Bændablaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 18
18 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 13. mars 2001 Um ullapmat og Snoðull Eins og greint var frá í síðasta tölublaði Bændablaðsins, hefur verið ákveðið að gefa bændum kost á að meta snoðull sína sjálfir í vetur, m.a. í því skyni að draga úr kostnaði við mat og móttöku á ull. Allmikið hefur verið um fyrir- spurnir frá bændum af þessu tilefni og skulu eftirfarandi atriði því áréltuð. Einnig er rétt að ítreka að mat og móttaka á heilsársull, sem rúin er að vetri er óbreytt frá því sem verið hefur. • Ullarlengd er mikilvægasti þátturinn í flokkun á snoði og greint var frá reglum þar um í síðasta blaði. Hægt er að skoða ullarlengd á kindunum áður en rúið er, ef mönnum þykir það hægara en að meta lengdina eftir rúning. Ef ullinni er flett í sund- ur á baki og síðum er hægt að sjá lengd bæði á þeli og togi og meta þannig í hvaða flokk snoðið lendir. Ull á kvið og skæklum er alltaf styttri en aðalreyfið og lendir þar af leiðandi í lakari flokk. Einnig er vert að hafa í huga að ull- arvöxtur er mestur á ungum ám og snoð af þeim lengra en af eldri ánum. • Óhætt er að setja mun meira í ullarpoka með flokkaðri ull (troða!) en þegar ull er sett ómet- in í poka. • Mjög mikilvægt er að nterkja alla poka með flokkaðri ull með ullarflokknum ásamt upplýsing- um um nafn, kennitölu og heim- ilisfang innleggjanda • Einnig er mikilvægt að fylgibréf með upplýsingum um ullarmagn eða fjölda poka í hverjum ullar- flokki ásamt heildarfjölda poka, sé sent með þegar ull er send með flutningsaðila til ÍSTEX h.f. • Metin snoðull sem kentur til ÍSTEX h.f. mun fá eftirfarandi meðhöndlun: o Við móttöku er ullin skráð inn og vigtuð. Magn í hverjum llokki samkvæmt merkingum á pokum skráð á matsnótu. o Fyrir þvott er skoðað í pokana og kannað hvorl mat stenst. o Ef matið stenst ekki, er skrifuð leiðrétt matsnóta og verðuppgjör leiðrétt. • Þegar snoðull kemur ómetin frá bændum, er hún metin af matsmönnum og matskostnaður, kr. 19,20 á óhreint kg, dreginn frá ullarverðinu. Móttaka á sumarull Samkvæmt samkomulagi milli ull- armatsnefndar, fulltrúa sauðfjár- bænda og ÍSTEX h.f., hefur verið ákveðið að hætta að taka við ull af fé sem gengið hefur í tveimur reyf- um og rúið er eftir 15. júlí og fram á haust. Þessi ull er ónothæf með öllu og umsýsla vegna móttöku hennar veldur kostnaði sem nemur 40 kr/kg. Bændur sem senda frá sér ullarflóka af þessu tagi munu fá sendan bakreikning sem nemur þessum kostnaði. Verðbreytingar á ullarflokkuni Samkvæmt samkomulagi ÍSTEX h.f. og Bændasamtaka Islands um móttöku á ull fyrir tímabilið 1. 3. til 1. 9. 2001, hefur verið ákveðið að lækka verð á tveimur ullar- flokkum. Verð til bænda fyrir ull sem flokkast í H-III (skemmd og gölluð hvít ull) verður kr. 64,35 á hreint kg og verð fyrir ull sem flokkast í M-II (mislit ull önnur en hreinir sauðalitir) verður kr. 36,06 á hreint kg. Ull í báðum þessum flokkum nýtist illa og því var ákveðið að lækka þá eingöngu en ekki aðra ullarflokka. Afram er unnið að end- urskoðun á fyrirkomulagi ull- arsöfnunar og ullarmats í því augnamiði að nýta sem best það fjármagn sem er til ráðstöfunar, bæði samkvæmt búvörusamningi og því markaðsverði sem kaup ull- ar miðast við.Markmið þessarar endurskoðunnar er að leita leiða til þess að verð til bænda verði sem hæst fyrir góða ull. GÆÐASTÝRING í SAUÐFJÁRRÆKT NÁMSKEIÐ SUÐURLAND: 20. mars Hótel Selfoss 21. mars Félagsheimilið Flúðum 22. mars Hótel Kirkjubæjarklaustur 23. mars Tungusel, Skaftártungu 26. mars Gamla-Borg, Grímsnesi 30. mars Höfðabrekka, Mýrdal 3. apríl Borg, Grímsnesi 4. apríl Hlíðarendi, Hvolsvelli 5. apríl Kanslarinn, Hellu VESTURLAND: 19.-23. mars Dalasýsla 26.-29. mars Hvanneyri, Kjós, Snæfellsnes 9.-11. apríl Hvanneyri, Snæfellsnes NORÐURLAND-EYSTRA: 19.-27. mars S-Þingeyjarsýsla NORÐURLAND-VESTRA: 21.-22. mars Skagafjörður samDonain i landinu. AUSTURLAND: 19.