Bændablaðið - 27.02.2001, Qupperneq 4

Bændablaðið - 27.02.2001, Qupperneq 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 27. febrúar 2001 Bændablaðið - málgagn Bændasamtaka íslands Sjónarmið og staða bænda Staða íslensks landbúnaðar á komandi árum og áratugum mun að miklu leyti mótast af alþjóðasamningum innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og aðstöðu bænda gagnvart Evrópusambandinu (ESB). Ljóst er að tvö meginsjónarmið munu verða uppi á vettvangi WTO. Annars vegar eru ríki sem berjast fyrir auknu frjálsræði í framleiðslu og viðskiptum með búvörur og stunda útflutning á grundvelli hagkvæmni og stórbúskapar. Þau vilja afnema eða minnka styrki til landbúnaðar og draga stórlega úr allri tollvemd með því markmiði að framleiðslan færist þangað sem ódýrast er að stunda hana. Hins vegar eru ríki sem búa við óblíðari náttúm, en þjóðimar leggja engu síður áherslu á að viðhalda landbúnaði á grundvelli fæðuöryggis, byggðastefnu, umhverfís- og menn- ingarsjónarmiða. Island skipar sér á bekk með síðamefndu ríkjunum og hefur í samningaviðræðum lagt þunga áherslu á gildi landbúnaðar fyr- ir viðhald dreifðra byggða og réttinn til að tryggja heilbrigði búfjár og plantna og viðhalda ströngum kröfum um heilnæmi og gæði afurða til manneldis. Enda þótt þessi sjónarmið, a.m.k. sum hver, njóti vaxandi stuðnings meðal almennings á Vesturlöndum, er ólíklegt að horfið verði frá þeirri stefnu sem mótuð var í landbúnaðarsamn- ingi WTO 1994 og felur í sér lækkun framleiðslutengdra styrkja, lækkun útflutningsbóta og minnkandi tollvemd. fslenskur landbúnaður mun óhjákvæmilega horfast í augu við harðnandi samkeppni á komandi ámm. Spumingin er hvemig hann býr sig sem best undir hana. í fyrsta lagi verður landbúnaður að þróast í sátt við samfélagið. Helsti styrkur hans liggur í því að neytendur hafa almenna tiltrú á heilnæmi og gæðum íslenskra afúrða. Þetta er staðreynd þótt bændur hafi vissulega orðið fyrir áföllum í sumum greinum á síðustu ámm. Það er forgangsatriði í stefnumótun bænda að styrkja þessa gæðaímynd en glata henni ekki. Neytendur vilja þróun, nýjung- ar og aukna fjölbreytni. Þann þátt má ekki vanrækja. Bændur þurfa með jákvæðum hætti að örva vömþróun í afurða- og vinnslustöðvum og fulltrúar þeirra í stjómum slíkra fyrirtækja verða með öllum ráðum að sjá til þess. Neytendur gera kröfu um „hóflegt“ verðlag. í þessu tilliti stendur íslensk búvömframleiðsla e.t.v. hvað veikast, þegar horft er til minnkandi vemdar. Búskaparskilyrði em hér óblíð miðað við helstu landbúnaðarlönd og íslenskir bændur hljóta að krefjast skilnings á því að landbúnaður fær ekki þrifist án stuðnings og vemdar. Engu að síður mega þeir aldrei missa sjónar á því að hagræða svo sem kostur er bæði í fmmfram- leiðslu og úrvinnslu afurða. Landbúnaður gegnir mikilvægu hlutverki í viðhaldi búsetu á landsbyggðinni. Hann er víða undirstaða eða stoðgrein annarrar atvinnuþróunar. Stefnumótun í landbúnaði verður að taka mið af þessari staðreynd en þó standa landsmenn frammi fyrir þeirri þversögn að hagræðing kallar á meiri tækni, færra fólk, færri og stærri rekstrareiningar. Hér er vegurinn vandrataður ef ná á fram ólíkum og að vissu leyti andstæðum markmiðum. Vaxandi áhugi á umhverfisvemd setur svip sinn á þjóðfélagið. Leggja verður áherslu á hóflega landnýtingu og koma í veg fyrir að úrgangur valdi mengun en sú hætta er helst til staðar á stórbúum í nágrenni þéttbýlis. Umgengni þarf víða að bæta. Einstakar búgreinar standa um margt misjafnlega að vígi og hafa þróast með ólíkum hætti á undanfömum ámm. Ber þar hæst hinn mikla samdrátt sem orðið hefur í sauðfjárrækt og ákveðin stöðnun hefur fylgt, en á hinn bóginn gríðarlega aukn- ingu í alifugla- og svínarækt, mest í næsta nágrenni Reykja- víkur. Alvarlegasti vandinn sem við er að etja frá sjónarhóli bænda er slök og í mörgum tilfellum óviðunandi afkoma. Við þessu er engin töfralausn því að markaðurinn setur sínar skorður og ekki er raunhæft að treysta á auknar stuðningsaðgerðir stjómvalda. Sóknarfæri kunna að skapast á erlendum mörkuðum, en um þau er óvissa. Korntilraunir RALA sumarið 2000 hversu lengi þurfti að bíða þess að komið spíraði. íslenska komið spíraði síðar en það sænska og munaði allt að 60 daggráðum. Það