Bændablaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 22
22 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 13. mars 2001 Ur Mlrannuni Rannsöknastofn- unar landbúnaðarins sumariö 2000 I þessari grein verður gerð grein fyrir tveimur óskyldum viðfangs- efnum. Annars vegar verður sagt frá tilraun með vaxtartregðuefni sem dregur úr hæðarvexti korns og hins vegar tveimur tilraunum með niðurfellingu korns og áburðar. 1. Stytting korns I kornræktarlöndum tíðkast víða að úða byggakra með vaxtar- tregðuefni til þess að draga úr hæðarvexti stönguls. Þannig stend- ur kornið betur en ella og þolir mikinn köfnunarefnisáburð. Marg- ir hafa spurt hvort þetta geti ekki verið hagkvæmt hér á landi. Til að svara þeirri spurningu gerðum við stóra tilraun á Korpu í sumar. Þar voru bæði Olsok (sexraða) og Fil- ippa (tvíraða) og fjórir mismun- andi skammtar af köfnunarefn- isáburði. Uðað var á tveimur mis- munandi tímum, tuttugu og tíu dögum fyrir skrið. Efnið sem notað var heitir Cycocel extra. Ahrif úðunar voru mjög lítil. Helst fundust áhrif af úðun tíu dögum fyrir skrið. Uðunin dró lítið eitt úr legu, en korn lagðist hvort eð var sáralítið. Þessi úðun lækkaði kornið ekki nema um tvo sm, en tíu sm er venjuleg lækkun erlendis. Uppskera jókst þó við þessa meðhöndlun um 400 kg af korni á hektara eða 10 % en vegna mikils breytileika í tilrauninni var það á mörkum þess að vera marktækt. Niðurstaðan verður sú að ekki er hægt að mæla með styttingunni eftir þessa einu tilraun. Efnið sem Fjórði hluti: Stytting korns og aðferð við sáningu notað var er að vísu ekki dýrt en aka þarf um akurinn tíu dögum fyrir skrið og komið sem spillist við troðninginn bætist við kostnaðinn. Avinningurinn er þar að auki óviss eins og frarn kemur hér að ofan. II. Aðferð við sáningu I allar kornræktartilraunir RALA er sáð með Iítilli raðsáðvél sem fellir áburð og fræ niður sam- an. Það hefur alltaf gefið góðan árangur og mörg ár eru síðan menn tóku eftir því að í tilraunum varð korn jafnan gróskumeira og fljótara af stað en korn í ökrum á sama stað. I komrækt utan tilrauna eru þessi árin notaðar þrjár aðferðir við sáningu og áburðardreifingu: A. Aburði og sáðkorni dreift með kastdreifara og hvort tveggja herfað niður. B. Sáðkorn fellt niður með sáðvél en áburði dreift ofan á. C. Aburður og fræ fellt niður hvort í sínu lagi með þar til gerðum vélum. Arin 1996 og 1997 gerðum við Qórar tilraunir á jafnmörgum stöðum sunnanlands til að kanna hversu mikill munur væri á sáningu okkar og öðmm aðferðum. I sumar er leið gerðum við svo tvær tilraunir á Korpu til viðbótar. Niðurstöður fylgja hér með í töflu. Gróði án aukakostnaðar Samræmi milli tilrauna er óvenju- lega gott og voru þær þó gerðar á alls konar landi, allt frá sandi að mýri. Niðurstaðan er líka einföld. Aðalatriðið er að kornið fái að spíra í áburðinum. Lfklega á það fyrst og fremst við þegar korn spírar við lágan hita eins og venju- legt er hérlendis. Aburður, einkum fosfór, binst í jarðvegi og í kuldatíð vaxa rætur hægt. Við þær aðstæður virðist það vera mik- ilvægt að frærótin geti komist í snertingu við áburðinn um leið og kornið byrjar að spíra. Þegar korn og áburður eru felld niður saman spírar kornið fljótt og er allt sumarið á undan korni í öðrum reitum, venjulega munar góðri þverhönd á hæð framan af sumri. Þessi sáningaraðferð skilar því betur þroskuðu korni en aðrar aðferðir. Auk þess hefur korn sem fellt er niður með áburði mikið for- skot á illgresi