Bændablaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 20
20 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 13. mars 2001 Vegsvæðanefnd, sem starfað hefur nú í tæp þrjú ár, hefur sent frá sér lokaskýrslu sem ber nafnið Þjóðvegir og búfé. í henni leggur nefndin fram tillögur til úrbóta í 16 liðum. M.a. er gert ráð fyrir að Vegagerðin og sveitarfélög geri sameiginlega úttekt á stöðunni m.t.t. þess hvar slysin eru tíðust, hvar alvarlegustu slysin verða og hvar lausaganga sé mest. Þar á að meta hvar þörf sé fyrir nýjar girðingar, endurnýjun girðinga eða gerð lokaðra hólfa. Þá á að meta kostnað vegna þessara aðgerða. Þessari úttekt á að verða Iokið fyrir 1. sept- ember nk. í framhaldi af því eiga framkvæmdir að hefjast og skal stefnt að því að ljúka þeim innan þriggja ára. Uppsetning og viðhald girðinga verður í umsjá Vega- gerðarinnar og kostað af henni með viðbótarframlagi frá ríkinu. í framhaldi af þessu verða til tvenns konar vegir til sveita. Annars vegar eru friðaðir vegir sem eru þá varðir annaðhvort með samfelldum sérstökum veggirðingum eða með sérstökum beitarhólfum fyrir búfé fjarri vegi. Hins vegar eru opnir vegir þar sem komið verður upp leiðbeinandi umferðarmerkjum fyrir ökumenn þar sem þeir mega búast við búfé á vegum. Nefndin leggur einnig til að sveitarstjómir verði hvattar til að koma á banni við lausagöngu stórgripa og sauðfjár þar sem aðstæður leyfa. Um þetta var reyndar ekki samstaða í nefndinni því að fulltrúi Félags íslenskra bifreiðaeigenda vildi að þetta bann yrði víðtækara en meirihluti nefnd- arinnar mat það svo að aðstæður leyfðu þetta ekki alls staðar. Einn- ig er lagt til að Vegagerð og lögregla hafi með höndum eftirlit með búfé á vegsvæðum þar sem girt er með veggirðingum og lausaganga bönnuð. Sveitarfélög annist hins vegar handsömun og ráðstöfun lausagöngufénaðar og búfjáreigendur beri kostnað af þeirri handsömun. Þá lagði vegsvæðanefndin einnig fram tillögur um að trygg- ingafélögin standi árlega að fræðslu- og kynningarstarfsemi um varúð í umferðinni gagnvart búfé, að geftð verði út fræðsluefni um búfé á vegsvæðum, að búfjáreigendur verði hvattir til að kaupa ábyrgðartryggingar sem bæta tjón á vegsvæðum þar sem lausaganga er bönnuð, bann verði lögleitt gegn búrekstri á þjóðveg- um í rökkri og dimmu og að við hönnun og lagningu nýrra vega verða gerðar tilraunir til að setja undir göng eða „opnar rásir" við helstu rennslisleiðir búfjár. Níels Arni Lund, formaður Vegsvæðanefndar, segist sannfærður um að ef farið verður eftir þessum reglum muni það marka tímamót í umferðarmálum og slysum muni fækka. „Það verður að hafa í huga að núverandi girðingar eru ekki til þess að friða vegi fyrir búfé heldur til þess að afmarka og loka af löndum." Níels segir að ástandið eins og það er núna sé algjörlega óviðun- andi. „Þegar girt er meðfram býlum sem búið er á en engin girðing er meðfram næsta bæ þar sem það er eyðibýli er lítill til- gangur í girðingunni þar sem búfé kemst auðveldlega á veginn með því móti. Nú hefur vegalögum reyndar verið breytt á þann hátt að Vegagerðinni er heimilt að girða meðfram vegum á eyðibýlum og það er vissulega til bóta. Nefndin væntir þess að tillögur þessar verði stefnumótandi í framtíðinni og að öryggi í umferðinni aukist stórlega, bæði ökumönnum og búfjáreigendum til hagsbóta." Auk Níels Arna voru í þessari vegsvæðanefnd Ólafur R. Dýrmundsson frá Bænda- samtökum