Bændablaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 24
24 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 13. mars 2001 Stiklað á stóra í saaiþytiktiiai Búaaðarþiags niefnd verðl sUpufl sem endur- skoöi starfsemi og skipulag Búnaðarþing samþykkti að fela stjórn að skipa nefnd sem hafi það híutverk að endurskoða eftir- talin mál: - Starfsemi, skipulag og að- setur Bændasamtaka Islands. - Skipulag ráðgjafarþjónustu í landbúnaði. - Nýtingu búnaðargjalds. Nefndin á að skila áliti fyrir næsta búnaðarþing. í greinargerð segir að „Starfsemi samtaka eins og Bændasamtaka Islands þarf í raun að vera í stöðugri endur- skipulagningu og þróun á öllum sviðum. Það er okkur nauðsynlegt að hafa þessa starfsemi sem markvissasta og ódýrasta þannig að hún skili okkur sem mestum ávinningi á hverjum tíma.“ Jóhannes H. Ríkharðsson, Brúnastöðum, kom til setningar Búnaðarþings ásamt börnum sínum sem heita Kristinn Knörr og Ríkey Þöll. Jóhannes var fulltrúi Búnaðarsambands Skagfirðinga á Búnaðarþingi. Vegagirðingar og aðgerðir til að draga úr slysahœttu cí þjóðvegum þar sem húfé cí í lilut Búnaðarþing skoraði á ríkis- stjórnina að beita sér nú þegar fyrir breytingum á lögum og reglugerðum þannig að allur stofn- og viðhalds- kostnaður við vegagirðingar verði alfarið á hendi veghaldara. í greinargerð segir að þingið telji eðlilegt og sanngjarnt að „öll mannvirki, þar með taldar merkingar og undirgöng, sem gerð eru til að friða vegsvæði stofn- og tengivega verði meðtalin í stofn- og viðhaldskostnaði þjóðvega og því fjármögnuð af ríkissjóði, en Vegagerðinni verði falin öll samræming og umsjón framkvæmda.“ I greinargerð segir einnig að komið verði á reglubundnu eftirliti með lausagöngufénaði á vegsvæðum í samvinnu við viðkomandi sveitarstjórnir og lögreglu. Tilraunainnflutni ngur ú NRF- fósturvísum Búnaðarþing ályktaði eftirfar- andi um tilrauna- innflutning á NRF- fósturvísum: „1. Verkefninu verði frestað eftir að töku fósturvísa í Noregi lýkur. 2. Nefnd sú sem umsækjendur og landbúnaðrráðherr a hafa skipað samciginlega leggi fram áætlun um Verðmyndun ng samkeppni/samþjOppnn ð mntvfirumarkaði Búnaðarþing skoraði á „á sam- keppnisyfirvöld að fylgjast vel með þeim samruna sem á sér stað á smásölustigi matvöruverslunar og beita sér gegn enn frekari samþjöppun á þessu sviði. Einnig skorar þingið á við- skiptaráðherra að tekin verði upp vísitala heildsölu- og fram- leiðendaverðs, samhliða gildandi vísitölu smásöluverðs. Þingið lýsir áhyggjum yfir þróun mála hjá Samkeppnis- stofnun, en svo virðist að samruni afurðasölufyrirtækja í landbúnaði sé meðhöndlaður með öðrum hætti en samþjöppun á sviði smásölu- verslunar. Þingið mótmælir þeirri skil- greiningu Samkeppnistofnunar að bændur eigi að keppa innbyrðis á markaði. Slíkt er fátítt og þekkt eru sérákvæði um landbúnað í samkeppnislögum annarra landa t.d. í Danmörku og Frakklandi. Þingið felur stjórn BI að fylgjast grannt með framkvæmd og túlkun Samkeppnisstofnunar á lögum nr. 8/1993 með síðari breyt- ingum, ekki síst þeim hluta sem fjallar um bann við samkeppnis- hömlum." framkvæmd samanburðartilraun arinnar. Sú áætlun liggi fyrir í síðasta lagi 20. júní n.k. 3. Fyrir aðalfund LK sem haldinn verður í ágúst n.k. leiti stjórnir BÍ og LK samráðs um undirbúning að almennri atkvæðagrciðslu meðal kúabænda. I þeirri atkvæða- greiðslu verði spurt hvort sá sem atkvæði greiðir vilji að sú tilraun fari fram sem gert er grein fyrir í lið 2. Svari meirihluti já, fer verkefnið af stað. Svari mcirihluti nei, verður hætt við verkefnið. í kynningu fyrir atkvæðagreiðsluna verði leitast við að sem flest sjónarmið er málið varða komi fram. 4. Um framkvæmd atkvæðagreiðslu sbr. lið 3 verði horft til framkvæmdar á atkvæðagreiðslu um samning um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu nnar. Kjörskrá verði unnin svo vel sem kostur er og vandað til kynningar á henni. 