Bændablaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 13. mars 2001 BÆNDABLAÐIÐ 25 BIOFACH 2001 Vðrnsýning og viðskipta- þing með lífrænar afurðir BIOFACH 2001 var haldirt dagana 15.-18. febrúar sl. Hún er stærsta sýning heims á Iífrænum afurðum og er haldin árlega, síðustu árin í Nurnberg í Þýskalandi. Sýningin endurspeglar þá miklu grósku sem er um þessar mundir í lífrænni framleiðslu. Flestir sýningaraðilar voru frá Þýskalandi og Italíu, en einnig voru talsvert margir frá Austurríki, Frakklandi, Hollandi, Spáni og Sviss. Alls sýndu fyr- irtæki og stofnanir frá 55 löndum úr öllum heimsálfum á sýningunni. LandbúnaQarverðlaun veítt í fimmta skipti Gróska í lífrœnni framleiðslu Miðað við margar fyrri sýningar var BIOFACH 2001 mun viðam- eiri að stærð og fjölbreytni, vöru- þróun og þekkingu sem boðin er fram. Þar mátti sjá allt það nýjasta í tífrænum matvælum, snyrti- vörum, heilsuvörum, fatnaði og jafnvel húsgögnum sem framleidd eru með lífrænum aðferðum eða byggð eru á sjálfbærum náttúru- nytjum. Þá var unnt að kynnast margþættri þjónustustarfsemi sem tengist lífrænni framleiðslu, t.d. hagsmunasamtökum, ráðgjafafyr- irtækjum, vottunarstofum og rannsóknarstöðvum sem sérhæfa sig á þessu sviði. Jafnhliða sýningunni voru málstofur um ýmsa þætti markaðarins, t.d. var málstofa um nýjustu rannsóknir á höfrurn og hollustu þeirra, önnur um nýútkomna reglugerð um lífræna ræktun í Bandaríkjunum, þriðja um samskipti einkageirans og hins opinbera í vottunar- og staðlamálum o.s.frv. Bretland „land ársins“ Mikil eftirvænting og bjartsýni einkenndi BIOFACH 2001 og andrúmsloft var hlaðið jákvæðri spennu, enda er lífræn framleiðsla í gífurlegri sókn um þessar mundir í mörgum löndum Evrópu. Þá var það engin tilviljun að Bretland var „land ársins" á BIOFACH 2001. Á Vesturlöndum má vart finna meiri vaxtarhraða í lífrænni ræktun en einmitt á Bretlandi. Land sem er vottað lífrænt er enn mjög lítill hluti heildar landnotk- unar, en eykst árlega um 40-60%, og matvælamarkaðurinn hefur vaxið um 40% sl. tvö til þrjú ár. Vöruþróun - Lífrœnn eldisfiskur Áberandi var hve vöruþróun í lífrænni framleiðslu er ör, enda vel þekkt að innan þessa geira koma oft hlutfallslega fleiri vörunýjungar fram á hverju ári en í hefðbundinni framleiðslu. Sér- stök sýningardeild vakti athygli á 170 vörutegundum sem hafa bæst í hópinn á síðasta ári. Meðal nýrra afurða sem vöktu hvað mesta at- hygli var vottaður lífrænn eldis- fiskur, framleiddur af þýsku fyrir- tæki, en lífrænt fiskeldi er nú hafið í nokkrum löndum Evrópu. Þess má geta að á fundi Landssam- bands fiskeldis- og hafbeit- aistöðva sem haldinn var í Reykjavík 23. febrúar sl. voru kynntar nýjar reglur um vottun á lífrænu fiskeldi sem LFH, Hóla- Fundað nm janOnækl á AMrlandi eyslra Fundir um jarðrækt verða haldnir á Norðurlandi eystra fimmtudaginn 22. mars. f Ydölum verður fundur kl. 13:30 og á Fosshótel KEAkl. 20:30. Umræðuefnið verður jarðrækt í víðum skilningi, ræktunarskipulag, endurvinnsla túna, sáðskipti og fleira. Frummælendur verða Áslaug Helgadóttir, sviðsstjóri jarðræktarsviðs RALA og Jónatan Hermannsson, tilraunastjóri á Korpu skóli og fleiri aðilar hafa unnið í samstarfi við vottunarstofuna Tún. Ákjósaitlegur vettvangur til viðskiptasambanda Fulltrúi vottunarstofunnar Túns, sem vottar lífrænar afurðir á Is- landi, sótti sýninguna en ekki er vitað til þess að aðrir íslenskir aðilar hafí gert það. Er það sér- staklega tilfinnanlegt ef íslensk fyrirtæki láta þessa miklu sköpun og gerjun framhjá sér fara. BIOF- ACH er ákjósanlegur vettvangur til að stofna til viðskiptasambanda og kynnast því nýjasta í fram- leiðslu sem uppfyllir ströngustu kröfur í umhverfismálum og höfðar til upplýstra og kröfuharðra neytenda. Upplýsingar um sýning- una má fá á heimasíðu www.biof- ach.de. Guitnar Gunnarsson, Vottunarstofunni Túni. Það var við setningu Búnaðar- þings 1997 að þáverandi land- búnaðarráðherra, Guðmundur Bjarnason veitti í fyrsta skipti landbúnaðarverðlaunin. