Bændablaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 2
Vinna halin við hðnnun kennslu- ng rannsóknaijóss á Hvanneyri Hafín er vinna við hönnun kennslu- og rannsóknafjóss við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri (LBH). Undirbún- ingshópur með fulltrúum Rannsóknastofnunar Landbún- aðarins, Bændasamtökum ísl- ands, Landssambandi kúa- bænda, auk LBH skilaði skýrslu um markmið fjóssins 16. feb. 2000. Þar segir meðal annars að megin markmið verkefnisins sé „...að efla og bæta aðstöðu til kennslu, rannsókna og þróunar- starfs í nautgriparækt á tslandi...“. Síðan er skilgreint tjórskipt hlutverk fjóssins: Kennsla, rannsóknir, sýningar- aðstaða og almennur rekstur. Grunnskipulag fjóssins er að taka á sig nokkuð ákveðna mynd. Um er að ræða lausagöngufjós með legubásum og gegnumgang- andi fóðurgangi. Ekki er stefnt að verulegu uppeldi nauta, en mikið lagt upp úr góðum aðbúnaði kálfa og kvíga; meðal annars eru legubásar fyrir kvígur, og gert ráð fyrir að hægt sé að viðra bæði kvígur og kýr daglega allt árið. Nýlega var tekin endanleg ákvörðun um val á mjaltatækni. Akveðið var að. ekki væri ráðlegt að byggja fjósið eingöngu með fúsmjaltakerfi í huga. Aðal ástæð- an er sú að nauðsynlegt er, enn um sinn og í fyrirsjáanlegri framtíð, að kenna bændaefnum vinnubrögð við mjaltir. Því verður fjósið hannað sem hefðbundið mjalta- básafjós. Hins vegar er Ijóst að mörgum spumingum er ósvarað um hentugleika fúsmjaltakerfa við íslenskar aðstæður; notkun sumar- beitar, vinnuþörf og vinnubrögð, auk nýtingar á þeim gögnum sem kerfin safna. Vegna þessa er stefnt að því að setja upp mjaltara í fjósinu til athugunar og prófunar, fáist til þess stuðningur úr rann- sóknasjóðum. Stefnt er að því að hönnunar- vinnu ljúki upp úr áramótum og að framkvæmdir hefjist næsta sumar, svo fremi sem nægar fjárveitingar fáist. Hugmyndir um staðsetningu fjóssins eru nokkuð mótaðar, en að þeirri ákvörðun hafa komið allmargir aðilar. Sú tillaga sem nú er unnið eftir hjá landslagsarkitekt LBH, er að fjósinu verði fundinn staður á svokölluðum Fjárhúsflöt- um. Þannig fellur fjósið inn í þann kjama landbúnaðarbygginga sem þar standa fyrir. Torfi Jóhannesson ■i Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur hjá Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, flutti erindi á aðalfundi Landssamtaka skógar- eigenda í ágúst s.l. um plöntusjúkdóma og meindýr. í erindinu fjallaði hann um ýmsa sjúkdóma í trjáplöntum sem hafa borist hingað til lands undanfarin ár og velti fyrir sér hvaða áhrif þeir kunna að hafa í skógræktinni. Að sögn Guðmundar hafa þónokkrir sjúkdómar í trjágróðri borist hingað til lands á und- anfömum árum. Fyrst skal telja gljávíðiryð sem skaut fyrst upp kollinum í Hornafirði 1994 og hef- ur fundist um mestallt sunnanvert landið, allt vestur á Akranes. „Þessi sjúkdómur hefur reyndar fyrst og fremst áhrif í görðum en skiptir engu máli í skógrækt út af fyrir sig.“ Annar sjúkdómur er asparryð sem barst hingað í fyrra og fannst þá á Selfossi og í Hveragerði. „Þessi sjúkdómur hefur ekki breiðst mikið út en hefur þó fund- ist í Þrastarskógi og í Þorlákshöfn. Þessi sjúkdómur víxlar milli lerkis og aspar, sem þýðir að hann verður að berast úr lerkinu yfir í öspina til að valda tjóni en gerir samt lerkinu ekkert illt. Yfirleitt er lerki og ösp ekki gróðursett hlið við hlið í skógrækt þannig að þar skiptir þetta ekki miklu máli.