Bændablaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 14. nóvember 2000 BÆNDABLAÐIÐ 5 Inda Indriðadóttir rekur ferðaþjónustu í Lauftúni í Skagafirði: Stöðug aukning fná ári til árs Landbúnaúarlil Inda Indriðadóttir hefur rekið ferðaþjónustu að Lauftúni í Skagafirði í 11 ár. Reksturinn hefur gengið vel og gestum hefur fjölgað jafnt og þétt síðan hún hóf þennan rekstur. Bænda- blaðið sló á þráðinn til Indu og spurði hvernig sumarið hefði gengið. Það var nokkuð gott og það kom svipaður fjöldi af útlend- ingum og af íslendingum. Þetta sumar var ívið betra en í fyrra og þar hefur gott veður örugglega haft sitt að segja. Nýtingin var mjög góð yfir sumarið. Hvernig hefur þróunin verið þau ár sem þú hefur rekið ferða- þjónustu? Það hefur verið stöðug aukning frá ári til árs og vinsældimar hafa aukist. Það er töluvert um að sama fólkið komi aftur og aftur, bæði Islendingar og útlendingar. Býðurðu upp á einhverja afþreyingu fyrir gesti? Nei, það er ekkert slíkt hjá mér. Fólk fer hins vegar í Víðimýri, Varmahlíð og aðra staði sem em nálægt mér. Svo er hestaleiga við tjaldstæðið á Hofi. Það er því stutt að fara ef fólk vill ná sér í einhverja afþreyingu. Se'rðu fram á áfratnhaldandi aukningu? Ég veit það ekki en aukningin má nú ekki vera mikil hjá mér ef ég á að ráða við að taka á móti þeim. Það er hins vegar komið tjaldstæði núna rétt hjá okkur með góðri hreinlætisaðstöðu, heitum potti o.fl. þannig að það er spuming hvort það hefur áhrif á aðsóknina. Hvemig er svo að vera ferðaþjónustubóndi ídag? Það er mjög ánægjulegt að vera í þessu starfi. Við höfum fengið mjög gott fólk hingað sem er afar þakklátt fyrir það sem maður gerir fyrir það. JínífMTrrTjTlíntTIonvm^rrTfi^ » • I . . , • I I ,////•• •" //• < i,i •«111/, Qna ' / ' I 1 I / / < ' I ' I / / ✓ ' < , \ \ 11 ' ' i 1 f / < ■ i_t l < ■ . I / < Grímur hetur orúiú Inda í Lauftúni. Ein af sögum Mark Twains fjallar um mann sem varð fyrir árás nokkurra manna er hugðust lúskra á honum. Nærstaddir sáu til aðfaranna og komu honum til bjargar. Upphófust þá mikil slagsmál en fljótlega slapp maðurinn út úr þvögunni, hirti upp húfupottlokið sitt og gekk leiðar sinnar og var þar með úr sögunni. Slagsmálin héldu hins vegar áfram um hríð uns þau fjöruðu út eins og slagsmál gera að lokum. Þessi saga kom upp í hugann þegar fréttir bárust af nýliðnu Kirkjuþingi. Þar var tekist á og þung orð féllu, en sá sem málið snerist um, hið óbreytta sóknarbarn vestur í Önundarfirði, var Iöngu horfið af vettvangi og sinnti í friði og spekt störfum heima fyrir. í þjóðkirkjunni er margra hagsmuna að gæta og þar ber hæst hagsmuni safnaðarins, annars vegar, og prestsins, hins vegar. Öldum saman var ægivald kirkju og presta yfir fólki mikið, þar sem beitt var hjóli og steglu og útskúfun ef breytni fólks þótti ámælisverð. Nú er öldin önnur og meira í anda kærleiksboðskapar kristinnar trúar, fólk er frjálst að því hvaða trú það játar eða hvort það játar yfirleitt nokkra trú og skráir sig úr og í trúfélög Að koma óorði á messuvínið eins og því sýnist. Eftir sem áður eru vel yfir 90% þjóðarinnar skráð í Þjóðkirkjuna sem sýnir að hún og þjóðin á mikla samleið. En eins og þjóðin er margbreytileg þá er Þjóðkirkjan það einnig. Meðal þjóna hennar eru þannig prestar sem hafa ekki áttað sig á því að þeir tímar eru liðnir þegar hagsmunir prestsins voru æðri hagsmunum safnaðarins. Tákngervingur þeirra tíma var séra Sigvaldi í bókinni „Manni og konu“ eftir Jón Thoroddsen. Orðsnjall maður, kannski var það Arni Pálsson prófessor, talaði um að rónarnir kæmu óorði á brennivínið. Nú er hins vegar svo komið að sumir prestar eru að koma óorði á messuvínið. Grímur Hwoghmær? Myndin í síðasta blaði Hvar og hvenær er myndin tekin? Vinsamlega hafið sam- band við Jónas Jónsson eða Matthías Eggertsson í síma 563 0300. Lesandi taldi að þessi mynd væri tekin á Hjarðartúni í Hvolhreppi. Hverer meúurrn " nj>|>|Ou juáí uj>|a) ja ujpuAuj ua ‘jnjneunpej uossjn;ad -g jujy í>Ja; e ja J3H *j>J>ta Ja oas ug ppnAi||OH i ejojjai ;e puÁui pjpun; jjacf e;eij -eujey rraynjuraTjBás' eB3(VD1 "

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.