gætu verið tólf dagar í akri hérlendis í fyrri hluta maí. Uppskeran í þessari tilraun hefur farið eftir tvennu, annars vegar dvala sáðkomsins og hins vegar komastærð þess. Ekki má rækta sáðkom til sölu án leyfts þess sem á yrkið. Hverj- um og einum er aftur á móti heim- ilt að rækta sáðkom til eigin nota. Verðmunur á sáðkomi og fóður- komi hefur verið talsverður síðustu ár og því hefur mörgum þótt fýsilegt að verka hluta upp- skerunnar til sáningar. Fóðurkom hefur verið verðlagt á minna en 20 kr./kg og sáðkom hefur kostað allt að 60 kr./kg. Heimafengið sáðkorn kostar að vísu eitthvað meira í framleiðslu en kom sem ætlað er til fóðurs, til dæmis þarf að hreinsa það og vanda vel til þurrkunar. Er- lendis þykir eðlilegt að kom rými um allt að 20% við hreinsun. Miðað við þessar forsendur og það að sáð sé 200 kg/ha getur heimafengið sáðkom kostað 5.000 kr./ha en aðfengið 12.000 kr./ha. Verðmunur á heimafengnu komi og innfluttu getur þannig orðið 7.000 kr./ha þegar mest er. Er hœgt að rœkta sáðkorn hér á landi? Margt getur komið í veg fyrir að korn spíri svo viðunandi teljist. Ég nefni hérna þrjú atriði: í fyrsta lagi þarf komið að vera vel þroskað þegar það er skorið, það er að segja byrjað að þoma. Fóður- korn er oft skorið þótt þurrefnið sé ekki nema 50-55%. Svo blautt má sáðkom ekki vera. Vélin eyðilegg- ur þá kímið og komið spírar ekki. í öðm lagi getur frost eyðilagt kímið ef frýs meðan komið er enn fullt af raka. Frosti fylgir líka dvali og fræið ætlar þá aldrei að koma sér að því að spíra vorið eftir þótt svo það sé með lífi. I þriðja lagi er vel þekkt erlendis að eftir köld sumur er sáðkorn í dvala. Hérlendis eru öll sumur köld miðað við grannlöndin. Borgar sig að nota heimafengið sáðkorn? Til þess að fá úr því skorið var gerð stór tilraun á Korpu síðastliðið sumar. Allt í allt voru í tilrauninni 72 reitir. Fengið var sáðkom af íslenska yrkinu Súlu sem ræktað hafði verið á mismun- andi stöðum sumarið 1999. Kornið kom frá Svíþjóð, tveimur stöðum í Korpulandi og þremur bæjum, sínum í hverjum landsfjórðungi. fslenska sáðkomið leit mjög vel út. Tilraunin hófst á því að sáðkornið var mælt, vegið og spírunarprófað. Það má sjá í 1. Hver má uppskerumunur vera? Sænska komið skilaði meiri uppskeru en það heimaræktaða og nam sá munur allt að einu tonni af þurrefni á hektara. Ef við miðum nú við 7.000 kr. spamað á hektara við að nota heimakomið og að verðið á uppskerunni sé 16 kr./kg má uppskerumunur ekki verða mikið meiri en 400 kg/ha til þess að hagnaður af notkun heimakoms sé horfinn. Niðurstaða tilraunarinnar er því sú að í stöku ári getur borgað sig að nota heimaræktað sáðkom, samanber bæ nr. 1 í tilrauninni. Miklu oftar er þó sáðkomið of smátt eða spírar seint og illa. Því verða menn að hafa allan varann á og leggja ekki í kostnað við verk- un ef frost hefur gert á komið blautt eða ef komið er smátt. Á vorin verða menn svo að prófa spímn vandlega áður en þeir sá sínu heimakomi. Jónatan Hermannsson 1. tafla. Tilraun meö sáðkorn af innlendum uppruna og er- lendum, gerð á Korpu sumarið 2000. Uppruni Frost í Sáðkorn Uppskera sáðkorns sept. þús. spírun spír.tími árið 2000 1999 korn.g % D° hkg þe./ha Svíþjóð ekkert 48 90 120 45,0 Bær nr. 1 ekkert 44 82 140 43,4 Korpa 1 lítið 44 67 160 41,7 Bær nr. 2 ekkert 33 60 140 37,3 Korpa 2 mikið 45 44 180 35,5 Bær nr. 3 mikið 43 34 180 35,0 Sumt íslenska kornið ætlaði aldrei að spíra. í júníbyrjun sást greinilegur reitamunur, til dæmis er íslenskt korn neðst til vinstri og sænskt ofarlega til hægri. Allt kom þó upp að lokum og allir reitir hvítnuðu í ágústlok eins og sjá má á neðri mynd. töflu ásamt öðrum niðurstöðum. íslenska komið var í fjórum tilvik- um af fimm nærri fullmatað en í einu tilviki vantaði töluvert á komþunga. (Sjá töflu). Erlendis eru gerðar þær kröfur að spírun sáðkoms sé að minnsta kosti 85%. Prófunaraðferð í þessu tilviki var ekki fullkomin og gildir aðeins sem samanburður milli umræddra sýna. Komið sem ekki spíraði hefur líklega legið í dvala. Svo mikið er víst að aukið sáðmagn jók ekki uppskeru eins og búast hefði mátt við hefði hluti komsins verið dauður. í fjórða dálki töflunnar má sjá Þriðji hluO: Heimaræktafi sáfikorn

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.