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð- herra, veitti þessi verðlaun í fímmta skipti við upphaf nýlok- ins búnaðarþings. Samtals eru verðlaunahafarnir orðnir 11 og dreifðir um allt. Að þessu sinni fengu land- búnaðarverðlaunin þau Kristín Bára Ólafsdóttir og Leifur Þórarinsson, ábúendur í Keldu- dal í Skagafirði fyrir farsælan al- hliða ræktunarbúskap. Nú er búskapur í Keldudal kominn að mestu á hendur yngri hjónanna Guðrúnar Lárusdóttur og Þórarins Leifssonar sem halda merkinu á lofti í hvívetna. Hinn verðlaunahafinn að þessu sinni er Félagsbúið á Odd- geirshólum í Hraungerðis- hreppi. Oddgeirshólar í Hraun- gerðishreppi í Flóa, landnámsjörð Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, ásamt verðlaunahöfum, Kristínu Báru Ólafsdóttur, Leifi Þórarinssyni og Magnúsi Guðmundssyni. og góðbýli að fornu og nýju eru löngu þekktir og nafn þeirra jafnan bundið við frábæran árangur í sauðfjárrækt. Þar bjuggu lengi á nýliðinni öld í félagsbúi, bræðurnir Guðmundur, Ólafur og Jóhann Árnasynir og þeirra skyldulið. Þá var grunnurinn lagður og skjótum árangri náð, sem enn hefur verið bættur af núverandi ábúendum. Félagsbú á Oddgeirshólum reka nú bræðurnir Magnús og Steinþór Guðmundssynir og Þur- íður Einarsdóttir kona Steinþórs. „Þeirn búendum á Odd- geirshólum; Þuríði Einarsdóttur, Steinþóri Guðmundssyni og Magnúsi Guðmundssyni eru veitt landbúnaðarverðlaun fyrir frábæran árangur í búfjárrækt byggðan á þeim góða grunni sem þau tóku við,“ sagði Guðni Ágústsson. Ræða ráðherra er birt í heild á heimasíðu BI (bondi.is) Afkvæmadómur nauta Irá 1994 Það hefur áður komið fram á síðum Bændablaðsins að í hópi nauta frá 1994 eru margir mjög góðir kynbótagripir. Nú liggur fyrir afkvæmadómur á þessum nautum. Samtals voru 22 naut í þessum hópi. Af þeim fengu sautján notkunardóm og verða fjórtán þeirra í almennri notkun á næsta ári. Fimm af nautunum voru talin óhæf til frekari nota. Hér á eftir verður gerð örstutt grein fyrir þeim nautum sem valin hafa verið til áframhaldandi notk- unar. Sokki 94003 er frá Eyði- Sandvík í Sandvíkurhreppi undan Lista 86002 og Stjörnu 229 sem var Tvistsdóttir. Þetta naut gefur einstaklega mjólkurlagnar kýr, fær 131 í kynbótamat um mjólkur- magn sem er hærra en nokkuð annað naut. Fituhlutfall mjólkur er mjög lágt en próteinhlutfall í mjólk á meðaltali. Júgurgerð er gölluð hjá þessum kúm þannig að of margar þeirra eru síðjúgra. Mjaltir og skap í góðu meðallagi. Heildareinkunn 113. Klaki 94005 er frá Urriðafossi í Villingaholtshreppi, sonur Hólms 81018 og Kotu 167 sem var Tvistsdóttir. Klaki er umfram allt próteinnaut, gefur dætur með hátt próteinhlutfall í mjólk. Mjólk- urmagn í tæpu meðaltali. Sterk- byggðar kýr en sumar full stríð- lyndar í skapi. Heildareinkunn 102. Völsungur 94006 er frá Eyja- dalsá í Bárðardal, undan Þræði 86013 og Bröndu 29 sem var Tvistsdóttir. Þetta naut gefur mjög mjólkurlagnar kýr með há efna- hlutföll í mjólk. Þessar kýr fá einnig mjög góðan dóm um rnjalt- ir og skap. Að skrokkbyggingu eru þetta fremur veigalitlar kýr. Völsungur verður notaður sem nautsfaðir. Heildareinkunn 118. Hamar 94009 er frá Voð- múlastöðum í Austur-Landeyjum undan Bassa 86021 og Sleggju 185, sem var undan Kóngi 81027. Hann gefur í meðallagi mjólkur- lagnar kýr með gott próteinhlutfall í mjólk. Fallegar kýr með góðan dóm um mjaltir og skap. Heilda- reinkunn 105. Pinkill 94013 er frá Hvammi í Eyjafjarðarsveit, undan Bassa 86021 og Sídu 277 sem var Tvistsdóttir. Hér fara stórar, stundum aðeins grófbyggðar kýr með mikla