íslands, Runólfur Ólafsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, Stefán Erlendsson frá Vegagerðinni, Sandra Bald- vinsdóttir frá dómsmálaráðuneyt- inu og Valgarður Hilmarsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Vegna hagstæðra samninga við Case IH verksmiðjurnar getum við boðið einstaklega vel búna 94 hestafla dráttarvél á verði sem vart á sinn líka miðað við staðalbúnað. Dráttarvélarnar eru frábærlega hannaðar með lágu nefi og lágan þyngdarpunkt og mikla sporvídd sem gerir vélina sérlega örugga og stöðuga í brattlendi. Mjög fullkominn stjórnbúnaður á beisliskerfi, framdrifi og driflæsingum. Örugg gangsetning í mestu kuldum og sjálfvirkur öryggisbúnaður sem drepur á vélinni við hættuástand. Sérstakur sjálfvirkur ÖRYGGISBÚNAÐUR INNIFALINN í STAÐALBÚNAÐI, SEM VER DRÁTTARVÉLINA OG AFLÚRTENGD TÆKI FYRIR ÓÞARFA SLITI OG SKEMMDUM. Framdrif: "on" stilling - framdrif sítengt "auto" stilling - framdrif aðeins tengt þegar ekið er hægar en 14 km/klst. "off" stilling - framdrif ótengt Mismunadrifslós: "on " stilling - mismunadrifslásar í fram og afturöxlum sítengdir 100% "auto" stilling - mismunadrifslásar í báðum öxlum tengdir þegar ekið er hægar en 14 km/klst. Lásarnir aftengjast einnig ef stigið er á annan hvorn bremsupedalann "off" stilling - framdrif ótengt Aflúttak: "on" stilling - aflúttak sítengt "auto" stilling - aflúttak aftengist þegar beisli er lyft um 22 sm. frá neðstu dýptarstillingu " off " stilling - aflúttak ótengt VELAR& ÞJéNUSTAuF Þekktir fyrir þjónustu Járnhálsi 2 ■ iio Reykjavík ■ SÍMi: 5-800-200 ■ Fax: 5-800-220 ■ www.velar.is Óseyri 1a ■ 603 Akureyri ■ Sími: 461-4040 ■ Fax: 461-4044 Selfoss, pakkhús v/Tryggvatorg ■ 800 Selfoss ■ SÍMI: 482-1501 ■ Fax: 482-2819 Hella, pakkhús ■ 850 Hella ■ Sími: 487-5886 og 487-5887 ■ Fax: 487-5833 Staðalbúnaður Case IH CS94 • Öflug togmikil 4 strokka 4.4 lítra Sisu díselvél með túrbínu sem skilar 94 hestöflum við 2100 sn/mín. og 356Nm. togalli • 4 gíra kassi 16x16 mcð rafstýrðum vökva milligír og vendigír með "Multi Controler" stjórnbúnaði • 40 km/klst ökuhraði • 100% vökvalæsing á fram og afturdrifi • 4 hraða aflúttak, 430, 540, 750, 1000 • Drifskaftsöryggi á þrítengibeisli • Rafstýrt beisli með sjálfvirkri dýptar- og plógstillingu • Beislisstýring aftan á afturbrettum, einnig í vendigírsstöng • 4900kg lyftigeta á beisli • Opnir beislisendar • Lyftukrókur • Fjöðrun á beisli í flutningsstöðu • Vökvakerfi með tveimur vökvadælum, 50 I/mín. og 46 1/mín. • 3 tvívirk vökvaúttök, (þar af eitt rafstýrt í vendigírsstöng) • Vagnbremsuúttak •Vandað, rúmgott og hljóðlátt ökumannshús, 72dB • Hæðarstillt veltistýri • Ökumannssæti með loftpúðafjöðrun, snúningi og sjálfvirkri þyngdarstillingu auk fram og afturfjöðrunar • Farþegasæti •Topplúga • Utvarp og segulband • Stafrænt mælaborð með snúningshraðamæli á vél og aflúttaki • 3 hraða miðstöð með ryksíu, einnig 3 hraða ferskloftsvifta • Púströr til hliðar við framrúðu • Utdraganlegir baksýnisspeglar •Afturrúðuþurrka • 4 vinnuljós að aftan, tvö að framan auk ökuljósa • Hjólbarðar að framan 440/65x24, að aftan 540/65x34 Michelin XM 108 Radial Haí'ið samband \ ið sölumenn okkar og fáið nánari upplýsingar um þetta einstaka tilboð. Finungis er takmarkað magn véla á þessu verði sem er aðeins kr. 2.990.()()()- án \ sk. án skráningar, númers og flutnings Alltaf SKREFI FRAMAR www.velar.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.