“ Af öðrum sjúkdómum nefnir Guðmundur nálafallssýki í lerki sem er útbreidd á Suðurlandi. „Það virðast vera nokkrar skemmdir eft- ir hana í ár og í uppsveitum Suður- lands ber dálítið á trjám sem virðast hafa drepist af völdum þessa sjúkdóms. Þessi sjúkdómur skaut einnig upp kollinum í gróðrastöð á Fljótsdalshéraði og Cr reyndar aðallega þekktur erlendis t' gróðrastöðvum. Þetta hefur orðið til þess að menn hafa verið í meiri vafa um lerkiræktina á Suður- og Vesturlandi en menn hafa reyndar ekki verið með stórfelldar áætlanir um lerkirækt þar eins og annars staðar. Það bendir margt til þess að rússalerki og síberíulerki dafni ekki vel þar enda er mest hætta á slíkum sýkingum þar sem saman fara hlý og rök sumur eins og ger- ist sunnanlands og vestan. A Norður- og Austurlandi er slíku hinsvegar ekki til að dreifa og því mun minni hætta á að nálafallsýkin valdi usla í þeim landsfjórðung- um.“ Guðmundur nefnir einnig að nýlega kom til landsins ryðsjúkdómur á rauðgreni sem hefur stungið sér töluvert niður í uppsveitum á Suðurlandi og hefur einnig fundist í Skorradal og undir Hafnarfjalli. „Það er ekki vitað hvað verður úr þessum sjúkdómi en það er þó þekkt frá Noregi að hann getur verið slæmur þar sem rauðgreni á erfitt uppdráttar. Við höfum séð merki um að rauðgreni dafnar víða ekki sérlega vel hér á landi og því óttast maður að þetta geti orðið til vandræða." Guðmundur nefnir einnig að upp hafi komið nálafallssýki í rauðgreni á Vesturlandi. Þetta skapi áhyggjur af rauðgreninu auk þess sem rauðgreni hefur nokkuð verið að drepast, sérstaklega í Haukadal og Þjórsárdal. Ekki sé vitað um orsökina fyrir því en þó er talið fullvíst að hvorugur þess- ara sjúkdóma eigi sök á því. Guðmundur giskar á að hátt í 5% rauðgrenis hafi drepist af völdum sjúkdóma í Haukadal sem geri það að verkum að enn meiri ástæða sé til að hafa áhyggjur af því. Guðmundur segir að plöntusjúkdómar séu að verða töluvert meira vandamál nú en áður. „Fyrir nokkrum árum voru meindýr aðalvandamálið í skógrækt. Þó voru ekki nema 5-10 tegundir af meindýrum fyrir hendi og flestar þeirra innfluttar. Það var hins vegar lítið um sjúkdóma aðra en þá sem hafa verið landlægir hér öldum saman. Þetta er því vaxandi vandmál.“ En það er hægt að takast á við þennan vanda. „Við fengum á síðasta ári styrk til rannsókna á ryðsjúkdómunum í ösp og gljávíði. Þær rannsóknir eru gerðar í sam- starfi við Dr. Halldór Sverrisson plöntusjúkdómafræðing á Rannsóknastofnun Landbúnaðar- ins og Dr. Guðríði Gyðu Eyjólfsdóttur sveppafræðing á Náttúrufræðistofnun íslands, Ak- ureyrarsetri. Fyrstu niðurstöðurnar eru nú komnar í hús en þær eru úr klónatölun á ösp á Suðurlandi, nánar tiltekið úr tilraunareit á Böðmóðsstöðum. Þar eru um 40 klónar af ösp og þeir voru allir smitaðir með asparryði í sumar. Síðan var það skoðað og metið hversu mikil sýking væri á hverju einasta tré og það sýnir sig að munurinn á klónunum með tilliti til ryðs er mjög marktækur og nokkrir klónar sleppa nokkuð vel. Það skal tekið fram að ekki er verið að stefna að fullkominni mótstöðu en slæm reynsla er af slíkum tilraunum í Evrópu. Við er- um að leita að afbrigði sem hefur mikið þol en þó ekki algert. Fyrstu vísbendingar eru mjög góðar og við munum halda þessum tilraun- um áfram næsta sumar.