vegna þess að kornið nær þá að einoka áburðinn. Eins og sjá rná í töflunni skilar þessi sameiginlega niðurfelling 600 kg af fullþurru komi á hektara umfram annars konar sáningu. Það er 24 % uppskeruauki án nokkurs aukakostnaðar. Ekkert bendir til þess að vélar sem fella niður kom og áburð sitt í hvom lagi geft þennan uppskeruauka enda er þar nokkurt bil milli korns og áburðar í jarðvegi. Hagsmunamál Óvenjulegt er að tilraunir sýni svona eindreginn uppskeruauka fyrir einfalda aðgerð. Þessi rnunur, 600 kg af þurrefni, verður 700 kg af korni með 15 % raka. Verðgildi þess eru að minnsta kosti tíu þúsund kr. og allt er þetta miðað við hektara. Því er kominn tími til að verkhagir menn finni einhverjar leiðir til að lagfæra vélar sínar svo að þær komi áburði og fræi saman niður í jörðu. Sömuleiðis mega vélainnflytjendur fara að leita að sáðvélum með þessa hæfileika. 1. tafla. Tilraunir með mismunandi kornsáningu Uppskera hkg þe/ha hlutfal! Korpu 2000, tvær tilraunir Korni og áburði dreift, herfað niður 25,7 100 Korn fellt niður, áburður ofan á 25,6 100 Korn og áburður saman niður 31,7 124 Suöurlandi 1996-1997, fjórar tilraunir Korn fellt niður, áburður ofan á 25,4 100 Korn og áburður saman niður 31,3 124 Böndinn vann á linfð Fyrir skömmu féll dómur í Héraðsdómi Norðurlands vestra þar sem bónda var dæmt eignarhald á ábýlisjörð sinni á hefð. Þarna var um allsérstætt mál að ræða. Tekist var á um lítinn eignarhluta úr jörðinni Vestara-Hóli í Fljótum eftir að í ljós kom að eignaskiptum á henni var síðast þinglýst árið 1931. Bóndinn þar, Sigmundur Jónsson, taldi sig hafa eignast jörðina árið 1954. Málavextir voru þeir að afi Sigmundar og alnafni bjó ásamt konu sinni Halldóru Bald- vinsdóttur á Vestara-Hóli árin 1895-1941, fyrst sem leiguliði en keypti síðar jörðina. Olst Sig- mundur yngri upp hjá þeim eftir að foreldrar hans fluttu burt úr sveit- inni af heilsufarsástæðum. Sig- mundur eldri lést árið 1941 en kona hans bjó áfram á jörðinni ásamt syni þeirra. Arið 1943 tók Sveinn sonur Sig- mundar og Halldóru við búskapnum og hóf fljótlega byggingu nýs íbúðarhúss. Sveinn lést af slysförum árið 1954, ókvæntur og bamlaus. Þá var jörðin talsvert skuldsett vegna húsbyggingarinn- ar, veðsett Jarðakaupasjóð ríkisins og einnig var veruleg skuld í Sam- vinnufélagi Fljótamanna. Halldóra, sem enn bjó á Vestara- Hóli, bauð þá bömum sínum að taka við jörð og bústofni og jafn- framt áhvílandi skuldum en ekkert þeirra hafði vilja til þess. Leitaði þá Halldóra eftir áhuga Sigmundar á að taka við og lýsti hann sig reiðubúinn til þess nteð því skil- yrði að allir jarðareigendur væru samþykkir því að jörðin yrði hans eign og hann tæki jafnframt við áhvílandi skuldum. Árið 1954 ritaði þáverandi hreppstjóri Haganeshrepps bréf að beiðni Halldóm Baldvinsdóttur til sýslumanns Skagfirðinga og bað um að breytingar yrðu gerðar á af- sali jarðarinnar, þar sem öll börn Sigmundar og Halldóru voru samþykk því að Sigmundur yngri fengi jörðina. Þetta bréf er til en pappírar varðandi breytingar á af- sali jarðarinnar hafa ekki fundist þrátt fyrir talsverða leit. Það var svo árið 1997 þegar ein föðursystir Sigmundar lést og skipta átti búi hennar að barnabörn systur hinnar látnu fóm að véfengja að amrna þeirra hefði nokkru sinni samþykkt áðurnefnd- an gerning. Var þá kornið í ljós að jörðinni hafði aldrei verið þinglýst á nafn Sigmundar yngri. Gerðu barnabörnin því til- kall til eignarhluta ömmu sinnar í jörðinni á