvakerfi með 60 og 35 l/mín vökvaflæði • 40 km alsamhæfður gírkassi • Samhæfður vendigír vinstra megin við ökumann • Vökva-vagnmremsuvenb'll • Kúlu-hraðtengi á beislisendum og yfirtengi • 4 vökvaúttök • Lyftukrókur og sveiflubeisli • Hliðarstláttarstífum með stiglausri stillingu • 4 vinnuljós á ökumannshúsi • Stjórnstöng aftaná vélinni fyrir beisli • Rafstýrðar vökva-driflæsingar á öllum hjólum • Útvarp og segulband • Dráttarkrókur framan á vél • Alopnun á vélarhlíf • 3 staðlar rafmagnsúttök • Ásett tvívirk Atö 940 ámoksturtæki • Númer og skráning á vél • Greipartengi á ámoksturtækjum • 0.53m3 skófla á ámoksturtækjum • 2ja staðla hraðtengi á ámoksturtækjum Lágmúli 7 • Reykjavík Sími:588 2600 • Akureyri Sími:461 4007 VELAVERf www.velaver.is HTT Heildarlausnir i tölvu- & tæknibúnaði HT&T ehf. Sætún 8, 125 Reykjavfk Sími 569 1400, Fax 569 1554, www.htt.is Gjaldmælarnir eru fyrirfer&arlitllr og þægilegir f uppsetningu. • Eigum á lager stafræna gjaldmæla fyrir fslenska mynt. • Henta vel til gjaldtöku fyrir ýmiskonar þjónustu: • Sólbekki • Þvottavélar • Sturtur • fþróttaaðstöðu • Vfdeó • Tómstundaaðstöðu • Æfingatæki • Sjónvörp o.fl.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.