5. Búnaðarþing 2001 samþykkir að erfðaefni úr NRF- kyninu verði ekki tekið í notkun hjá bændum fyrr en að undangenginni atkvæðagreiðslu þar um meðal kúabænda að tilraun lokinni." Húsriceði til skammtímadvalar bœnda cí höfuðhorg- arsvceðinu Samþykkt var að beina til stjórnar erindi búnaðar- þingsfulltrúa á Suðurlandi kannaður yrði sá möguleiki að leysa húsnæðisvanda bænda sem þurfa að dvelja á höfuð- borgarsvæðinu í skamman tíma. Skattlcigning veiðileigutekna Búnaðarþing skoraði „á ríkisstjórn íslands og Alþingi að leiðrétta með lagabreytingu það misrétti sem viðgengst í skattlagningu tekna af veiðileigu. Bændur sem hafa veiðileigutekjur og stunda búrekstur á jörðum sínum þurfa að greiða fullan tekjuskatt af veiðileigunni meðan aðrir jarðeigendur sem ekki stunda atvinnurekstur á jörðum sínum, geta talið fram tekjur af veiðileigu sem fasteignaleigu og greitt aðeins 10% skatt.“ Um ftskimjöls- bann ESB „Búnaðarþing 2001 samþykkir að beina því til stjórnvalda að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að bann Evrópu- sambandsins á notkun fískimjöls í jórturdýrafóðri verði framlengt. Jafnframt verði mótuð framtíðar- stefna um notkun próteinfóðurs í landbúnaði. Þingið felur stjórn BÍ að fylgja málinu fast eftir þar sem miklir hagsmunir eru í húfí fyrir íslenska bændur.“ Aðild að ESB ekki fýsilegfyrir íslenska bœndur Búnaðarþing fjallaði um Evrópumálin og taldi nrikla óvissu um rnarga þætti í starfi og framtíðarstefnumótun Evrópusanrbandsins. Jafnframt væri ljóst að aðild að Evrópu- sambandinu myndi hafa veruleg áhrif á starfsumhverfi íslensks landbúnaðar. „Ætla má að bændur og ekki síður afurðastöðvar hérlendis mundu lenda í miklum erfið- leikunr á sameiginlegum Evrópumarkaði. Mjög líklegt er að mikill samdráttur verði í flestum greinum íslensks land- búnaðar, störfum muni fækka og tekjur bænda lækka, gangi Island í Evrópusambandið. Reynsla finnsks landbúnaðar eftir inngöngu Finnlands í Evrópusambandið staðfestir ofangreinda ályktun,“ segir meðal annars í ályktun þingsins sem telur að aðild að Evrópusambandinu komi ekki til greina, heldur beri að tryggja hagsmuni Islands með öðrurn hætti. Vatnsveitur í sveitum Búnaðarþing fagnaði því að á ný eiga bændur kost á frarn- lögum til stofnkostnaðar við vatnsveitur, enda mikilvægt að öll býli hafi til nota öruggt og heilnæmt vatn bæði fyrir fólk og fénað. Búnaðarþing hvatti sveitarfélög til að beita sér fyrir úrbótum varðandi neysluvatn í sveitum. Mótun heildarstefnu fyrír landbúnaðinn Búnaðarþing samþykkti að beina því til stjórnar BI að láta vinna að heildarstefnu fyrir íslenskan landbúnað. í greinargerð segir: „Þar sem tækifæri íslenskra búvöru- framleiðenda miðast að mestu leyti við innanlandsmarkað, þarf að ríkja sátt í þjóðfélaginu um markaðinn, aðstöðu landbúnaðarins og um búskaparaðferðir. Þegar neytendur stíga frarn og lýsa sig reiðubúna til að ræða þessi málefni gefst tæki- færi til að móta stefnu fyrir landbúnaðinn til framtíðar með hagsmuni bænda, neytenda og umhverfis að leiðarljósi. Eðlilegt er að hefja starfið á því að taka saman allt það sem unnið hefur verið í mála- flokknum, samræma það og fylla í eyðurnar. Þannig ætti að verða til aðgengilegur gagna- grunnur sem áframhaldandi vinna nryndi byggjast á.“ Efling kornrœktar Búnaðarþing vekti athygli á og fagnaði þeim árangri sem náðst hefur í kynbótum og ræktun korns og lagði áherslu á að stórauka hana. Jafnframt var skorað á RALA að efla rann- sóknir og fræðslu um áburðar- gjöf, yrkjaval, tækni við þresk- ingu, verkun og tækni við gjafir. Matvœlastefna Búnaðarþing beindijrví til stjórnar Bændasamtaka Islands að hafa frumkvæði að því að móta skýra matvælastefnu er taki mið af bæði næringargildi og hollustu matvæla sem og af fæðuöryggi, umhverfisvernd og menningu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.