-23. mars Austurland í kjölfar námskeiða á þessum stöðum verða haldin námskeið í öðrum héruðum. Þau verða kynnt og auglýst í næsta Bændablaði auk boðunar heima í héruðum. Sauðfjárbændur eru hvattir til að hafa samband við sitt búnaðarsamband um nánari tilhögun á þeirra svæði. LBH endurmenntun Gæðastýring í sauðfjárrækt í samvinnu við Fram- kvæmda- nefnd búvöru- samninga og búnaðar- kWÆStÆk' llylillílift' fmk i - m ■ :' hWmMM MrKon. S ALHLIÐA SÓTTHREirJSIEFNI VOLDUGT VOPN GEGN SÝKLUM V HÆTTULÍTIÐ FÓLKI OG DÝRUM V UMHVERFISVÆIMT mm • ■ , FRAMLEIÐANDI: Antec Intematkxial www.antecint.com HEILDSÖLUDREIFING: || Pharmaco SIMI 535 7000 Tryggingar bænda Undanfarnar vikur hefur BÍ borist nokkuð af fyrir- spurnum um tryggingamál. Svara við þeim hefur verið leitað hjá VÍS sem samningsaðila varðandi tryggingar bænda. Hér birtist hluti þessara fyrirspurna og svara. Spurt var hvort bóndi væri tvítryggður sem ökumaður skráningarskylds ökutækis þeg- ar hann hefði bæði lögboðna slysatrygg- ingu ökumanns og frjálsa slysatryggingu bónda. Sá sem slasast við stjóm skráningarskylds ökutækis á rétt á bótum úr skyldutryggingu samkvæmt skilgreiningu í lögum og tryggingaskilmálum. Hann gæti síðan einnig átt rétt á bótum úr frjálsri slysatyggingu, og skerða bætur úr annarri tryggingunni ekki bætur úr hinni. Einnig var spurt um endurgreiðslu iðgjalds vegna vélsleða, fjór-/sexhjóla og dráttarvéla væru skráningarnúmer lögð inn tímabundið. Svarið er að iðgjaldagrunnur þessara tækja miðast við að um tímabundna notkun sé að ræða. Iðgjöld eru því ekki endur- greidd vegna innlagningar skráningarnúmera. Spurt var hvort slysatrygging bónda gildi þegar hann starfar sem verktaki fyrir aðra. Þegar tekin er slysatrygging þarf að fylla út beiðni þar sem meðal annars er spurt um aðalstarf tryggingartaka og hvort hann vinni önnur störf. Bændur em í sérstökum áhættuflokki sem engar aðrar starfsstéttir eru í. Starfi tryggingartaki við mis- munandi störf er meginreglan sú að hann flokkast samkvæmt áhættumesta starfinu, en einnig er flokkað eftir hlutföllum starfa, einkum ef annað (eitt) er aðeins lítill hluti af heildinni. Bóndi sem starfar einnig sem verktaki er fulltryggður með slysatryggingu bónda þegar hann vinnur fyrir aðra bændur. Vinni hann einnig fyrir aðra aðila, t.d. Vegagerðina, þyrfti að meta það í hverju tilviki hvort þörf sé á viðbótariðgjaldi til að hafa fulla tryggingu. Kemur þá m.a. til álita hvert vinnuhlutfall við vegagerð er. Nokkuð hefur verið spurst fyrir um hvort iðgjald landbúnaðartryggingar væri mis- jafnt eftir heyskaparformi og væri því lægra hjá þeim sem eiga allan sinn heyfeng í rúllum en hinum sem eiga stærri hluta í þurrheyi í hlöðu. Svar VIS við þessari spurningu er svohljóðandi: Einn aðalkostur landbúnaðartryggingarinnar er að allt er tryggt á einfaldan og auðveldan hátt. Tryggingin miðast við forðagæsluskýrslu viðkomandi bónda, þar við er bætt ákveðnu hlutfalli vegna véla og tækja viðkomandi bús. Vitað er að tækjaeign er mismunandi milli búa, sumir eiga meira og aðrir minna en þetta hlutfall mælir, en með landbúnaðartryggingunni er allt tryggt á raunvirði sem tilheyrir viðkomandi búi og fellur undir hana. Rétt er að brunahætta er misjöfn eftir því hvemig heyfengur er geymdur. Mest er hún þar sem þurrhey er geymt í hlöðu, en minnst þar sem rúllur eru geymdar fjarri húsum. Eins og áður segir er einfaldleiki helsti kostur Iandbúnaðar- tryggingar. Hey er einn af mörgum þáttum sem hún tekur til. Eftir rúlluvæðingu hefur tjónaþungi minnkað og hefur það komið fram í lækkun iðgjalda tryggingarinnar og hefur iðgjaldið, fyrir utan ábyrgðarlið hennar, lækkað í áföngum um 37,5 % á undanförnum ámm. Hér að framan eru dregin saman meginatriði þeirra svara sem borist hafa frá VIS. Sum em með ýmsum skýringum sem ekki þótti ástæða til að birta hér. Þeir sem óska nánari skýringa geta haft samband við Jóhann Ólafsson hjá BÍ eða þjónustu- fulltrúa hjá VÍS. /JÓ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.