getu til að mjólka og hátt próteinhlutfall í mjólk. Kyn- bótamat um frumutölu neikvætt og einnig dómur um mjaltir en mjög góður dómur um skap. Heildareinkunn 113. Vestri 94015 kemur frá Mó- bergi á Rauðasandi, sonur Bassa 86021 og Snældu 52 sem var Tvistsdóttir. Þetta naut gefur í meðallagi mjólkur- lagnar kýr með Kaðall 94017 var fæddur í Miklagarði í Saurbæ, undan Þræði 86013 og Ljósu 100 sem var dóttir Daða 87003. Dætur hans eru mikl- ar mjólkurkýr með há efnahlutföll í mjólk. Góð júgur- og spenagerð og mjög góður dómur um mjaltir og skap. Kaðall á að notast sem nautsfaðir. Heildareinkunn 121 og um leið besta naut í árganginum með hæstu heildareinkunn hjá íslensku nauti. Búri 94019 er frá Búrfelli í Miðfirði, sonur Bassa 86021 og Augnfráar 100 sem var Tvistsdóttir. Undan þessu nauti koma mjólkurlagnar kýr með próteinhlutfall í tæpu meðallagi. Mjög góður dómur um frumutölu (júgurhreysti). Góður dómur um mjaltir og skap. Heildarein- kunn 109. feikihátt prótein í mjólk. Glæsikýr að ytra útliti með mjaltir í slöku meðallagi en mjög skapgóðar. Heildareinkunn 106. Sveipur 94016 er fæddur í Galtartungu á Fellsströnd, undan Bassa 86021 og Mónu 44 sem var dóttir Suðra 84023. Dætur þessa nauts eru í tæpu meðallagi um mjólkurmagn. Efnahlutföll í mjólk feikilega há. Mjög góð júgur- og spenagerð og hátt mat um frumtölu (júgurhraustar). Mjaltir í slöku meðallagi en skap gott. Heildareinkunn 105. ^ Drómi 94025 var frá Rauf- arfelli í Austur-Eyjafjallahreppi, undan Þræði 86013 og Búbót 145 sem var undan óskráðu heima- nauti. Hér fara mjög mjólkurlagn- ar kýr með efnahlutföll mjólkur í tæpu meðallagi. Þetta eru fremur veigalitlar kýr að skrokkbyggingu. Mat á mjöltum og skapi jákvætt. Heildareinkunn 109. Frískur 94026 var frá Bryðju- holti í Hrunamannahreppi, undan Bassa 86021 og Tusku 139 sem var dóttir Þistils 84013. Dætur hans eru góðar mjólkurkýr með há hlutföll efna í mjólk. Sterk- byggðar kýr. Góð júgur- og spena- gerð og skap gott. Frískur skal notast sem nautsfaðir. Heildarein- kunn 110. Punktur 94032 er frá Skip- holti III í Hrunamannahreppi, und- an Þræði 86013 og Spurningu 182 sem var Tvistsdóttir. Undan þessu nauti eru mjög mjólkurlagnar kýr með próteinhlutfall í tæpu meðal- lagi. Góður dómur um frjósemi og frumutölu. Ekki veigamiklar kýr að skrokkgerð. Góður dómur um skap. Punktur er valinn til nota sem nautsfaðir. Heildareinkunn 117. Galsi 94034 er frá Bjólu í Djúpárhreppi undan Bassa 86021 og Stemmu 246 sem var undan Erni 87023. Ágætlega mjólkur- lagnar kýr með gott próteinhlutfall í mjólk. Mjög góð spenagerð og einnig góður dómur um skap. Heildareinkunn 112. Breiði 94037 er frá Gröf í Breiðuvík, undan Andvara 87014 og Duggu 101 sem var Tvistsdóttir. Hér fara mjög miklar mjólkurkýr, en próteinhlutfall er undir meðaltali. Kynbótamat um frjósemi lágt. Spenar aðeins í grófara lagi á stundum. Mjaltir og skap í meðallagi. Heildareinkunn 109. Eins og þessi upptalning sýnir er vandalítið að fullyrða að aldrei áður hefur komið fram jafnöflugur hópur kynbótagripa í ræktunar- starfi áður. Búast má við því að þessi naut geti skilað íslenskum kúastofni umtalsverðu á næstu árum. Rétt er að benda á að vegna þess hve hér fer stór hópur úrvals- gripa er mikil ástæða fyrir bændur að dreifa notkun á rnörg af þessum nautum og velja naut til notkunar með tilliti til kosta og galla hjá viðkomandi kúm. Um leið skal lögð áhersla á að hvergi má slaka á notkun á óreyndum nautum sem eru í prófun hverju sinni. Aðeins þann- ig fæst góð reynsla á ný naut. Ef rétt er unnið eiga ung naut að vera þeim eldri betri, þó að eldri nautin séu vel valin. Aðeins með traustri prófun nauta á hverjum tírna fást betri gripir á komandi árum. /JVJ/ J

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.