grundvelli þess að búi Sigmundar og Halldóru hefði aldr- ei verið skipt. Eftir nokkurt þóf höfðaði Sig- rnundur mál þar sem hann krafðist þess að eignarhald hans á jörðinni Vestara-Hóli væri viðurkennt. Höfðu málaferlin verið í gangi um nokkurn tíma þegar dómur gekk nú á dögunum. „Eg er að vonum mjög ánægður með þessa niðurstöðu. Eg var búinn að framkvæma heil- mikið á jörðinni á árunum 1970-80 og tók þá nokkrum sinnum lán í stofnlánadeild og fékk veðbókar- vottorð. Aldrei voru gerðar neinar athugasemdir enda var ég alltaf einn skráður eigandi jarðarinnar hjá Fasteignamati ríkisins. Því kom þessi krafa frændfólks míns mér algerlega í opna skjöldu. Mér fannst hún mjög leiðinleg þar sem þarna voru véfengdir hlutir sem náin skyldmenni mín höfðu gert og þau voru ekki lengur til frásagnar um. Ég er í rauninni hissa á að fólk skyldi fara að grafa þetta upp. Mér hafði ekki sjálfum dottið í hug að eignarhald mitt væri ekki tryggi- lega skjalfest," sagði Signtundur Jónsson. Ungfrú Gateway Eins og flestum er kunnugt stendur Landssamband kúabænda og ACO, umboðsaðili Gateway tölva á íslandi, fyrir skemmtilegri keppni þessa dagana. Keppnin hefur vakið mikla athygli og hafa þegar fjölmargir kúabændur sent inn myndir af svartskjöldóttum kúm. Við hvetjum alla sem eiga svartskjöldóttar kýr að senda inn myndir, enda eru vegleg verðlaun í boði fyrir 10 efstu kýmar. Þær myndir sem sendar eru inn verða ekki notaðar til annars en að velja úr þá 10 þátttakendur sem komast í lokakeppnina. Þær kýr sem þangað komast fá svo heimsókn frá Ijósmyndara, þannig að í þessari forkeppni er aðalatriðið fyrir okkur að fá upplýsingar um að á viðkomandi bæ sé kýr sem komi til greina. Vinsamlegast sendið myndirnar til skrifstofu LK, Bændahöllinni við Hagatorg (107 Reykjavík) merkt: "Ungfrú Gateway 2001". Skilafrestur mynda er 20. mars n.k. Göng undir vegi Nýverið fóru formaður og framkvæmdastjóri LK á fund samgönguráðherra til að ræða við hann um þau vandamál sem víða eru vegna reksturs kúa yfir fjölfarna vegi. Á fundinum var málið kynnt ráðherra og lagðar fram upplýsingar frá þeim fjölmörgu kúabændum sem sendu inn bréf til okkar vegna þessa máls. Þessi góðu viðbrögð kúabænda landsins ber að þakka sérstaklega. Á fundinum var óskað eftir því við ráðherra, að hann setti á fót matsnefnd sem hefði það hlutverk að meta það hverju sinni hvort þörf væri á göngum undir fjölfama vegi fyrir kýr. Þessu erindi var vel tekið og er svars að vænta á næstu vikum. Innflutningur mjólkurafurða Á síðasta ári var meira flutt inn af mjólkurafurðum en heildarinnflutningur áranna 1996- 1999! Samtals komu inn í landið 556 tonn árið 2000 m.v. 155 tonn árið á undan. Mest var aukningin í innflutningi á "jógúrti" frá Spáni og nam innflutningur á því á síðasta ári rúmlega 10% af sölu á íslensku jógúrti. Þá var innflutningur á ostum til matargerðar einnig verulegur, og í fyrsta skipti frá því að Gatt samningurinn var samþykktur, voru fluttir inn ostar utan við leyfilegan kvóta. Það þýðir í raun að þrátt fyrir tollavemd utan kvóta voru samt fluttir inn ostar. Það vekur athygli að þrátt fyrir miklar umræður um hreinleika og uppruna vara, skuli jafnhliða stóraukast innflutningur á mjólkurafurðum. Efþig vantar ráðgjöf, aðstoð eða upplýsingar, þá er einfaldast að hringja í síma 5 630 370, senda tölvupóst á lk@naut.is eða senda bréf til LK (Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík).

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.