“ Landbúnaðarráðuneytið og Hrossaræktarsamtök Suðurlands hafa endurnýjað leigu SH á Stóðhestastöðinni í Gunnarsholti. Leigutími er fimm ár og tekur gildi frá og með 1. janúar nk. í samningum segir að leigan sé vegna „rannsókna á frjósemi íslenska hestakynsins og þróunarverkefnis í hrossasæðingum." Undir samninginn rituðu þeir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, og Jón Vilmundarson, for- maður HS. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fóru 6.519 eintök í dreifingu hjá íslandspósti um miöjan júlí. Bændablaðinu er dreift fritt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3.800 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.800. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 - Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) - Beinn sími ritstjóra: 563 0375 - Auglýsingastjóri: Eirikur Helgason - Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 - Blaðamaður: Hallgrímur Indriðason. - Blaöstjóm: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. - Netfang: bbl@bondi.is - Umb.rot: Prentsnið - Prentun: ísafoldarprentsmiðja - Nr. 123- ISSN 1025-5621 i stuttu aáli Stóðhestur í Húsdýragarðinum í vetur Rétt er að hvetja bændur sem eiga leið um Reykjavík til að heimsækja Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal. Starfsmennirnir í garðinum hafa lagt sitt af mörkum til þess að kynna íslenskan landbúnað og ber að þakka þeim það. Þess má geta að eins og undanfarin ár verður til sýnis glæsilegur og þekktur stóðhestur í Húsdýragarðinum í vetur. Það er Galdurfrá Sauðárkróki sem hefur vetursetu í garðinum og gleðja augu gesta. Galdur er fæddur Guðmundi Sveinssyni 1986, brúnskjóttur, undan Gusti frá Sauðárkróki og Hrafnhettu frá sama stað. Hann hlaut sinn hæsta einstaklingsdóm árið 1993, þá sjö vetra,, með aðaleinkunn 8,27, 7,95 fyrir sköpulag og 8,59 fyrir hæfileika. Hann er nú í eigu Huldu Katrínar Eiríksdóttur. Galdur verður hýstur nú á haustdögum, en óvíst er hvort hann verður notaður hér á húsgangmáli næsta vor. Auk Galdurs verða á húsi hross í eigu Húsdýragarðsins og kennir þarýmissa lita, m.a. brúnlitförótt, móvindótt og móskjótt svo eitthvað sé nefnt. Nýr hrútur Þá hefur Húsdýragarðurinn fengið nýjan lambhrút í stað hrútsins Þorra sem drukknaði síðla sumars. Arftaki Þorra hefur verið nefndur Garpur. Garpur er svartbíldóttur frá Broddanesi á Ströndum. Hraði snigilsins Hugtakið „hraði snigilsins" hefur einkum verið tengt Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra og í ræðu sem hann hélt við opnun Garðyrkjumið- stöðvarinnar að Reykjum í Ölfusi tengdist hann joessu hugtaki enn órjúfanlegri böndum, en í ræðunni sagði hann m.a.: „Það sem einkennir góða stjórnmálamenn er að þeir vita hvaða mál eiga að fara á hraða snigilsins og hvað ekki. Mörg mál leysast nefnilega af sjálfu sér ef þau fá að fara á þeirri ferð!“ Þá er að sjá hvaða mál fá að fara á hraða snigilsins í ráðuneytinu...

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.