Bændablaðið - 27.02.2001, Side 14

Bændablaðið - 27.02.2001, Side 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 27. febrúar 2001 -v> ppboðshús danska M M loðdýrasambandsins, DPA, í M i Kaupmannahöfn er mikil bygging - M M hvorki meira né minna en 7 ha. B M Stærð hússins er í fullkomnu samræmi við annað hjá dönskum loðdýraframleiðendum. Ársveltan er þrjátíu milljarðar íslenskra króna og tryggingaverðmæti lagers um tuttugu milljarðar íslenskra króna þegar best lætur. Þegar uppboð eru haldin starfa um 650 manns í húsinu en að staðaldri eru um 350 manns við störf. Til Dönskum loðdýrabœndum fcekkar en búin stœkka En hvaðan koma fjármunir til rekstrar DPA? Bændur greiða um hundrað krónur fyrir hvert skinn en kaupendur greiða 6,5% af „hamarsverði" skinnanna. Danskir loðdýrabændur eru tæplega 3000 og meðalbústærð er um 1000 minkalæður. Refabú eru fá í Dan- mörku. Loðdýrabú hafa stækkað en þeim einnig fækkað á liðnum áratug. Þegar best lét voru um 7000 bændur í loðdýrarækt. Meðalaldur bænda í greininni veldur forsvarsmönnum DPA áhyggjum en hann er rétt rúmlega samanburðar má geta þess að öll velta í íslenskum landbúnaði er tæplega tuttugu milljarðar. Árlega eru seld um tólf milljón skinn í uppboðshúsi DPA sem eru rösklega 40% af heimsmarkaðsframleiðslu. DPA á líka stóran hlut í fyrirtæki sem kaupir inn hráefni fyrir fóðurstöðvar. Sambandið á og rekur rannsóknastöð sem m.a. annast dýralæknaþjónustu, sjúkdómsgreiningar og heilbrigðiseftirlit. Þá eru rannsóknir stundaðar á vegum loðdýrasambandsins og það styrkir sambærilegt starf í ýmsum löndum. Árlega fara um 300 milljónir íslenskra króna til SAGA sem sér um hönnun úr skinnum og markaðsstarfsemi. Rétt er að geta þess að kostnaður á selt skinn er lægstur hjá DPA af öllum uppboðshúsum þessarar gerðar í heiminum. „Öll starfsemi DPA byggist á því að 50 ár. „Athygli vekur hvað allt er hér þrauthugsað," sagði Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs landbúnaðarins og mælti þar fyrir munn þeirra sem fóru fyrir skömmu utan til að kynna sér stöðu loðdýraræktar í Skandinavíu. Samvinna og aftur samvinna glumdi í eyrum ferða- langanna og var nokkuð sama hvern þeir hittu. „Þið verðið að vinna saman og byggja upp faglegt umhverfi fyrir atvinnugreinina," sagði Odd Harald Nordsveen, stjórnarformaður Samtaka norskra loðdýraræktenda. „Aðeins þannig ná menn árangri sem er nægjan- legur til þess að komast af og geta lifað af búskapnum." Hugmyndafrœði Bjarts í Sumarliúsum ekki viðurkennd þátttaka er frjáls. Hvatinn fyrir bændur er að þeir hafi hag af því að skipta við sambandið sem selur um 97% danskra skinna auk þess að selja skinn frá mörgum heimshlutum,“ sagði Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýraræktenda (SÍL). „Ef loðdýrarækt á íslandi er byggð upp á skynsamlegum forsendum er hægt að búa til atvinnugrein sem skapar tvo til þrjá milljarða í þjóðarbúið.“ Undir þetta tók Torben Nielsen forstjóri DPA og raunar sagði hann að samvinna á milli loðdýrabænda annars vegar og uppboðshússins hins vegar væri upphaf og endir alls í starfseminni. Markmiðið væri að koma faglegri vitund inn á öllum framleiðslustigum. Með öðrum orðum á hugmyndafræði Bjarts í Sumarhúsum ekki upp á pallborðið hjá Dönum - enda nokkuð ljóst að hún gengur þvert á þær leiðir sem Danir hafa valið og skila árangri. „Nú hafa Danir fundið upp hjólið og það væri feigðarflan ef hver og einn íslensk- ur loðdýrabóndi ætlaði sér að finna upp þetta sama hjól. Þetta væri ekki síst rangt í ljósi þess að fram hefur komið einlægur vilji hjá Dönum að miðla af sinni reynslu til Islendinga,“ sagði einn Islend- inganna þegar forstjórinn hafði lokið máli sínu. Asíubúar eru fjölmennir á uppboð- um DPA. Samþjöppun loðdýrabúa Aftur og aftur kom fram í máli þeirra sem ferðalangamir ræddu við að samþjöppun loðdýrabúa utan um nokkrar fóðurstöðvar væri auk annars forsenda árangurs. Þá yrðu fóðurstöðvar að vera í námunda við hráefnið. „Rétt samsetning fóðurs er höfuðatriði. Rannsóknir og eftirlit með fóðri verða að standa undir nafni,“ sagði einn fyrirlesara og það kom ekki á óvart að hann nefndi fagleg vinnubrögð í annarri hverri línu. „Bændur verða að tala saman og miðla af reynslu hvers annars. Fagleg samvinna er grunnur að árangri okkar,“ bætti hann við. Erik Ugilt Hansen, bóndi og stjómarformaður DPA. gekk svo langt að segja að íslendingar ættu að eiga betri möguleika en Danir í loðdýrarækt. Hann nefndi loftslag í þessu sambandi og aðgang að hráefni. Hér má geta þess að í Danmörku eru sextán fóðurstöðvar en þrettán í Noregi. Fyrir fimm árum vom þrjár fóðurstöðvar á Sjálandi en þeim hefur nú fækkað í eina. A Islandi em 10 fóðurstöðvar. Samvinna við dýraverndunarsamtök Bjartsýni á framtíð loðdýraræktar einkenndi starfið í uppboðshúsinu. Fram kom á fundum með starfsmönnum að markaðir væm að opnast, Kína og Rússland nefnt í því sambandi. Þá er ótalið að áhugi Evrópubúa á varningi úr loðskinnum virðist heldur að glæðast. Hér er ekki síst átt við annarskonar notkun en framleiðslu á hefðbundnum pelsum. Nefna má töskur og bryddingar á fatnað og skó sem dæmi. Æði oft er skinnið litað í öllum regnbogans litum. Um leið og bjartsýni réð ríkjum voru menn raunsæir er þeir töluðu um dýraverndunarsamtök og starfsemi þeirra. Slíkum samtökum hefur m.a. tekist að koma í veg fyrir loðdýrarækt á Bretlandi og greinin á mjög undir högg að sækja í Hollandi. Danskir loðdýramenn hafa hins vegar leitað eftir samstarfi við þá sem hafa unnið gegn loðdýrarækt og reynt að verða við óskum þeirra um aukna dýravelferð. Margskonar athuganir á dýravelferð hafa verið kostaðar af danska loðdýrasambandinu og í samvinnu við dýravemdunarsamtök. Má þar nefna tilraunabú danska ríkisins, Rörrengaard. Portúgalskur þvœttingur! Dýravemdunarmenn hafa oft verið staðnir að hreinum og klámm lygum og nefna má að eitt sinn komu nokkrir portúgalskir blaðamenn til Danmerkur en í heimalandi þeirra gengu þær sögur

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.