Bændablaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 1
5. tölublað 7. árgangur Þriðjudagur 13. mars 2001 ISSN 1025-5621 Norfilenskur landbdnafiur í svifisljósifi Útvarp Norðurlands beinir þessa dagana athyglinni að norð- lenskum landbúnaði. Alla þessa viku og þá næstu verður dagleg umfjöllun um nýjungar og ný- sköpun í norðlenskum landbúnaði. Rætt verður við bændur og búalið um stöðu og framtíðarhorfur í hinum ýmsu greinum landbúnað- ar. Útvarp Norðurlands sendir út á Rás tvö alla virka daga, á morgnana frá 8.20-9.00 og síð- degisfrá 18.25-19.00. Nðmskeið i gæóastýringu i sauófiárrækt Á næstu vikum verður öllum sauðtjárbændum í landinu boð- ið á námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt. Námskeiðið er forsenda fyrir þátttöku í gæða- stýringunni og verður í boði víðs vegar um landið, nánast í hverri sveit. Hér er um að ræða fyrri dag af tveimur og verður seinni dagur námskeiðsins í haust og vetur. Tíðindamaður Bænda- blaðsins leit við á Hvanneyri þegar ráðunautar í sauð- fjárrækt sátu námskeið í gæða- stýringunni. Þeir voru ánægðir með námsefnið og töldu þátt- töku í gæðastýringunni verða at- menna. Enda er stefnt að því að gæðastýringin muni auka fag- mennsku í greininni og bæta af- komu bænda, bæði með tekju- aukningu og lækkun á rekstrar- kostnaði. Námskeiðin eru haldin í um- sjón Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og starfsmenn hans munu leiðbeina á þeim ásamt ráðunautum á hverju svæði. Þessi hópur mun hafa næg verkefni á næstunni því að fyrsta námskeiðið er áætlað þann 12. mars en námskeiðin verða haldin á allt að fjórum stöðum á landinu samtímis. Þannig verður væntan- lega hægt að bjóða öllum sauðfjár- bændum landsins á námskeið í gæðastýringu áður en sauðburður hefst í vor. Sjá mynd á blaðsíðu 2 og auglýsingu á bls. 18. Landbúnaðar- framtalið 2001. Leiðbeiningar er að finna á bls. 10-14 Bœndasamtök íslands fá nýja stjórn Ný stjórn Bændasamtaka íslands. F.v. Eggert Pálsson, Guðmundur Grétar Guðmundssoni, Guðmundur Jónsson, Ari Teitsson, Sólrún Ólafsdóttir, Sigríður Bragadóttir og Gunnar Sæmundsson. Ari Teitsson einróma endurkjörinn formaður Bændasamtaka íslands: Búnaðarþingi tauk sl. laugardag. Á þinginu var fjallað um fjölmörg mál en þar var einnig kosin ný stjórn til þriggja ára og var Ari Teitsson endurkjörinn formaður BI og hlaut hann 41 atkvæði af 47 mögulegum. Miktar breytingar urðu á stjórninni. Tveir úr fráfarandi stjórn, Hrafnkell Kartsson og Hörður Harðarson, gáfu ekki kost á sér og tveir stjórnarmenn, Þórólfur Sveinsson og Órn Bergsson, náðu ekki endurkjöri í aðalstjórn. í stuttu ávarpi eftir að Ari hafði verið kjörinn formaður sagði hann að hann mæti endurkjör sitt sem hvatningu til að halda áfram á þeirri braut sem fytgt hefði verið undanfarin sex ár. í stjórn Bændasamtaka Islands sitja sjö manns að formanni með- töldum. Fulltrúar Sunnlendinga í nýju stjórninni eru þau Sólrún Ól- afsdóttir á Kirkjubæjarklaustri og Eggert Pálsson á Kirkjulæk. Sólrún fékk 35 atkvæði en Eggert 33. Guðmundur Grétar Guðmunds- son á Kirkjubóli og Guðmundur Jónsson á Reykjum eru fulltrúar bænda á Vesturlandi og Vest- fjörðum. Guðmundur Grétar, sem var í fráfarandi stjórn, fékk 28 atkvæði en nafni hans 32 atkvæði. Guðmundur Jónsson var áður í varastjórn og hann kernur í stað Þórólfs Sveinssonar, Ferjubakka, sem hlaut 23 atkvæði í stjórnar- kjörinu. Fulltrúar Norðlendinga í nýju stjórninni eru þeir Ari Teitsson, Hrísum, og Gunnar Sæmundsson, Hrútatungu. Gunnar var í frá- farandi stjórn og hann fékk 35 atkvæði. Frá Austfjörðum kemur ný inn í stjórn Sigríður Braga- dóttir, Síreksstöðum í Vopnaftrði sem fékk 24 atkvæði sem var minnsti mögulegi meirihluti frá þeim 47 þingfulltrúum sem kusu. Órn Bergsson fékk 22 atkvæði. „Þingið var jákvætt og endur- speglaði stöðu landbúnaðarins sem er betri nú en í langan tíma. Auðvitað koma menn jákvæðari til þings þegar þannig árar,“ sagði Ari Teitsson í samtali við Bændablað- ið þegar þingi hafði verið slitið. Ari sagði að vinnusemi og vand- virkni hefðu einnig einkennt þingið sem stóð í fimm daga. Ari sagði erfitt að telja upp helstu mál þingsins en hann vildi benda á að þingið fjallaði um fóðureftirlit og sjúkdómavarnir. „Þá náðist sátt um mat á ráðgjafa- þjónustu og nýtingu búnaðargjalds sem hefur verið mikið deiluefni. Á þinginu var algjör samstaða um afstöðu Bændasamtakanna til hugsanlegrar aðildar íslands að ESB. Búnaðarþing samþykkti að mótuð yrði matvælastefna í ljósi breyttra viðhorfa í næringarfræð- um, fæðuöryggi og umhverfis- málum landbúnaðarins. Fjallað var um þau vandamál sem hafa fylgt reglugerð um dýralyf, sem sett var á síðasta ári, en fundurinn náði góðri sátl um aðgerðir varðandi það mál. Fjallað var um undirbúnir að skógarsamningi sem er nýmæli og þannig mætti lengi telja,“ sagði Ari. Þess má geta að á Búnaðar- þingi voru fluttar 359 ræður og eru þá framsöguræður meðtaldar. Sjá forystugrein á bls. 4 og frásögn á bls. 24. Öll afgreidd mál og ýnisan fróðleik um búnaðarþing er að finna á heimasíðu Bændasamtakanna (bondi.is). Þá verður Freyr, sem kemur út innan tíðar, helgaður efni frá Búnaðarþingi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.