Bændablaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 13. mars 2001 BÆNDABLAÐIÐ 5 Piltur og stúlka í Reyk- holtsdal árið 1968 Þessi mynd var tekinn þegar Ungmennafélag Reykdæla stór að uppfærslu á Pilti og stúlku í Reykholtsdal árið 1968. Efri röð frá vinstri: Gréta Jónsdóttir, Þóra Gústafsdóttir, Pétur Jónsson, Halldóra Þorvaldsdóttir, Halldór Bjarnason, Guðfinna Magnúsdóttir, Óþekktur, Steinunn Garðarsdóttir, Kjartan Sigurjónsson, Ingibjörg Helgadóttir, Kristján Benediktsson, Erla, Óþekkt, Þorsteinn Pétursson, Júlíana Hrafnhildur Sveinsdóttir, Sigurður, óþekkt. Neðri röð frá vinstri: Andrés Jónsson, Jón, óþekktur, Ármann Bjarnason, Stefán Eggertsson. Mér undirrituðuin hefur fundist bera á því í umræðunni að minna framboð en eftirspurn sé eftir greiðslumarki. Látum verðið nú liggja á milli hluta. Hins vegar sagði mér ágætur dýralæknir (ÞO) að kýr sem væru með 200 þús. í frumutölu að jafnaði væru tæp- lega júgurheilbrigðar. Við för- um nær um hvað landsmeðal- talið er (280 þús.). Eru kannski alltof margar kýr í landinu sem mættu missa sig? Eg held að bæði ég og aðrir þyrftu að vanda sig betur og hugsanlega verða gerðir ábyrgir fyrir því greiðslu- marki sem við höfum. Þar á ég við að beingreiðslur yrðu ekki greiddar nema fyrir það magn sem framleitt er. Ef til vill gæti það verið til hagsbóta fyrir einhverja að selja greiðslumark. Guðni Runólfsson, Bakkakoti, Skaftárlireppi Sauðahús í Álftaveri - Mynd úr Húsasafni Þjóðminjasafnsins Sauðahús í Álftaveri. Húsagerð tslendinga til forna bar svip af því efni sem tiltækt var á hverjum stað á hverjum tíma. Á Suðausturlandi vex mikið af melgresi og er vestara sauðahúsið í Álftaveri dæmi um nýtingu þess til húsagerðar. Þar er melur notaður á svipaðan hátt og hrís í árefti annarra þekktra torfhúsa. Grind hússins hefur einnig sérstöðu þar sem sperrurnar hvíla á steinum sem ganga út úr grjótveggjunum í sylluhæð. Vestara húsið var byggt skömmu fyrir aldamótin 1900 en það eystra nokkru síðar. Þar eru grjóthellur og bárujárn undir torfþekjunni. Sauða- húsin sem eru í landi Þykkvabæjarklausturs, fjarri alfaraleið, hafa verið í umsjá Þjóðminjasafns síðan 1974. Srlmur lieliir orúiú Einu sinni ... Personuvernd og lögspeki Hvaða munur er á mannlífi í þéttbýli og strjálbýli? Um það má efa skrifa lærða úttekt en stundum getur eitt atvik sagt meira en heil vísindaleg rannsókn. Undanfarnar vikur hefur verið sagt frá því í fjölmiðlum að Islandspóstur hafi aflað sér upplýsinga um það hvort umsækjendur um störf hjá fyrirtækinu hafi tengst fikniefnum á einhvern hátt og verið undir rannsókn fíkniefnalögreglu fyrir þær sakir. Nú skal upplýsa sannleikann Á það er litið sem hið versta mál ef íslandspósti hafi tekist að verða þar einhvers vísari þar sem persónufrelsi og réttindi umsækjenda séu þar með skert. Um það skal ekki fjallað hér þótt það geti kallað fram ýmsar spurningar. Það sem hins vegar vekur athygli er að mikilvægar stofnanir í þjóðf elaginu hafa flækst inn í þetta mál og reyna hver sem betur getur að þvo hendur sínar af að hafa brotið lög um vernd persónuréttinda. Þessar stofnanir eru lögreglan í Reykjavík, tollstjóraembættið og embætti ríkislögreglustjóra. Málið er nú komið til ríkissaksóknara sem upplýsa skal sannleikann og ekkert ncma sannleikann. Umhverfi með innbyggða vörn Þetta hefði aldrei getað gerst í strjálbýli eða á minni þéttbýlisstöðum kringum Iandið. Enginn póstmeistari á þessum stöðum hefði þurft að leita til sýslumanns eða bæjarfógeta út af svona smáræði, einfaldlega vegna þess að þar þekkir fólk hvert annað. Hvernig fólk hefur kynnt sig er lýðum ljóst; fjölskylda, ætt og uppruni, störf og búseta er kunn þeim sem vilja vita. Umhverfi sem þetta er með innbyggða vörn gegn því að fólk komist óséð upp með misferii. Artir þess og eðli er líkt og annarra Islendinga, en aðstæðurnar veita meiri aga en í þéttbýli höfuðborgarsvæðisins. Suinir eru farnir í sollinn syðra Þeir einstaklingar sem ekki þoldu þá raun að póstmeistari heimabyggðarinnar vissi allt um þá hafa að sjálfsögðu farið í sollinn syðra. Eftir sitja þeir sem láta sig litlu skipta þótt nágrannarnir viti sitt lítið af hverju um þá - og þó - líklega væri rétt að setja í gang rannsókn sem miðaði að því að kanna hve mikið landsbvggðarfólk veit hvort um annað. Fvrst mætti byrja á framámönnuni í atvinnurekstri en þeir hljóta að hafa heyrt margt um þá sem sótt hafa um vinnu hjá þeim í gcgnum tíðina. Líklega hafa ákvarðanir oft verið byggðar á afrekum feðra og mæðra - en slíkt hlýtur að vera stóralvarlegt. Er sakleysi bein lína - eða bogin ? Það fer um Grím að heyra talsntcnn áðurnefndra stofnana beita hárfínum lagaútskýringum til að Icitast við að hreinsa þær af allri sekt. Sakleysi þeirra og útúrsnúningar er algjört og ntinnir einna helst á sögu sem Grímur heyrði af dönskum prófessor í lögum. Eitt sinn var hann að hreinsa garðinn sinn að haustlagi og hafði kveikt í hrúgu af laufi í einu horninu. Dóttir hans, sem var í Iaganámi, benti þá föður sínum á að lögum samkvæmt væri bannað að kveikja eld í minna en lOOni fjarlægð frá íbúðarhúsi. Faðirinn hugsaði sig um og sagði svo: Stendur nokkuð um það að það eigi að vera í beinni línu? ieuiji luæcj e ueifsi) jba euoAS 'in euoAS pai uÁauueAH e ueuua>| uossjiojuAjg jnpjeg>|it| ujas uinje oz uin juáj jba pecj

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.